Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. apríl 2025 23:51 Starkaður fór beint með bílinn í hreinsun og þarf nú bara að fara með hann í skoðun. Svo þarf hann að finna eiganda lögfræðibókarinnar. Bíl Starkaðs Péturssonar var stolið og fannst hann þremur vikum síðar þegar vinkona leikarans rambaði á ólæstan bílinn. Það eina sem fannst í bílnum var lögfræðibók og pennaveski. Spurningin er hvort þjófurinn hafi stolið hlutunum úr öðrum bíl eða eigi þá sjálfur. Starkaður Pétursson leikari lenti í því leiðindaatviki að bílnum hans var stolið aðfaranótt 21. febrúar af Njálsgötunni. Þremur vikum síðar fannst hann óvænt. Svona litu skilaboðin út sem Starkaður fékk frá vinkonu sinni. Varst það þú sem fannst hann eða löggan? „Nei, það var vinkona mín sem var þarna í grenndinni hjá Efstaleiti. Ég var búinn að auglýsa þetta og svo kannaðist hún við númerið og sá bílinn opinn í einhverju fatlaðra stæði,“ segir Starkaður. „Mér fannst nú eiginlega ótrúlegt að það skyldi enginn hafa hringt út af þessum bíl sem var búinn að vera kyrrstæður þarna í þrjár vikur. Hann var opinn og það var búið að taka allt úr honum,“ segir hann. Það eina sem var eftir var þessi bók? „Já og pennaveski. Ég var reyndar búinn að taka flestallt úr bílnum, það var ekki mikið fyrir nema sólgleraugun mín sem voru í hanskahólfinu,“ segir Starkaður. Bjartsýn lögreglukona, heppinn eigandi og öskubakkabíll Starkaður fór til lögreglunnar eftir að bílnum var stolið og gaf skýrslu. „Hún var voða jákvæð og bjartsýn konan sem tók á móti mér til þess að gefa skýrslu. Ég var mjög bjartsýnn,“ segir hann. „Svo þegar bíllinn fannst þá hringdi ég strax á lögguna sem kom til að loka málinu. Þeir sögðu við mig að ég hefði verið mjög heppinn að finna bílinn á endanum því bíll sem er búið að vera stolinn í svona langan tíma finnst sjaldan,“ segir Starkaður. Var ekkert búið að drasla bílinn til? „Það var búið að reykja í bílnum, alveg ógeðsleg lykt og aska. Búið að nota hann sem öskubakka og reykingaþefur,“ segir hann. Forláta bíllinn sem var stolið og fannst fyrir tilviljun. „Ég vildi nú helst ekkert vera mikið í bílnum ef það væru einhverjar sprautunálar. Ég fór með hann beint í hreinsun. Og er á honum í dag,“ segir Starkaður. Hann er bara eins og nýr? „Hann er eins og nýr en ég þarf reyndar að fara með hann skoðun,“ segir Starkaður. Hvernig bíll er þetta eiginlega? „Hyundai i-30, 2012-árgerð,“ segir hann. Sungu ekki Jói P og Króli um hann? „Jú, var það ekki,“ segir Starkaður og bætir við hlæjandi: „Ekki nema þeir hafi tekið bílinn.“ Námsfús þjófur eða þjófóttur laganemi? „Mér finnst nú líklegt að þjófurinn hafi verið að stela úr bílum þarna í grennd, dottið í lukkupottinn þegar hann sá að lyklarnir mínir höfðu gleymst í bílnum og keyrt af stað með allt þýfið,“ segir hann. Eigandi lögfræðibókarinnar og pennaveskisins hefur ekki enn gefið sig fram. Lögfræði fyrir viðskiptalífið er kennd við Verzló og því vafalaust einhver Verzlingur sem saknar hennar. „Bókin er ekkert merkt og ég setti mynd inn á Facebook-grúppu Miðbæjar og það skilaði engum árangri,“ segir Starkaður. Einn Miðbæjarbúi, landslagsarkitektinn Berglind Guðmdundsdóttir sem vill svo til að er móðir Starkaðs, skrifaði þó skemmtilega kenningu við færsluna: „Þetta hefur verið námsfús þjófur, langað að snúa við blaðinu og gerast advokat á sviði viðskiptalífs.“ Það væri nú fyndið ef bókin væri ekki þýfi heldur hefði laganemi lagst í þjófnað. „Þetta hefur þá verið vendipunktur,“ segir Starkaður. Lögreglumál Bílar Reykjavík Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Sjá meira
Starkaður Pétursson leikari lenti í því leiðindaatviki að bílnum hans var stolið aðfaranótt 21. febrúar af Njálsgötunni. Þremur vikum síðar fannst hann óvænt. Svona litu skilaboðin út sem Starkaður fékk frá vinkonu sinni. Varst það þú sem fannst hann eða löggan? „Nei, það var vinkona mín sem var þarna í grenndinni hjá Efstaleiti. Ég var búinn að auglýsa þetta og svo kannaðist hún við númerið og sá bílinn opinn í einhverju fatlaðra stæði,“ segir Starkaður. „Mér fannst nú eiginlega ótrúlegt að það skyldi enginn hafa hringt út af þessum bíl sem var búinn að vera kyrrstæður þarna í þrjár vikur. Hann var opinn og það var búið að taka allt úr honum,“ segir hann. Það eina sem var eftir var þessi bók? „Já og pennaveski. Ég var reyndar búinn að taka flestallt úr bílnum, það var ekki mikið fyrir nema sólgleraugun mín sem voru í hanskahólfinu,“ segir Starkaður. Bjartsýn lögreglukona, heppinn eigandi og öskubakkabíll Starkaður fór til lögreglunnar eftir að bílnum var stolið og gaf skýrslu. „Hún var voða jákvæð og bjartsýn konan sem tók á móti mér til þess að gefa skýrslu. Ég var mjög bjartsýnn,“ segir hann. „Svo þegar bíllinn fannst þá hringdi ég strax á lögguna sem kom til að loka málinu. Þeir sögðu við mig að ég hefði verið mjög heppinn að finna bílinn á endanum því bíll sem er búið að vera stolinn í svona langan tíma finnst sjaldan,“ segir Starkaður. Var ekkert búið að drasla bílinn til? „Það var búið að reykja í bílnum, alveg ógeðsleg lykt og aska. Búið að nota hann sem öskubakka og reykingaþefur,“ segir hann. Forláta bíllinn sem var stolið og fannst fyrir tilviljun. „Ég vildi nú helst ekkert vera mikið í bílnum ef það væru einhverjar sprautunálar. Ég fór með hann beint í hreinsun. Og er á honum í dag,“ segir Starkaður. Hann er bara eins og nýr? „Hann er eins og nýr en ég þarf reyndar að fara með hann skoðun,“ segir Starkaður. Hvernig bíll er þetta eiginlega? „Hyundai i-30, 2012-árgerð,“ segir hann. Sungu ekki Jói P og Króli um hann? „Jú, var það ekki,“ segir Starkaður og bætir við hlæjandi: „Ekki nema þeir hafi tekið bílinn.“ Námsfús þjófur eða þjófóttur laganemi? „Mér finnst nú líklegt að þjófurinn hafi verið að stela úr bílum þarna í grennd, dottið í lukkupottinn þegar hann sá að lyklarnir mínir höfðu gleymst í bílnum og keyrt af stað með allt þýfið,“ segir hann. Eigandi lögfræðibókarinnar og pennaveskisins hefur ekki enn gefið sig fram. Lögfræði fyrir viðskiptalífið er kennd við Verzló og því vafalaust einhver Verzlingur sem saknar hennar. „Bókin er ekkert merkt og ég setti mynd inn á Facebook-grúppu Miðbæjar og það skilaði engum árangri,“ segir Starkaður. Einn Miðbæjarbúi, landslagsarkitektinn Berglind Guðmdundsdóttir sem vill svo til að er móðir Starkaðs, skrifaði þó skemmtilega kenningu við færsluna: „Þetta hefur verið námsfús þjófur, langað að snúa við blaðinu og gerast advokat á sviði viðskiptalífs.“ Það væri nú fyndið ef bókin væri ekki þýfi heldur hefði laganemi lagst í þjófnað. „Þetta hefur þá verið vendipunktur,“ segir Starkaður.
Lögreglumál Bílar Reykjavík Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Sjá meira