Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Árni Sæberg skrifar 29. apríl 2025 11:09 Hæstiréttur vill ekki taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Dómur í máli konu, sem varð fyrir árás nemanda þegar hún starfaði sem grunnskólakennari árið 2017 og hlaut tíu prósenta örorku fyrir vikið, stendur. Hún á rétt á skaðabótum frá tryggingafélagi sveitarfélagsins sem rekur skólann, þrátt fyrir að hafa slasast eftir að hafa stöðvað hlaup nemandans með valdi. Þetta kemur fram í ákvörðun Hæstaréttar um beiðni tryggingarfélagsins og sveitarfélagsins um áfrýjunarleyfi til réttarins. Beiðninni var hafnað og dómur Landsréttar stendur. Skallaði kennarann í andlitið Landsréttur viðurkenndi skaðabótaskildu í málinu í febrúar síðastliðnum en héraðsdómur hafði áður sýknað sveitarfélagið og tryggingafélagið af kröfum konunnar. Ítarlega er fjallað um niðurstöðu Landsréttar í fréttinni hér að neðan: Atvikið sem málið varðar átti sér stað í matsal grunnskólans árið 2017. Aðdragandi árásarinnar er sagður hafa verið sá að nemandinn hafi elt yngri nemanda á hlaupum í matsalnum og konan rétt út höndina til að fá nemandann til að hætta hlaupunum. Nemandinn hafi brugðist við með því að kýla konuna með krepptum hnefa í kjálkann. Þá hafi kennarinn gripið um búk nemandans aftan frá og haldið baki hans að bringu hennar. Þannig hafi hún komið nemandanum úr matsalnum. Síðan hafi konan fallið í átökum við nemandann og lent á tröppum. Þá hafi nemandinn skallað hana í andlitið þannig hún vankaðist. Hefði ekki átt að beita líkamlegu inngripi Kennarinn höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til viðurkenningar á skaðabótaskyldu sveitarfélagsins sem rekur skólann og réttar hennar til greiðslu bóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu sveitarfélagsins hjá Vís. Hún byggði á því að vanræksla stjórnenda grunnskólans og gáleysi starfsmanna hafi leitt til þess að nemandinn hafi verið hömlulaus og ráðist á hana. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í nóvember 2023 að kennarinn hefði ekki átt að beita líkamlegu inngripi þegar nemandi hljóp um matsal skólans og sýknaði því bæði sveitarfélagið og Vís af kröfum konunnar. Þá taldi Héraðsdómur inngrip kennarans hafa verið á skjön við ákvæði reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins sem bannar líkamlegt inngrip í mál nemenda í refsingarskyni. Landsréttur ósammála Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi á hinn bóginn talið að því yrði ekki fundin stoð að konan hefði brotið gegn ákvæðum reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Ekki hefði verið um að ræða líkamlegt inngrip í refsingarskyni heldur hefði hún ætlað að grípa inn í óásættanlega og mögulega skaðlega hegðun nemandans. Þá hafi verið litið til þess að áður en atvikið átti sér stað hefði kennari, sem sérstaklega var ráðinn til að sinna nemandanum, tekið við umsjónarkennslu og yrði ekki séð að annar starfsmaður hefði tekið við sambærilegri umsjón með nemandanum. Landsréttur hafi einnig litið til þess að hvorki atvikið sem leiddi til tjóns konunnar né fyrri atvik sem vörðuðu nemandann, og kölluðu á líkamlegt inngrip, hefðu verið skráð í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Sú vanræksla hefði leitt til þess að skólastjórnendur hefðu ekki haft rétta mynd af stöðu nemandans og þörf á ráðstöfunum til að gæta að öryggi nemenda og kennara innan skólans. Í ljósi þess hafi verið talið að saknæm vanræksla skólastjórnenda hefði átt þátt í því að konan varð fyrir varanlegu líkamstjóni af völdum nemandans. Því hafi skaðabótaskylda sveitarfélagsins og réttur konunnar til greiðslu bóta úr ábyrgðartryggingu þess hjá tryggingarfélaginu verið staðfest. Ekki verulegt almennt gildi Í ákvörðuninni segir að sveitarfélagið og tryggingarfélagið hafi byggt á því að niðurstaða málsins hafi verulegt almennt gildi um ábyrgð og skyldur skólastjórnenda og að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til. Leyfisbeiðendur telji það mat Landsréttar að aðgerðir konunnar og líkamlegt inngrip hennar hafi verið forsvaranlegt sé bersýnilega rangt. Konaan hefði ákveðið að stöðva hlaup nemandans, sem ósannað væri að hafi valdið sérstakri hættu, með því að grípa í hann. Það hafi gengið þvert á verklagsreglur um viðbrögð við erfiðri hegðun, ákvæði grunnskólalaga og reglugerðarinnar. Leyfisbeiðendur telji að hið ólögmæta og ónauðsynlega inngrip konunnar gagnvart nemandanum hafi verið frumorsök líkamstjóns hennar. Þá telji leyfisbeiðendur þá niðurstöðu Landsréttar að skólastjórnendur hafi sýnt af sér saknæma háttsemi með því að tryggja ekki eftirlit og umsjón með nemandanum ranga, enda hafi verið gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna hans. Að lokum beri ekki að virða skort á skráningu leyfisbeiðendum í óhag enda séu atvik málsins að fullu upplýst. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði ekki talið að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki talið að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því hafnað. Dómsmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Tryggingar Ofbeldi barna Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Þetta kemur fram í ákvörðun Hæstaréttar um beiðni tryggingarfélagsins og sveitarfélagsins um áfrýjunarleyfi til réttarins. Beiðninni var hafnað og dómur Landsréttar stendur. Skallaði kennarann í andlitið Landsréttur viðurkenndi skaðabótaskildu í málinu í febrúar síðastliðnum en héraðsdómur hafði áður sýknað sveitarfélagið og tryggingafélagið af kröfum konunnar. Ítarlega er fjallað um niðurstöðu Landsréttar í fréttinni hér að neðan: Atvikið sem málið varðar átti sér stað í matsal grunnskólans árið 2017. Aðdragandi árásarinnar er sagður hafa verið sá að nemandinn hafi elt yngri nemanda á hlaupum í matsalnum og konan rétt út höndina til að fá nemandann til að hætta hlaupunum. Nemandinn hafi brugðist við með því að kýla konuna með krepptum hnefa í kjálkann. Þá hafi kennarinn gripið um búk nemandans aftan frá og haldið baki hans að bringu hennar. Þannig hafi hún komið nemandanum úr matsalnum. Síðan hafi konan fallið í átökum við nemandann og lent á tröppum. Þá hafi nemandinn skallað hana í andlitið þannig hún vankaðist. Hefði ekki átt að beita líkamlegu inngripi Kennarinn höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til viðurkenningar á skaðabótaskyldu sveitarfélagsins sem rekur skólann og réttar hennar til greiðslu bóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu sveitarfélagsins hjá Vís. Hún byggði á því að vanræksla stjórnenda grunnskólans og gáleysi starfsmanna hafi leitt til þess að nemandinn hafi verið hömlulaus og ráðist á hana. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í nóvember 2023 að kennarinn hefði ekki átt að beita líkamlegu inngripi þegar nemandi hljóp um matsal skólans og sýknaði því bæði sveitarfélagið og Vís af kröfum konunnar. Þá taldi Héraðsdómur inngrip kennarans hafa verið á skjön við ákvæði reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins sem bannar líkamlegt inngrip í mál nemenda í refsingarskyni. Landsréttur ósammála Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi á hinn bóginn talið að því yrði ekki fundin stoð að konan hefði brotið gegn ákvæðum reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Ekki hefði verið um að ræða líkamlegt inngrip í refsingarskyni heldur hefði hún ætlað að grípa inn í óásættanlega og mögulega skaðlega hegðun nemandans. Þá hafi verið litið til þess að áður en atvikið átti sér stað hefði kennari, sem sérstaklega var ráðinn til að sinna nemandanum, tekið við umsjónarkennslu og yrði ekki séð að annar starfsmaður hefði tekið við sambærilegri umsjón með nemandanum. Landsréttur hafi einnig litið til þess að hvorki atvikið sem leiddi til tjóns konunnar né fyrri atvik sem vörðuðu nemandann, og kölluðu á líkamlegt inngrip, hefðu verið skráð í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Sú vanræksla hefði leitt til þess að skólastjórnendur hefðu ekki haft rétta mynd af stöðu nemandans og þörf á ráðstöfunum til að gæta að öryggi nemenda og kennara innan skólans. Í ljósi þess hafi verið talið að saknæm vanræksla skólastjórnenda hefði átt þátt í því að konan varð fyrir varanlegu líkamstjóni af völdum nemandans. Því hafi skaðabótaskylda sveitarfélagsins og réttur konunnar til greiðslu bóta úr ábyrgðartryggingu þess hjá tryggingarfélaginu verið staðfest. Ekki verulegt almennt gildi Í ákvörðuninni segir að sveitarfélagið og tryggingarfélagið hafi byggt á því að niðurstaða málsins hafi verulegt almennt gildi um ábyrgð og skyldur skólastjórnenda og að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til. Leyfisbeiðendur telji það mat Landsréttar að aðgerðir konunnar og líkamlegt inngrip hennar hafi verið forsvaranlegt sé bersýnilega rangt. Konaan hefði ákveðið að stöðva hlaup nemandans, sem ósannað væri að hafi valdið sérstakri hættu, með því að grípa í hann. Það hafi gengið þvert á verklagsreglur um viðbrögð við erfiðri hegðun, ákvæði grunnskólalaga og reglugerðarinnar. Leyfisbeiðendur telji að hið ólögmæta og ónauðsynlega inngrip konunnar gagnvart nemandanum hafi verið frumorsök líkamstjóns hennar. Þá telji leyfisbeiðendur þá niðurstöðu Landsréttar að skólastjórnendur hafi sýnt af sér saknæma háttsemi með því að tryggja ekki eftirlit og umsjón með nemandanum ranga, enda hafi verið gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna hans. Að lokum beri ekki að virða skort á skráningu leyfisbeiðendum í óhag enda séu atvik málsins að fullu upplýst. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði ekki talið að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki talið að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því hafnað.
Dómsmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Tryggingar Ofbeldi barna Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira