Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. apríl 2025 22:57 Mac McAllister Vísir/Stefán Kafbátaleitaræfing á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Landhelgisgæslunnar hófst í dag og mun standa yfir í tvær vikur. Um er að ræða umfangsmikla æfingu þar sem herskip frá Evrópuþjóðum, þyrlur og kafbátar koma við sögu. Mac McAllister, skipstjóri NATO og stjórnandi æfingarinnar, segir það mikilvægt að æfa á friðartímum svo hægt sé að bregðast við ef átök skyldu brjótast út. „Þetta er góður staður til að æfa á. Og augljóslega mjög mikilvægt fyrir Atlantshafsbandalagið að tryggja þetta svæði. Æfingin snýst um að þjálfa hernað gegn kafbátum hjá öllum sambandsríkjum. Ekki bara fyrir kafbáta heldur einnig skip og eftirlitsflugvélar.“ Æfingin fer fram við svokallað GIUK hlið en um er að ræða svæði sem rússneskir hernaðar- eða njósnakafbátar þurfa að fara í gegnum til að komast inn á Atlantshaf. Staðsetning Íslands sé gífurlega mikilvæg og brýnt að vera á verði. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er á íslandi og í fyrsta sinn sem ég starfa með Landhelgisgæslunni. Það er frábært að sjá hæfnina sem þau hafa. Þetta er nokkuð flókið svæði til að vinna á. Þá á ég við lögun vígvöllsins neðansjávar. Við vitum auðvitað að vinir okkar í norðri fara í gegnum þessi svæði. En þetta er bakgarðurinn okkar. Við verðum að vera fullviss um að við getum farið hér um með auðveldari máta en sumir aðrir,“ sagði Mac. Töluverð umferð kafbáta á svæðinu Æfingarnar munu halda áfram næstu tvær vikurnar og fylgir Landhelgisgæslan með á milli svæða. Hún hófst hér við Íslandsstrendur. Heldur svo áfram til Færeyja og síðan áfram frá Færeyjum til Þrándheims í Noregi. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir gæsluna haf umfangsmikið hlutverk í æfingum sem þessum. „Það er gríðar mikilvægt fyrir okkur að æfa með bandalagsþjóðunum. Samhæfa okkar vinnubrögð, samskipti og verklag Þannig það skiptir miklu máli. Við erum á umferðareyju. Mikilvægt fyrir okkur að fylgjast með og gera ráðstafanir. Vitið þið til þess að það sé mikil umferð rússneskra kafbáta hér í kring. „Við leiðum líkur að því að það sé töluverð umferð hérna.“ Eftir að búið var að fylgjast með æfingum í allan dag fékk fréttamaður þann heiður að taka þátt í æfingunni. Landhelgisgæslan NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Mac McAllister, skipstjóri NATO og stjórnandi æfingarinnar, segir það mikilvægt að æfa á friðartímum svo hægt sé að bregðast við ef átök skyldu brjótast út. „Þetta er góður staður til að æfa á. Og augljóslega mjög mikilvægt fyrir Atlantshafsbandalagið að tryggja þetta svæði. Æfingin snýst um að þjálfa hernað gegn kafbátum hjá öllum sambandsríkjum. Ekki bara fyrir kafbáta heldur einnig skip og eftirlitsflugvélar.“ Æfingin fer fram við svokallað GIUK hlið en um er að ræða svæði sem rússneskir hernaðar- eða njósnakafbátar þurfa að fara í gegnum til að komast inn á Atlantshaf. Staðsetning Íslands sé gífurlega mikilvæg og brýnt að vera á verði. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er á íslandi og í fyrsta sinn sem ég starfa með Landhelgisgæslunni. Það er frábært að sjá hæfnina sem þau hafa. Þetta er nokkuð flókið svæði til að vinna á. Þá á ég við lögun vígvöllsins neðansjávar. Við vitum auðvitað að vinir okkar í norðri fara í gegnum þessi svæði. En þetta er bakgarðurinn okkar. Við verðum að vera fullviss um að við getum farið hér um með auðveldari máta en sumir aðrir,“ sagði Mac. Töluverð umferð kafbáta á svæðinu Æfingarnar munu halda áfram næstu tvær vikurnar og fylgir Landhelgisgæslan með á milli svæða. Hún hófst hér við Íslandsstrendur. Heldur svo áfram til Færeyja og síðan áfram frá Færeyjum til Þrándheims í Noregi. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir gæsluna haf umfangsmikið hlutverk í æfingum sem þessum. „Það er gríðar mikilvægt fyrir okkur að æfa með bandalagsþjóðunum. Samhæfa okkar vinnubrögð, samskipti og verklag Þannig það skiptir miklu máli. Við erum á umferðareyju. Mikilvægt fyrir okkur að fylgjast með og gera ráðstafanir. Vitið þið til þess að það sé mikil umferð rússneskra kafbáta hér í kring. „Við leiðum líkur að því að það sé töluverð umferð hérna.“ Eftir að búið var að fylgjast með æfingum í allan dag fékk fréttamaður þann heiður að taka þátt í æfingunni.
Landhelgisgæslan NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira