Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Árni Sæberg skrifar 28. apríl 2025 07:05 Sólon Guðmundsson var 28 ára þegar hann lést. Sævar Þór Jónsson er lögmaður fjölskyldu hans. Vísir Lögmaður aðstandenda Sólons heitins Guðmundssonar fer hörðum orðum um Icelandair, sem hann segir ekki hafa tekið með réttum hætti á einelti í garð Sólons á vinnustaðnum. Icelandair hafi stillt honum upp við vegg og hann sagt upp störfum í kjölfarið. Tveimur dögum síðar svipti Sólon sig lífi. Þá hafi hann verið látinn fljúga þrátt fyrir að vera vansvefta og með stuttan þráð vegna málsins. Nokkuð mikið hefur verið fjallað um mál Sólons en hann var 28 ára þegar hann lést 25. ágúst síðastliðinn. Hann hafði þá starfað sem flugmaður hjá Icelandair í um sex ár. Í apríl í fyrra lagði Sólon fram kvörtun til mannauðsdeildar Icelandair vegna eineltis, sem hann taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu tveggja samstarfskvenna. Talsmaður fjölskyldu Sólons sagði á sínum tíma að hið meinta einelti einkum hefði falist í einhliða frásögnum kvennanna af stuttu sambandi Sólons við aðra þeirra og ásakanir á hendur honum. Fjölskylda hans fór í kjölfarið fram á að lögregla rannsakaði andlát Sólons í von um fá svör um það hvað hann hafði verið sakaður um að hafa gert. Andleg heilsa gaf sig „Yfir margra mánaða tímabil mátti Sólon Guðmundsson heitinn þola gróft og kerfisbundið einelti af hálfu samstarfsfélaga á vinnustað sínum Icelandair, sem og á vinnutengdum viðburðum. Að endingu gaf andleg heilsa sig sem endaði með því að Sólon tók sitt eigið líf,“ svo hefst pistill sem Sævar Þór Jónsson, lögmaður aðstandenda Sólons ritar hér á Vísi. Sævar Þór rekur málið í stuttu máli þar til kemur að frásögn af því þegar Sólon leitaði til mannauðsdeildar Icelandair og kvartaði undan einelti á vinnustað, sem hefði með tímanum farið stigmagnandi og orðið grófara. „Sólon sat marga langa fundi með starfsmönnum mannauðsdeildar en niðurstaðan var lítil sem engin. Hann benti á að meðferð mannauðsdeildarinnar væri ófullnægjandi enda væri verið að senda þau skilaboð að eineltið ætti rétt á sér. Svörin voru á þá leið að það væri ekki og gæti ekki verið í verkahring fyrirtækisins að þagga niður í aðila sem hefði upplifað andlegt ofbeldi, jafnvel þótt upplifun viðkomandi væri röng.“ Ábyrgðin lögð á Sólon Lausn Icelandair hafi verið fólgin í að veita Sólon sálfræðiaðstoð til þess að takast á við afleiðingar eineltisins. Enn fremur hafi hann fengið boð um að fljúga ekki framvegis með þeim sem voru að leggja hann í meint einelti og verið hvattur til þess að standa þetta af sér. Þá hafi Sólon einnig verið hvattur til þess að sýna á sér góðar hliðar í vinnunni til þess að koma í veg fyrir eineltið. „Var þannig ábyrgðin á eineltinu og hinu slæma umtali alfarið lögð á Sólon sem gat enga björg sér veitt gegn frekara einelti á vinnustaðnum. Rétt þykir að árétta að um ræðir ástand sem hafði verið viðvarandi í sex mánuði og var til komið vegna eineltis sem Sólon mátti þola af hálfu vinnufélaga, ástands sem hann bar ekki og gat ekki verið látinn bera ábyrgð á.“ Engar upplýsingar að fá um alvarlegar ásakanir Síðla ágústmánaðar sama ár hafi Sólon verið boðaður á fund með yfirflugstjóra Icelandair, með nokkurra klukkutíma fyrirvara. Á fundinum hafi honum verið tilkynnt að komin væri fram mjög alvarleg kvörtun á hendur honum og að Icelandair væri ekki stætt á að hafa hann lengur í vinnu. Honum hafi verið settir þeir afarkostir að segja sjálfur upp eða að honum yrði sagt upp störfum. Á fundinum hafi Sólon óskað eftir upplýsingum um hvers eðlis þessi kvörtun væri og hverjum hún tengdist en engin svör fengið og engar upplýsingar um málið. Fundurinn hafi staðið í um tuttugu mínútur og verið mjög einhliða og Sóloni hafi ekki verið gefið tækifæri á að tjá sig með nokkrum hætti. Starfsmenn Icelandair hafi ítrekað við Sólon að myndi hann ekki segja sjálfur upp, myndi það hafa mjög slæma niðurstöðu í för með sér, hvað varðaði mannorð hans og möguleika á að starfa hjá öðru flugfélagi. Fulltrúi Sólons hafi setið með honum á fundinum og spurt hvort ekki væri hægt að veita honum áminningu eða leysa hann frá störfum tímabundið á meðan málið væri í rannsókn, þeirri spurningu hafi ekki verið svarað. „Daginn eftir sendir Sólon uppsögn sína á yfirflugstjóra Icelandair. Tveimur dögum síðar var hann látinn.“ Sævar Þór segir óhætt að fullyrða að Icelandair hafi ekki staðið sig í stykkinu við meðferð eineltiskvörtunar Sólons. Sólon hafi farið með málið í viðeigandi og rétt ferli innan fyrirtækisins. Hann hafi leitað til mannauðsdeildar Icelandair, sýnt mikinn samstarfsvilja og vilja til þess að leysa málið, setið langa fundi með mannauðsdeildinni, sagt satt og rétt frá og stutt frásögn sína með gögnum. „Lausn Icelandair fól ekki í sér að koma í veg fyrir frekara einelti eða umtal í garð Sólons, þrátt fyrir að gerendurnir hefðu gengist við baktalinu. Þess í stað var Sóloni bent á að leggja enn meira á sig til að sýna góða hegðun og standa málið af sér. Aðgerðarleysi fyrirtækisins gerði aðstæðurnar enn verri og fór eineltið versnandi með degi hverjum.“ Vansvefta og með stuttan þráð við stýrið „Það sem vekur alveg sérstaklega athygli er að ekki á neinum tímapunkti sá félagið sér fært að grípa inn í aðstæður og setja Sólon í tímabundið leyfi. Sér í lagi þegar augljóst þykir að Icelandair var meðvitað um hve mikilli vanlíðan eineltið olli Sóloni. Sólon sjálfur lýsti líðan sinni á fundum með mannauðsdeild Icelandair.“ Að auki hefði heilbrigðisstarfsmaður, sem hafi verið Sóloni innan handar í málinu, gert mannauðsdeildinni nánari grein fyrir líðan Sólons og hæfni hans til þess að sinna störfum. Þar hafi meðal annars komið fram að Sólon glímdi við svefnleysi og stuttan kveikiþráð gagnvart hlutum sem höfðu ekkert með málið að gera. Hann hefði þörf fyrir útrás og taugakerfi hefði verið í lamasessi. „Þrátt fyrir andleg veikindi hans voru þau aldrei tilkynnt innan félagsins og Sólon var ekki settur í tímabundið leyfi frá störfum á grundvelli andlegra veikinda. Þess í stað var Sólon látinn vinna sem fól í sér ábyrgð á lífi og heilsu hundraða einstaklinga sem um borð voru í vélunum sem hann flaug.“ Lögmönnum ber ekki saman um hvenær Sólon var kærður Þá segir Sævar Þór að í kjölfar andláts Sólons hafi fjölmiðlar hafið umfjöllun um málið og málið hafi mikið verið rætt á Facebook. Þar hafi eineltið haldið áfram, þar sem starfsmenn Icelandair hafi annað hvort líkað við stöðufærslu um að Sólon hafi verið ofbeldismaður, eða sett fram fullyrðingar þess efnis. „Umræddar færslur varpa ljósi á þá sorglegu og siðlausu staðreynd að eineltið sem Sólon mátti þola af hálfu samstarfsfólks síns hjá Icelandair, sem síðar leiddi til þess að hann svipti sig lífi, virðist ekki hafa hætt við andlát hans. Eftir fráfall Sólons var kæra send til lögreglu um meint ofbeldi hans í garð ónafngreindrar konu. Enn þann dag í dag hefur efni ásakana ekki verið gert kunnugt né heldur hver það er sem bar hann sökum.“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður sem gætir réttinda fimm kvenna sem hafa borið sakir á Sólon, sagði á sínum tíma aftur á móti að ákvörðun um að kæra Sólon fyrir nauðgun hefði verið tekin fyrir andlát hans. Blaðamaður hefur fengið það staðfest að ein kvennanna hið minnsta hafi verið búin að bóka tíma hjá lögreglu til þess að leggja fram formlega kæru fyrir andlátið. Fjölskyldan upplifi sig algjörlega ráðalausa Loks segir Sævar Þór að allt frá andláti Sólons hafi foreldrar hans reynt að afla upplýsinga um þær ásakanir sem bornar voru á hendur honum. Icelandair hafi neitað að afhenda gögn sem snúa að eineltiskvörtun Sólons og uppsögn hans, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir til þess. Einnig hafi þeir óskað eftir gögnum hjá lögreglu vegna kæru á hendur honum en hafi ekki haft erindi sem erfiði. Þeir hafi alls staðar komið að lokuðum dyrum og þeim hafi verið synjað um upplýsingar um málefni látins sonar þeirra með vísan til laga og reglna um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Foreldrar Sólons telji að löggjafinn verði að lagfæra lög og reglur, þannig að lögin tryggi að nánustu aðstandendur fái aðgang að persónuupplýsingum látins einstaklings. Jafnframt telji þeir að hafa þurfi skýrari reglur um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga látinna einstaklinga. „Það hefur reynst þeim afar þungbært að horfa upp á opinbera umfjöllun um son þeirra og ásakanir í hans garð, á sama tíma og þeim hefur verið meinaður aðgangur að öllum upplýsingum um hann og hans málefni. Brotalamir í kerfinu hafa verið til þess fallnar að þau upplifa sig algjörlega ráðalaus og án nokkurra úrræða til þess að halda uppi vörnum fyrir Sólon.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Nokkuð mikið hefur verið fjallað um mál Sólons en hann var 28 ára þegar hann lést 25. ágúst síðastliðinn. Hann hafði þá starfað sem flugmaður hjá Icelandair í um sex ár. Í apríl í fyrra lagði Sólon fram kvörtun til mannauðsdeildar Icelandair vegna eineltis, sem hann taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu tveggja samstarfskvenna. Talsmaður fjölskyldu Sólons sagði á sínum tíma að hið meinta einelti einkum hefði falist í einhliða frásögnum kvennanna af stuttu sambandi Sólons við aðra þeirra og ásakanir á hendur honum. Fjölskylda hans fór í kjölfarið fram á að lögregla rannsakaði andlát Sólons í von um fá svör um það hvað hann hafði verið sakaður um að hafa gert. Andleg heilsa gaf sig „Yfir margra mánaða tímabil mátti Sólon Guðmundsson heitinn þola gróft og kerfisbundið einelti af hálfu samstarfsfélaga á vinnustað sínum Icelandair, sem og á vinnutengdum viðburðum. Að endingu gaf andleg heilsa sig sem endaði með því að Sólon tók sitt eigið líf,“ svo hefst pistill sem Sævar Þór Jónsson, lögmaður aðstandenda Sólons ritar hér á Vísi. Sævar Þór rekur málið í stuttu máli þar til kemur að frásögn af því þegar Sólon leitaði til mannauðsdeildar Icelandair og kvartaði undan einelti á vinnustað, sem hefði með tímanum farið stigmagnandi og orðið grófara. „Sólon sat marga langa fundi með starfsmönnum mannauðsdeildar en niðurstaðan var lítil sem engin. Hann benti á að meðferð mannauðsdeildarinnar væri ófullnægjandi enda væri verið að senda þau skilaboð að eineltið ætti rétt á sér. Svörin voru á þá leið að það væri ekki og gæti ekki verið í verkahring fyrirtækisins að þagga niður í aðila sem hefði upplifað andlegt ofbeldi, jafnvel þótt upplifun viðkomandi væri röng.“ Ábyrgðin lögð á Sólon Lausn Icelandair hafi verið fólgin í að veita Sólon sálfræðiaðstoð til þess að takast á við afleiðingar eineltisins. Enn fremur hafi hann fengið boð um að fljúga ekki framvegis með þeim sem voru að leggja hann í meint einelti og verið hvattur til þess að standa þetta af sér. Þá hafi Sólon einnig verið hvattur til þess að sýna á sér góðar hliðar í vinnunni til þess að koma í veg fyrir eineltið. „Var þannig ábyrgðin á eineltinu og hinu slæma umtali alfarið lögð á Sólon sem gat enga björg sér veitt gegn frekara einelti á vinnustaðnum. Rétt þykir að árétta að um ræðir ástand sem hafði verið viðvarandi í sex mánuði og var til komið vegna eineltis sem Sólon mátti þola af hálfu vinnufélaga, ástands sem hann bar ekki og gat ekki verið látinn bera ábyrgð á.“ Engar upplýsingar að fá um alvarlegar ásakanir Síðla ágústmánaðar sama ár hafi Sólon verið boðaður á fund með yfirflugstjóra Icelandair, með nokkurra klukkutíma fyrirvara. Á fundinum hafi honum verið tilkynnt að komin væri fram mjög alvarleg kvörtun á hendur honum og að Icelandair væri ekki stætt á að hafa hann lengur í vinnu. Honum hafi verið settir þeir afarkostir að segja sjálfur upp eða að honum yrði sagt upp störfum. Á fundinum hafi Sólon óskað eftir upplýsingum um hvers eðlis þessi kvörtun væri og hverjum hún tengdist en engin svör fengið og engar upplýsingar um málið. Fundurinn hafi staðið í um tuttugu mínútur og verið mjög einhliða og Sóloni hafi ekki verið gefið tækifæri á að tjá sig með nokkrum hætti. Starfsmenn Icelandair hafi ítrekað við Sólon að myndi hann ekki segja sjálfur upp, myndi það hafa mjög slæma niðurstöðu í för með sér, hvað varðaði mannorð hans og möguleika á að starfa hjá öðru flugfélagi. Fulltrúi Sólons hafi setið með honum á fundinum og spurt hvort ekki væri hægt að veita honum áminningu eða leysa hann frá störfum tímabundið á meðan málið væri í rannsókn, þeirri spurningu hafi ekki verið svarað. „Daginn eftir sendir Sólon uppsögn sína á yfirflugstjóra Icelandair. Tveimur dögum síðar var hann látinn.“ Sævar Þór segir óhætt að fullyrða að Icelandair hafi ekki staðið sig í stykkinu við meðferð eineltiskvörtunar Sólons. Sólon hafi farið með málið í viðeigandi og rétt ferli innan fyrirtækisins. Hann hafi leitað til mannauðsdeildar Icelandair, sýnt mikinn samstarfsvilja og vilja til þess að leysa málið, setið langa fundi með mannauðsdeildinni, sagt satt og rétt frá og stutt frásögn sína með gögnum. „Lausn Icelandair fól ekki í sér að koma í veg fyrir frekara einelti eða umtal í garð Sólons, þrátt fyrir að gerendurnir hefðu gengist við baktalinu. Þess í stað var Sóloni bent á að leggja enn meira á sig til að sýna góða hegðun og standa málið af sér. Aðgerðarleysi fyrirtækisins gerði aðstæðurnar enn verri og fór eineltið versnandi með degi hverjum.“ Vansvefta og með stuttan þráð við stýrið „Það sem vekur alveg sérstaklega athygli er að ekki á neinum tímapunkti sá félagið sér fært að grípa inn í aðstæður og setja Sólon í tímabundið leyfi. Sér í lagi þegar augljóst þykir að Icelandair var meðvitað um hve mikilli vanlíðan eineltið olli Sóloni. Sólon sjálfur lýsti líðan sinni á fundum með mannauðsdeild Icelandair.“ Að auki hefði heilbrigðisstarfsmaður, sem hafi verið Sóloni innan handar í málinu, gert mannauðsdeildinni nánari grein fyrir líðan Sólons og hæfni hans til þess að sinna störfum. Þar hafi meðal annars komið fram að Sólon glímdi við svefnleysi og stuttan kveikiþráð gagnvart hlutum sem höfðu ekkert með málið að gera. Hann hefði þörf fyrir útrás og taugakerfi hefði verið í lamasessi. „Þrátt fyrir andleg veikindi hans voru þau aldrei tilkynnt innan félagsins og Sólon var ekki settur í tímabundið leyfi frá störfum á grundvelli andlegra veikinda. Þess í stað var Sólon látinn vinna sem fól í sér ábyrgð á lífi og heilsu hundraða einstaklinga sem um borð voru í vélunum sem hann flaug.“ Lögmönnum ber ekki saman um hvenær Sólon var kærður Þá segir Sævar Þór að í kjölfar andláts Sólons hafi fjölmiðlar hafið umfjöllun um málið og málið hafi mikið verið rætt á Facebook. Þar hafi eineltið haldið áfram, þar sem starfsmenn Icelandair hafi annað hvort líkað við stöðufærslu um að Sólon hafi verið ofbeldismaður, eða sett fram fullyrðingar þess efnis. „Umræddar færslur varpa ljósi á þá sorglegu og siðlausu staðreynd að eineltið sem Sólon mátti þola af hálfu samstarfsfólks síns hjá Icelandair, sem síðar leiddi til þess að hann svipti sig lífi, virðist ekki hafa hætt við andlát hans. Eftir fráfall Sólons var kæra send til lögreglu um meint ofbeldi hans í garð ónafngreindrar konu. Enn þann dag í dag hefur efni ásakana ekki verið gert kunnugt né heldur hver það er sem bar hann sökum.“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður sem gætir réttinda fimm kvenna sem hafa borið sakir á Sólon, sagði á sínum tíma aftur á móti að ákvörðun um að kæra Sólon fyrir nauðgun hefði verið tekin fyrir andlát hans. Blaðamaður hefur fengið það staðfest að ein kvennanna hið minnsta hafi verið búin að bóka tíma hjá lögreglu til þess að leggja fram formlega kæru fyrir andlátið. Fjölskyldan upplifi sig algjörlega ráðalausa Loks segir Sævar Þór að allt frá andláti Sólons hafi foreldrar hans reynt að afla upplýsinga um þær ásakanir sem bornar voru á hendur honum. Icelandair hafi neitað að afhenda gögn sem snúa að eineltiskvörtun Sólons og uppsögn hans, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir til þess. Einnig hafi þeir óskað eftir gögnum hjá lögreglu vegna kæru á hendur honum en hafi ekki haft erindi sem erfiði. Þeir hafi alls staðar komið að lokuðum dyrum og þeim hafi verið synjað um upplýsingar um málefni látins sonar þeirra með vísan til laga og reglna um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Foreldrar Sólons telji að löggjafinn verði að lagfæra lög og reglur, þannig að lögin tryggi að nánustu aðstandendur fái aðgang að persónuupplýsingum látins einstaklings. Jafnframt telji þeir að hafa þurfi skýrari reglur um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga látinna einstaklinga. „Það hefur reynst þeim afar þungbært að horfa upp á opinbera umfjöllun um son þeirra og ásakanir í hans garð, á sama tíma og þeim hefur verið meinaður aðgangur að öllum upplýsingum um hann og hans málefni. Brotalamir í kerfinu hafa verið til þess fallnar að þau upplifa sig algjörlega ráðalaus og án nokkurra úrræða til þess að halda uppi vörnum fyrir Sólon.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira