Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2025 10:40 Harry Kane er aðeins einum sigri frá því að verða þýskur meistari með Bayern München sem yrði hans fyrsti titill á löngum ferli. Getty/F. Noever Harry Kane mun missa af næsta leik Bayern München í þýsku deildinni eftir að hafa fengið gult spjald í sigrinum á Mainz í gær. Bayern vantar hins vegar bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér titilinn sem yrði þá sá fyrsti á ferli Kane. Nú er ljóst að hann verður í leikbanni á móti RB Leipzig um næstu helgi, í leiknum sem er líklegt er að langþráði titilinn komi loksins í hús. „Þetta var ekki það besta í stöðunni en við unnum leikinn. Það er ekki heldur eins og þetta sé úrslitaleikur um næstu helgi,“ sagði Vincent Kompany, þjálfari Bayern um spjaldið og leikbannið hjá Kane. „Við spilum 34 leiki á tímabilinu og meiddir leikmenn eins og þeir Jamal [Musiala], Alphonso [Davies], Dayot Upamecano og [Hiroki] Ito munu líka fagna titlinum með okkur,“ sagði Kompany sem vann marga titla sem leikmaður Manchester City. „Þú átt líka að fagna öllum titlum eins og hann sé sá fyrsti á ferlinum. Ég held því að þetta skipti ekki mikli máli fyrir Harry,“ sagði Kompany. Kane skoraði ekki á móti Mainz en er kominn með 24 deildarmörk á tímabilinu og er á góðri leið með að verða markakóngur á tveimur fyrstu tímabilum sínum í Þýskalandi. „Þetta var fáránleg ákvörðun,“ sagði Harry Kane um gula spjaldið sitt. „Svona er bara sagan mína og ég missi af Leipzig leiknum. Hafið samt engar áhyggjur, ég mun fagna meira en allir í liðinu,“ sagði Kane eftir leikinn og það verða örugglega mörg augu á honum á laugardaginn, bæði á meðan leik stendur sem og eftir hann ef titilinn kemur í hús. View this post on Instagram A post shared by Bundesliga (@bundesliga) Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Bayern vantar hins vegar bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér titilinn sem yrði þá sá fyrsti á ferli Kane. Nú er ljóst að hann verður í leikbanni á móti RB Leipzig um næstu helgi, í leiknum sem er líklegt er að langþráði titilinn komi loksins í hús. „Þetta var ekki það besta í stöðunni en við unnum leikinn. Það er ekki heldur eins og þetta sé úrslitaleikur um næstu helgi,“ sagði Vincent Kompany, þjálfari Bayern um spjaldið og leikbannið hjá Kane. „Við spilum 34 leiki á tímabilinu og meiddir leikmenn eins og þeir Jamal [Musiala], Alphonso [Davies], Dayot Upamecano og [Hiroki] Ito munu líka fagna titlinum með okkur,“ sagði Kompany sem vann marga titla sem leikmaður Manchester City. „Þú átt líka að fagna öllum titlum eins og hann sé sá fyrsti á ferlinum. Ég held því að þetta skipti ekki mikli máli fyrir Harry,“ sagði Kompany. Kane skoraði ekki á móti Mainz en er kominn með 24 deildarmörk á tímabilinu og er á góðri leið með að verða markakóngur á tveimur fyrstu tímabilum sínum í Þýskalandi. „Þetta var fáránleg ákvörðun,“ sagði Harry Kane um gula spjaldið sitt. „Svona er bara sagan mína og ég missi af Leipzig leiknum. Hafið samt engar áhyggjur, ég mun fagna meira en allir í liðinu,“ sagði Kane eftir leikinn og það verða örugglega mörg augu á honum á laugardaginn, bæði á meðan leik stendur sem og eftir hann ef titilinn kemur í hús. View this post on Instagram A post shared by Bundesliga (@bundesliga)
Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira