Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 27. apríl 2025 18:02 Endurtekið berast hryggilegar fréttir af fólki sem sætir fordómum og jafnvel illri meðferð fyrir það eitt að tilheyra vissum kynþætti, trúarlegum hópi, eða hafa aðra kynhneigð eða kynvitund en vænst er. Hvernig má vera að þetta sé staðan, enn þann dag í dag? Erum við ekki orðin upplýstari en svo, eða snúast fordómar um annað og meira en vanþekkingu, með öðrum orðum FOR-dóma? Hvað eru fordómar? Fordómar hafa verið skilgreindir sem neikvæðar tilfinningar í garð manneskju á grundvelli hóps sem hún tilheyrir. Nánari skilgreining skiptir fordómum upp í tilfinningar, skoðanir og hegðun. Undir hegðun falla atriði eins og mismunun, auðsýnd vanþóknun og ofbeldi, en skoðanir vísa til þeirra ályktana sem dregnar eru um vissa hópa. Enginn er með öllu fordómalaus enda ekki hjá því komist að mynda sér hugmyndir um menn og málefni. Mannshugurinn flokkar saman áreiti til að draga úr magni upplýsinga sem vinna þarf úr; kaffibollar, ljón, Íslendingar, sjálfstæðismenn. Það væri agalegt að þurfa að spá í hvern einasta kaffibolla og hvað greini hann frá öðrum, svo dæmi sé nefnt. Til að komast af hefur mannskepnan frá alda öðli líka myndað sér leiðsagnarreglur, eins og þá að ljón séu hættuleg (þótt mér skiljist að það séu aðallega gömul og veik ljón sem leggist í mannaveiðar). Slíkar leiðsagnarreglur stuðla að því við vörumst mögulegar hættur eins og ljón, þótt við værum líklega að gera einhverjum ljónum rangt til, sem aldrei hefðu ráðist á okkur. Jafnframt flokkum við heiminn í „minn hópur“ og „aðrir hópar“. Við teljum eigin hóp (og menningu) öðrum æðri, ofmetum líkindi okkar við hópinn okkar og ýkjum ólíkindin við aðra hópa. Þetta gerum við jafnvel þótt okkur sé tilviljunarkennt skipt upp í hópa. Eins erum við fljótari að bregðast við ef jákvætt orð svo sem „sólskin“ er tengt okkar hópi, en viðbragðstíminn er lengri ef það er tengt við annan hóp. Við eignum fólki í eigin hópi jákvæðari eiginleika, og dæmum sjaldnast eigin hóp ef einhver brýtur þar af sér. Það er hins vegar ótrautt gert ef einhver brýtur af sér í hópi sem okkur er í nöp við, þá þykir okkur það dæmigert og sanna hve hópurinn sé ómögulegur. Það hefur til dæmis verið vatn á myllu þeirra sem er í nöp við araba að tveir þeirra skulu nýverið hafa framið alvarleg brot. Líklegt þykir að hópurinn í heild sinni verði látinn gjalda þess með einum eða öðrum hætti. Að sama skapi teljum við meðlimi annarra hópa hafa einsleitari eiginleika til að bera („allir eins“) og erum minna viljug til að hjálpa þeim. Þessi viðleitni kemur hvað skýrast í ummælum sem reglulega heyrast þegar til tals kemur að hjálpa stríðshrjáðu fólki úti í heimi, að „nær sé að hjálpa Íslendingum fyrst“. Það yrði líkast til uppi fótur og fit ef farið yrði að limlesta og myrða börn í Vesturbænum en minna máli skiptir ef það gerist Vestubakkanum eða Gaza. Hvernig má draga úr fordómum? Eitt sinn varð gerð könnun sem snéri að fordómum Íslendingar í garð annarra kynþátta. Fæstir álitu sig fordómafulla en hik kom á suma þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir vildu eiga vini eða maka af öðrum kynþætti eða að afkomendur þeirra gerðu það. Athygli vakti að þeir sem höfðu farið sem skiptinemar til annarra heimshorna voru mun opnari fyrir þessu. Þetta segir okkur að hvað mikilvægast er að kynnast fólki með öðruvísi bakgrunn. Með öðrum orðum brjóta upp hópaskiptingu og láta nýja hópa vinna að sameiginlegu markmiði. Þá komum við hins vegar að stærstu hindruninni þegar kemur að blöndun hópa af mismunandi þjóðerni að menn tala ekki alltaf sama tungumálið. Þar megum við Íslendingar gera betur og bjóða öllum innflytjendum sem á þurfa að halda upp á tveggja ára metnaðarfullt nám í íslensku. Ekki aðeins staka kúrsa upp á örfáa tíma á viku, eins og raunin er nú. Flestir vilja læra málið og fá notið sín í nýju samfélagi. Alltof margir festast hérlendis í þeirri gildru að hafa ekki aðgang að góðu íslenskunámi, ná þar af leiðandi ekki tökum á íslenskunni og fá þá síður fótfestu á vinnumarkaði eða námi, þar sem þeir hefðu einmitt komist í íslenskt málumhverfi. Á vinnumarkaði eiga menn möguleika á að nýta hæfileika sína, sér í lagi ef menntunin er metin að verðleikum (þar megum við gera betur), og fá jafnframt tækifæri til á mynda tengsl við aðra. Án atvinnu festast menn í fátækragildru og einangrast með meðlimum eigin hóps. Eins skal þess getið að samkeppni um takmarkaðar auðlindir, til dæmis atvinnu og húsnæði, eykur á fordóma og því skiptir máli að skapa samfélag þar sem hugað er að velferð allra þegna samfélagsins. Leggjum okkar að mörkum til að skapa inngildandi samfélag þar sem allir fá tækifæri til að taka virkan þátt - og fögnum fjölbreytileikanum. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Endurtekið berast hryggilegar fréttir af fólki sem sætir fordómum og jafnvel illri meðferð fyrir það eitt að tilheyra vissum kynþætti, trúarlegum hópi, eða hafa aðra kynhneigð eða kynvitund en vænst er. Hvernig má vera að þetta sé staðan, enn þann dag í dag? Erum við ekki orðin upplýstari en svo, eða snúast fordómar um annað og meira en vanþekkingu, með öðrum orðum FOR-dóma? Hvað eru fordómar? Fordómar hafa verið skilgreindir sem neikvæðar tilfinningar í garð manneskju á grundvelli hóps sem hún tilheyrir. Nánari skilgreining skiptir fordómum upp í tilfinningar, skoðanir og hegðun. Undir hegðun falla atriði eins og mismunun, auðsýnd vanþóknun og ofbeldi, en skoðanir vísa til þeirra ályktana sem dregnar eru um vissa hópa. Enginn er með öllu fordómalaus enda ekki hjá því komist að mynda sér hugmyndir um menn og málefni. Mannshugurinn flokkar saman áreiti til að draga úr magni upplýsinga sem vinna þarf úr; kaffibollar, ljón, Íslendingar, sjálfstæðismenn. Það væri agalegt að þurfa að spá í hvern einasta kaffibolla og hvað greini hann frá öðrum, svo dæmi sé nefnt. Til að komast af hefur mannskepnan frá alda öðli líka myndað sér leiðsagnarreglur, eins og þá að ljón séu hættuleg (þótt mér skiljist að það séu aðallega gömul og veik ljón sem leggist í mannaveiðar). Slíkar leiðsagnarreglur stuðla að því við vörumst mögulegar hættur eins og ljón, þótt við værum líklega að gera einhverjum ljónum rangt til, sem aldrei hefðu ráðist á okkur. Jafnframt flokkum við heiminn í „minn hópur“ og „aðrir hópar“. Við teljum eigin hóp (og menningu) öðrum æðri, ofmetum líkindi okkar við hópinn okkar og ýkjum ólíkindin við aðra hópa. Þetta gerum við jafnvel þótt okkur sé tilviljunarkennt skipt upp í hópa. Eins erum við fljótari að bregðast við ef jákvætt orð svo sem „sólskin“ er tengt okkar hópi, en viðbragðstíminn er lengri ef það er tengt við annan hóp. Við eignum fólki í eigin hópi jákvæðari eiginleika, og dæmum sjaldnast eigin hóp ef einhver brýtur þar af sér. Það er hins vegar ótrautt gert ef einhver brýtur af sér í hópi sem okkur er í nöp við, þá þykir okkur það dæmigert og sanna hve hópurinn sé ómögulegur. Það hefur til dæmis verið vatn á myllu þeirra sem er í nöp við araba að tveir þeirra skulu nýverið hafa framið alvarleg brot. Líklegt þykir að hópurinn í heild sinni verði látinn gjalda þess með einum eða öðrum hætti. Að sama skapi teljum við meðlimi annarra hópa hafa einsleitari eiginleika til að bera („allir eins“) og erum minna viljug til að hjálpa þeim. Þessi viðleitni kemur hvað skýrast í ummælum sem reglulega heyrast þegar til tals kemur að hjálpa stríðshrjáðu fólki úti í heimi, að „nær sé að hjálpa Íslendingum fyrst“. Það yrði líkast til uppi fótur og fit ef farið yrði að limlesta og myrða börn í Vesturbænum en minna máli skiptir ef það gerist Vestubakkanum eða Gaza. Hvernig má draga úr fordómum? Eitt sinn varð gerð könnun sem snéri að fordómum Íslendingar í garð annarra kynþátta. Fæstir álitu sig fordómafulla en hik kom á suma þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir vildu eiga vini eða maka af öðrum kynþætti eða að afkomendur þeirra gerðu það. Athygli vakti að þeir sem höfðu farið sem skiptinemar til annarra heimshorna voru mun opnari fyrir þessu. Þetta segir okkur að hvað mikilvægast er að kynnast fólki með öðruvísi bakgrunn. Með öðrum orðum brjóta upp hópaskiptingu og láta nýja hópa vinna að sameiginlegu markmiði. Þá komum við hins vegar að stærstu hindruninni þegar kemur að blöndun hópa af mismunandi þjóðerni að menn tala ekki alltaf sama tungumálið. Þar megum við Íslendingar gera betur og bjóða öllum innflytjendum sem á þurfa að halda upp á tveggja ára metnaðarfullt nám í íslensku. Ekki aðeins staka kúrsa upp á örfáa tíma á viku, eins og raunin er nú. Flestir vilja læra málið og fá notið sín í nýju samfélagi. Alltof margir festast hérlendis í þeirri gildru að hafa ekki aðgang að góðu íslenskunámi, ná þar af leiðandi ekki tökum á íslenskunni og fá þá síður fótfestu á vinnumarkaði eða námi, þar sem þeir hefðu einmitt komist í íslenskt málumhverfi. Á vinnumarkaði eiga menn möguleika á að nýta hæfileika sína, sér í lagi ef menntunin er metin að verðleikum (þar megum við gera betur), og fá jafnframt tækifæri til á mynda tengsl við aðra. Án atvinnu festast menn í fátækragildru og einangrast með meðlimum eigin hóps. Eins skal þess getið að samkeppni um takmarkaðar auðlindir, til dæmis atvinnu og húsnæði, eykur á fordóma og því skiptir máli að skapa samfélag þar sem hugað er að velferð allra þegna samfélagsins. Leggjum okkar að mörkum til að skapa inngildandi samfélag þar sem allir fá tækifæri til að taka virkan þátt - og fögnum fjölbreytileikanum. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar