Fótbolti

Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson tekur sjálfu af sér með verðlaunabikar eftir að hann var valinn maður leiksins í Meistaradeildarleik Lille á móti Borussia Dortmund í sextán liða úrslitum keppninnar.
Hákon Arnar Haraldsson tekur sjálfu af sér með verðlaunabikar eftir að hann var valinn maður leiksins í Meistaradeildarleik Lille á móti Borussia Dortmund í sextán liða úrslitum keppninnar. Getty/Julian Finney

Franska Íslendingafélagið Lille er langefst á listanum yfir þau evrópsku fótboltafélög sem hafa hagnast mest á leikmannamarkaðnum undanfarin tíu ár.

Félagaskiptavefurinn Transfermarkt tók saman þennan topplista út frá því hvað hvert félög hafa borgað mikinn pening fyrir leikmenn í samanburði við tekjur þeirra af sölu leikmanna.

Undanfarin tíu ár þá er Lille 436 milljónir evra í plús. Það gera 63,6 milljarða í tekjur af leikmannasölum og kaupum á einum áratugi.

Liðið hefur grætt 106 milljónum evra meira en næsta lið á listanum sem er Club Brugge frá Belgíu. Í þriðja til fjórða sæti eru síðan Eintracht Frankfurt frá Þýskalandi og Sporting Lissabon frá Portúgal.

Lille komst alla leið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en datt út fyrir þýska liðinu Broussia Dortmund. Á síðasta tímabili endaði Lille í fjórða sæti í frönsku deildinni en félagið hefur orðið einu sinni franskur meistari á þessum tíma og það var vorið 2021.

Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson spillar með Lille en félagið keypti hann frá danska félaginu FC Kaupmannahöfn fyrir fimmtán milljónir evra í júlí 2023.

Það er almennt búist við því að hann gæti farið í sterkara félag í framtíðinni og þá fyrir meiri pening en umræddar fimmtán milljónir evra. Um leið myndi Hákon þar með bæta við gróða félagsins á leikmannamarkaðnum.

Hákon er hins vegar með samning til ársins 2028 og fleiri leikmenn liðsins gætu verið seldir í sumar. Það er því alveg eins líklegt að félagið bíði aðeins með það að græða pening á íslenska landsliðsmanninum.

Topp tíu listann má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×