Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. apríl 2025 12:03 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Atvinnuvegaráðherra segir að ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu með því að auka strandveiðiheimildir líkt og Samtök fyrirtækja í sjávaútvegi hafa lýst áhyggjum af. Hún segir aukinn áhuga á veiðunum ánægjuefni, unnið sé að úrlausnum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi í kvöldfréttum Stöðvar 2 loforð ríkisstjórnarinnar um að lengja strandveiðitímabilið í 48 daga, í kjölfar fregna af því að níu hundruð eigendur strandveiðibáta hafi sótt um veiðileyfi fyrir sumarið. Samkvæmt gildandi lögum getur ríkið einungis veitt heimildir fyrir veiðar á tíu þúsund tonnum af þorski en útreikningar benda til þess að tonnin þyrftu nú að vera þrefalt fleiri, eða 29 þúsund svo hægt sé að lengja tímabilið. Sagði Heiðrún grafalvarlegt að ríkið gæti með úthlutun slíkra aflaheimilda bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart öðrum sem hefðu átt að fá úthlutun. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að útfærsluatriði vegna veiðanna séu til skoðunar. Áhuginn ánægjuefni „Það er í fyrsta lagi gaman að sjá hvað það er mikill áhugi og mér sýnist á þessum tölum sem ég er rétt að byrja að skoða að það sé töluverð nýliðun. Þetta er auðvitað bara að gerjast, við eigum fund með Fiskistofu eftir helgi og öðrum aðilum og erum raunverulega bara að taka stöðuna á þeim úrræðum sem við höfum verið að vinna að, þannig að málin eiga bara að skýrast á næstu dögum og verða það að mestu leyti áður en strandveiðin hefst.“ Hanna Katrín segir það alltaf hafa legið fyrir að sumarið yrði svona, enda um fyrsta sumarið að ræða þar sem strandveiðitímabilið sé framlengt. „Þetta er fyrsta sumarið þar sem við erum að fara í þessa vegferð að tryggja 48 dagana sem lagt var upp með á sínum tíma, þannig við munum sjá bara hvaða leiðir við höfum færar til þess að tryggja það og vonandi festa þetta í sessi til frambúðar.“ Skoðað hvaða leiðir verði færar Ráðherra segist ekki hafa af því áhyggjur að ríkið muni baka sér skaðabótaskyldu vegna málsins. „Það vill nú þannig til að Alþingi hefur löggjafarvaldið og við munum bara skoða hvaða leiðir eru færar, það er eiginlega lítið annað að segja akkúrat á þessum tímapunkti en við munum klárlega ekki fara út í aðgerðir sem eru í andstöðu við lög.“ Athugasemd ritstjónar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn sem er eigandi Vísis. Sjávarútvegur Viðreisn Strandveiðar Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi í kvöldfréttum Stöðvar 2 loforð ríkisstjórnarinnar um að lengja strandveiðitímabilið í 48 daga, í kjölfar fregna af því að níu hundruð eigendur strandveiðibáta hafi sótt um veiðileyfi fyrir sumarið. Samkvæmt gildandi lögum getur ríkið einungis veitt heimildir fyrir veiðar á tíu þúsund tonnum af þorski en útreikningar benda til þess að tonnin þyrftu nú að vera þrefalt fleiri, eða 29 þúsund svo hægt sé að lengja tímabilið. Sagði Heiðrún grafalvarlegt að ríkið gæti með úthlutun slíkra aflaheimilda bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart öðrum sem hefðu átt að fá úthlutun. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að útfærsluatriði vegna veiðanna séu til skoðunar. Áhuginn ánægjuefni „Það er í fyrsta lagi gaman að sjá hvað það er mikill áhugi og mér sýnist á þessum tölum sem ég er rétt að byrja að skoða að það sé töluverð nýliðun. Þetta er auðvitað bara að gerjast, við eigum fund með Fiskistofu eftir helgi og öðrum aðilum og erum raunverulega bara að taka stöðuna á þeim úrræðum sem við höfum verið að vinna að, þannig að málin eiga bara að skýrast á næstu dögum og verða það að mestu leyti áður en strandveiðin hefst.“ Hanna Katrín segir það alltaf hafa legið fyrir að sumarið yrði svona, enda um fyrsta sumarið að ræða þar sem strandveiðitímabilið sé framlengt. „Þetta er fyrsta sumarið þar sem við erum að fara í þessa vegferð að tryggja 48 dagana sem lagt var upp með á sínum tíma, þannig við munum sjá bara hvaða leiðir við höfum færar til þess að tryggja það og vonandi festa þetta í sessi til frambúðar.“ Skoðað hvaða leiðir verði færar Ráðherra segist ekki hafa af því áhyggjur að ríkið muni baka sér skaðabótaskyldu vegna málsins. „Það vill nú þannig til að Alþingi hefur löggjafarvaldið og við munum bara skoða hvaða leiðir eru færar, það er eiginlega lítið annað að segja akkúrat á þessum tímapunkti en við munum klárlega ekki fara út í aðgerðir sem eru í andstöðu við lög.“ Athugasemd ritstjónar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn sem er eigandi Vísis.
Sjávarútvegur Viðreisn Strandveiðar Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira