Rúmur helmingur óhress með Trump Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. apríl 2025 20:41 Annað kjörtímabil Donalds Trump í embætti Bandaríkjaforseta er rétt að byrja. AP/Alex Brandon. Rúmur helmingur Bandaríkjamanna er óánægður með frammistöðu Donalds Trump fyrstu mánuði hans í embætti forseta samkvæmt nýrri könnun. Frammistaðan er þó í takt við væntingar meirihluta þjóðarinnar. Senn hefur Trump setið í embætti forseta Bandaríkjanna í hundrað daga á sínu öðru kjörtímabili sem forseti. Í tilenfi af tímamótunum er afstaða þjóðarinnar til forsetans gjarnan könnuð. Niðurstöður könnunar AP- fréttaveitunnar og félagsvísindastofnunarinnar NORC benda til þess að framistaða forsetans sé í takt við það sem þjóðin bjóst við af Trump. Um sjö af hverjum tíu svarenda könnunarinnar segja kjörtímabilið hefjast líkt og við var að búast, en um þriðjungur segir byrjunina koma á óvart. Þá telur rúmur helmingur svarenda að forsetinn hafi staðið sig illa eða mjög illa, sextán prósent segja frammistöðuna í meðallagi en um þriðjungur kveðst ánægður með frammistöðu forsetans. Spurt var einnig um afstöðu svarenda til forgangsröðunar. Þar sagðist um fjórðungur telja forgangsröðun forsetans vera rétta, 44 prósent telja forgangsröðun ranga en um tuttugu prósent telja hana vera í jafnvægi. Tíu prósent töldu sig ekki vita nóg til að svara. Minnstu vinsældir forseta í 70 ár Niðurstöður könnunar AP ríma að einhverju leyti við könnun CNN sem birt var í dag. Samkvæmt þeirri könnun er Trump óvinsælasti forseti Bandaríkjanna í sjö áratugi, sé miðað við frammistöðu á upphafi kjörtímabilsins. Könnuð var afstöða almennings til forsetans nú þegar styttist í að hann hafi verið hundrað daga í embætti á sínu öðru kjörtímabili sem forseti. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar nýtur Trump stuðnings fjörutíu og eins prósents þjóðarinnar, sem er lægsta vinsældahlutfall forseta við upphaf kjörtímabils síðan í embættistíð Dwight D. Eisenhower á sjötta áratug síðustu aldar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Senn hefur Trump setið í embætti forseta Bandaríkjanna í hundrað daga á sínu öðru kjörtímabili sem forseti. Í tilenfi af tímamótunum er afstaða þjóðarinnar til forsetans gjarnan könnuð. Niðurstöður könnunar AP- fréttaveitunnar og félagsvísindastofnunarinnar NORC benda til þess að framistaða forsetans sé í takt við það sem þjóðin bjóst við af Trump. Um sjö af hverjum tíu svarenda könnunarinnar segja kjörtímabilið hefjast líkt og við var að búast, en um þriðjungur segir byrjunina koma á óvart. Þá telur rúmur helmingur svarenda að forsetinn hafi staðið sig illa eða mjög illa, sextán prósent segja frammistöðuna í meðallagi en um þriðjungur kveðst ánægður með frammistöðu forsetans. Spurt var einnig um afstöðu svarenda til forgangsröðunar. Þar sagðist um fjórðungur telja forgangsröðun forsetans vera rétta, 44 prósent telja forgangsröðun ranga en um tuttugu prósent telja hana vera í jafnvægi. Tíu prósent töldu sig ekki vita nóg til að svara. Minnstu vinsældir forseta í 70 ár Niðurstöður könnunar AP ríma að einhverju leyti við könnun CNN sem birt var í dag. Samkvæmt þeirri könnun er Trump óvinsælasti forseti Bandaríkjanna í sjö áratugi, sé miðað við frammistöðu á upphafi kjörtímabilsins. Könnuð var afstöða almennings til forsetans nú þegar styttist í að hann hafi verið hundrað daga í embætti á sínu öðru kjörtímabili sem forseti. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar nýtur Trump stuðnings fjörutíu og eins prósents þjóðarinnar, sem er lægsta vinsældahlutfall forseta við upphaf kjörtímabils síðan í embættistíð Dwight D. Eisenhower á sjötta áratug síðustu aldar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira