„Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ Hjörvar Ólafsson skrifar 24. apríl 2025 21:53 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ánægður með sína menn. Vísir / Anton Brink Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sagði leikmenn sína hafa náð að framkvæma sóknarleik sinn, sem hafi verið góður til þessa í baráttunni við Fram í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta, enn betur þegar Hafnarfjarðarliðið rótburstaði gestina úr Úlfarsárdal í þriðja leik liðanna í Kaplakrika í kvöld. Sigursteinn varaði FH-inga þó við að fylgja ekki fordæmi Íkarosar í framhaldinu. „Mér fannst við spila sóknarleikinn vel í síðasta leik og það var ekki vandamálið í þeim leik. Við náðum svo að fínpússa ákveðin atriði í þessum leik og það small allt saman. Við náðum til að mynda að opna hlutina betur fyrir Ása og hann og allir þeir leikmenn sem spiluðu að þessu sinni voru frábærir,“ sagið Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, kátur. „Við vorum vel innstilltir frá fyrstu mínútu og náðum að spila hörkuvörn. Það sýndi kannski hversu einbeittir við vorum að það hafði ekki teljandi áhrif á okkur þegar Óli Gúst fær rauða spjaldið. Það stigu bara aðrir upp í hans stað og bættu við þeim auka prósentum sem þurftu í varnarleikinn eftir að hans naut ekki lengur við,“ sagði Sigursteinn enn fremur. „Við hleyptum þeim aldrei inn í leikinn sem er jákvætt og við kláruðum þetta fagmannlega. Þetta er hins vegar bara einn sigur og við megum ekki fara fram úr okkur þrátt fyrir frábæra frammistöðu. Við þurfum tvo sigra í viðbót og við ætlum okkar að sækja þá,“ sagið hann aukinheldur. „Það er alveg ljóst að Frammarar munu ekki eiga annan svona dag á sunnudaginn kemur og við þurfum að mæta af fullum krafti í þann leik til að jafna einvígið. Við þurfum á jafn góðum stuðningi að halda og við fengum í kvöld og ég hvet alla FH-inga til þess að mæta í Dalinn á sunnudaginn,“ sagði Sigursteinn um framhaldið. Olís-deild karla FH Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
„Mér fannst við spila sóknarleikinn vel í síðasta leik og það var ekki vandamálið í þeim leik. Við náðum svo að fínpússa ákveðin atriði í þessum leik og það small allt saman. Við náðum til að mynda að opna hlutina betur fyrir Ása og hann og allir þeir leikmenn sem spiluðu að þessu sinni voru frábærir,“ sagið Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, kátur. „Við vorum vel innstilltir frá fyrstu mínútu og náðum að spila hörkuvörn. Það sýndi kannski hversu einbeittir við vorum að það hafði ekki teljandi áhrif á okkur þegar Óli Gúst fær rauða spjaldið. Það stigu bara aðrir upp í hans stað og bættu við þeim auka prósentum sem þurftu í varnarleikinn eftir að hans naut ekki lengur við,“ sagði Sigursteinn enn fremur. „Við hleyptum þeim aldrei inn í leikinn sem er jákvætt og við kláruðum þetta fagmannlega. Þetta er hins vegar bara einn sigur og við megum ekki fara fram úr okkur þrátt fyrir frábæra frammistöðu. Við þurfum tvo sigra í viðbót og við ætlum okkar að sækja þá,“ sagið hann aukinheldur. „Það er alveg ljóst að Frammarar munu ekki eiga annan svona dag á sunnudaginn kemur og við þurfum að mæta af fullum krafti í þann leik til að jafna einvígið. Við þurfum á jafn góðum stuðningi að halda og við fengum í kvöld og ég hvet alla FH-inga til þess að mæta í Dalinn á sunnudaginn,“ sagði Sigursteinn um framhaldið.
Olís-deild karla FH Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira