Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Kristján Már Unnarsson skrifar 27. apríl 2025 07:00 Tryggvi Helgason, stofnandi Norðurflugs, við aðra af Beechcraft-vélum félagsins. Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Með stofnun Norðurflugs á Akureyri varð Tryggvi Helgason brautryðjandi í rekstri landshlutaflugfélaga á Íslandi. Flugfélagið Norlandair og áður Flugfélag Norðurlands eru bæði sprottin af Norðurflugi. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 um Akureyrarflugvöll segja fyrrum flugmenn Norðurflugs frá Tryggva og flugrekstri hans. Fyrir sunnan sáu sumir þetta brambolt Norðlendinga þó vart sem alvöru flugrekstur. Einn flugmanna hans minnist þess að hafa verið synjað um aðild að lífeyrissjóði atvinnuflugmanna með þeim orðum að hann ynni ekki hjá alvöruflugfélagi. Hér má sjá sjö mínútna kafla úr þættinum: Þegar Akureyrarflugvöllur var opnaður árið 1954 var flugbrautin 1.000 metra löng. Hún var fljótlega lengd upp í 1.500 metra og síðan malbikuð fyrir komu fyrstu þotunnar, Gullfaxa, árið 1967. Brautin var síðan lengd enn frekar í áföngum. Gullfaxi lentur í fyrsta sinn á Akureyrarflugvelli sumarið 1967.Jónas Einarsson/Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Samhliða fór hlutverk vallarins sem varaflugvallar vaxandi. Í þættinum er rifjaður upp óveðursdagur árið 1993 þegar Keflavík lokaðist og farþegaþotur sneru hver af annarri til Akureyrar. Við ratsjána í flugturninum leiðbeindi Húnn Snædal flugumferðarstjóri flugvélunum inn til lendingar. Húnn Snædal flugumferðarstjóri við ratsjána í flugturninum á Akureyri árið 1993.Stöð 2/skjáskot Og þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 þjónaði Akureyri um tíma sem aðalmillilandaflugvöllur Íslands. Flugvöllurinn á Melgerðismelum í Eyjafirði var forveri Akureyrarflugvallar. Utan Suðvesturlands var hann þýðingarmesti flugvöllur landins þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar. Hér má sjá níu mínútna kafla um upphafsár flugsins á Akureyri: Þátturinn um Akureyrarflugvöll og þátt Eyfirðinga í íslensku flugsögunni er sá tólfti í röðinni um Flugþjóðina, sem hóf göngu sína á Stöð 2 síðastliðið haust. Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 síðdegis í dag, sunnudag, klukkan 17:40. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð alla þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er fyrsta kynningarstikla Flugþjóðarinnar: Flugþjóðin Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Söfn Samgöngur Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. 24. apríl 2025 23:46 Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 um Akureyrarflugvöll segja fyrrum flugmenn Norðurflugs frá Tryggva og flugrekstri hans. Fyrir sunnan sáu sumir þetta brambolt Norðlendinga þó vart sem alvöru flugrekstur. Einn flugmanna hans minnist þess að hafa verið synjað um aðild að lífeyrissjóði atvinnuflugmanna með þeim orðum að hann ynni ekki hjá alvöruflugfélagi. Hér má sjá sjö mínútna kafla úr þættinum: Þegar Akureyrarflugvöllur var opnaður árið 1954 var flugbrautin 1.000 metra löng. Hún var fljótlega lengd upp í 1.500 metra og síðan malbikuð fyrir komu fyrstu þotunnar, Gullfaxa, árið 1967. Brautin var síðan lengd enn frekar í áföngum. Gullfaxi lentur í fyrsta sinn á Akureyrarflugvelli sumarið 1967.Jónas Einarsson/Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Samhliða fór hlutverk vallarins sem varaflugvallar vaxandi. Í þættinum er rifjaður upp óveðursdagur árið 1993 þegar Keflavík lokaðist og farþegaþotur sneru hver af annarri til Akureyrar. Við ratsjána í flugturninum leiðbeindi Húnn Snædal flugumferðarstjóri flugvélunum inn til lendingar. Húnn Snædal flugumferðarstjóri við ratsjána í flugturninum á Akureyri árið 1993.Stöð 2/skjáskot Og þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 þjónaði Akureyri um tíma sem aðalmillilandaflugvöllur Íslands. Flugvöllurinn á Melgerðismelum í Eyjafirði var forveri Akureyrarflugvallar. Utan Suðvesturlands var hann þýðingarmesti flugvöllur landins þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar. Hér má sjá níu mínútna kafla um upphafsár flugsins á Akureyri: Þátturinn um Akureyrarflugvöll og þátt Eyfirðinga í íslensku flugsögunni er sá tólfti í röðinni um Flugþjóðina, sem hóf göngu sína á Stöð 2 síðastliðið haust. Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 síðdegis í dag, sunnudag, klukkan 17:40. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð alla þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er fyrsta kynningarstikla Flugþjóðarinnar:
Flugþjóðin Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Söfn Samgöngur Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. 24. apríl 2025 23:46 Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. 24. apríl 2025 23:46
Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11
Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00