Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Árni Sæberg skrifar 29. apríl 2025 11:09 Hæstiréttur vill ekki taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Dómur í máli konu, sem varð fyrir árás nemanda þegar hún starfaði sem grunnskólakennari árið 2017 og hlaut tíu prósenta örorku fyrir vikið, stendur. Hún á rétt á skaðabótum frá tryggingafélagi sveitarfélagsins sem rekur skólann, þrátt fyrir að hafa slasast eftir að hafa stöðvað hlaup nemandans með valdi. Þetta kemur fram í ákvörðun Hæstaréttar um beiðni tryggingarfélagsins og sveitarfélagsins um áfrýjunarleyfi til réttarins. Beiðninni var hafnað og dómur Landsréttar stendur. Skallaði kennarann í andlitið Landsréttur viðurkenndi skaðabótaskildu í málinu í febrúar síðastliðnum en héraðsdómur hafði áður sýknað sveitarfélagið og tryggingafélagið af kröfum konunnar. Ítarlega er fjallað um niðurstöðu Landsréttar í fréttinni hér að neðan: Atvikið sem málið varðar átti sér stað í matsal grunnskólans árið 2017. Aðdragandi árásarinnar er sagður hafa verið sá að nemandinn hafi elt yngri nemanda á hlaupum í matsalnum og konan rétt út höndina til að fá nemandann til að hætta hlaupunum. Nemandinn hafi brugðist við með því að kýla konuna með krepptum hnefa í kjálkann. Þá hafi kennarinn gripið um búk nemandans aftan frá og haldið baki hans að bringu hennar. Þannig hafi hún komið nemandanum úr matsalnum. Síðan hafi konan fallið í átökum við nemandann og lent á tröppum. Þá hafi nemandinn skallað hana í andlitið þannig hún vankaðist. Hefði ekki átt að beita líkamlegu inngripi Kennarinn höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til viðurkenningar á skaðabótaskyldu sveitarfélagsins sem rekur skólann og réttar hennar til greiðslu bóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu sveitarfélagsins hjá Vís. Hún byggði á því að vanræksla stjórnenda grunnskólans og gáleysi starfsmanna hafi leitt til þess að nemandinn hafi verið hömlulaus og ráðist á hana. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í nóvember 2023 að kennarinn hefði ekki átt að beita líkamlegu inngripi þegar nemandi hljóp um matsal skólans og sýknaði því bæði sveitarfélagið og Vís af kröfum konunnar. Þá taldi Héraðsdómur inngrip kennarans hafa verið á skjön við ákvæði reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins sem bannar líkamlegt inngrip í mál nemenda í refsingarskyni. Landsréttur ósammála Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi á hinn bóginn talið að því yrði ekki fundin stoð að konan hefði brotið gegn ákvæðum reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Ekki hefði verið um að ræða líkamlegt inngrip í refsingarskyni heldur hefði hún ætlað að grípa inn í óásættanlega og mögulega skaðlega hegðun nemandans. Þá hafi verið litið til þess að áður en atvikið átti sér stað hefði kennari, sem sérstaklega var ráðinn til að sinna nemandanum, tekið við umsjónarkennslu og yrði ekki séð að annar starfsmaður hefði tekið við sambærilegri umsjón með nemandanum. Landsréttur hafi einnig litið til þess að hvorki atvikið sem leiddi til tjóns konunnar né fyrri atvik sem vörðuðu nemandann, og kölluðu á líkamlegt inngrip, hefðu verið skráð í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Sú vanræksla hefði leitt til þess að skólastjórnendur hefðu ekki haft rétta mynd af stöðu nemandans og þörf á ráðstöfunum til að gæta að öryggi nemenda og kennara innan skólans. Í ljósi þess hafi verið talið að saknæm vanræksla skólastjórnenda hefði átt þátt í því að konan varð fyrir varanlegu líkamstjóni af völdum nemandans. Því hafi skaðabótaskylda sveitarfélagsins og réttur konunnar til greiðslu bóta úr ábyrgðartryggingu þess hjá tryggingarfélaginu verið staðfest. Ekki verulegt almennt gildi Í ákvörðuninni segir að sveitarfélagið og tryggingarfélagið hafi byggt á því að niðurstaða málsins hafi verulegt almennt gildi um ábyrgð og skyldur skólastjórnenda og að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til. Leyfisbeiðendur telji það mat Landsréttar að aðgerðir konunnar og líkamlegt inngrip hennar hafi verið forsvaranlegt sé bersýnilega rangt. Konaan hefði ákveðið að stöðva hlaup nemandans, sem ósannað væri að hafi valdið sérstakri hættu, með því að grípa í hann. Það hafi gengið þvert á verklagsreglur um viðbrögð við erfiðri hegðun, ákvæði grunnskólalaga og reglugerðarinnar. Leyfisbeiðendur telji að hið ólögmæta og ónauðsynlega inngrip konunnar gagnvart nemandanum hafi verið frumorsök líkamstjóns hennar. Þá telji leyfisbeiðendur þá niðurstöðu Landsréttar að skólastjórnendur hafi sýnt af sér saknæma háttsemi með því að tryggja ekki eftirlit og umsjón með nemandanum ranga, enda hafi verið gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna hans. Að lokum beri ekki að virða skort á skráningu leyfisbeiðendum í óhag enda séu atvik málsins að fullu upplýst. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði ekki talið að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki talið að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því hafnað. Dómsmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Tryggingar Ofbeldi barna Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Þetta kemur fram í ákvörðun Hæstaréttar um beiðni tryggingarfélagsins og sveitarfélagsins um áfrýjunarleyfi til réttarins. Beiðninni var hafnað og dómur Landsréttar stendur. Skallaði kennarann í andlitið Landsréttur viðurkenndi skaðabótaskildu í málinu í febrúar síðastliðnum en héraðsdómur hafði áður sýknað sveitarfélagið og tryggingafélagið af kröfum konunnar. Ítarlega er fjallað um niðurstöðu Landsréttar í fréttinni hér að neðan: Atvikið sem málið varðar átti sér stað í matsal grunnskólans árið 2017. Aðdragandi árásarinnar er sagður hafa verið sá að nemandinn hafi elt yngri nemanda á hlaupum í matsalnum og konan rétt út höndina til að fá nemandann til að hætta hlaupunum. Nemandinn hafi brugðist við með því að kýla konuna með krepptum hnefa í kjálkann. Þá hafi kennarinn gripið um búk nemandans aftan frá og haldið baki hans að bringu hennar. Þannig hafi hún komið nemandanum úr matsalnum. Síðan hafi konan fallið í átökum við nemandann og lent á tröppum. Þá hafi nemandinn skallað hana í andlitið þannig hún vankaðist. Hefði ekki átt að beita líkamlegu inngripi Kennarinn höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til viðurkenningar á skaðabótaskyldu sveitarfélagsins sem rekur skólann og réttar hennar til greiðslu bóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu sveitarfélagsins hjá Vís. Hún byggði á því að vanræksla stjórnenda grunnskólans og gáleysi starfsmanna hafi leitt til þess að nemandinn hafi verið hömlulaus og ráðist á hana. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í nóvember 2023 að kennarinn hefði ekki átt að beita líkamlegu inngripi þegar nemandi hljóp um matsal skólans og sýknaði því bæði sveitarfélagið og Vís af kröfum konunnar. Þá taldi Héraðsdómur inngrip kennarans hafa verið á skjön við ákvæði reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins sem bannar líkamlegt inngrip í mál nemenda í refsingarskyni. Landsréttur ósammála Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi á hinn bóginn talið að því yrði ekki fundin stoð að konan hefði brotið gegn ákvæðum reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Ekki hefði verið um að ræða líkamlegt inngrip í refsingarskyni heldur hefði hún ætlað að grípa inn í óásættanlega og mögulega skaðlega hegðun nemandans. Þá hafi verið litið til þess að áður en atvikið átti sér stað hefði kennari, sem sérstaklega var ráðinn til að sinna nemandanum, tekið við umsjónarkennslu og yrði ekki séð að annar starfsmaður hefði tekið við sambærilegri umsjón með nemandanum. Landsréttur hafi einnig litið til þess að hvorki atvikið sem leiddi til tjóns konunnar né fyrri atvik sem vörðuðu nemandann, og kölluðu á líkamlegt inngrip, hefðu verið skráð í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Sú vanræksla hefði leitt til þess að skólastjórnendur hefðu ekki haft rétta mynd af stöðu nemandans og þörf á ráðstöfunum til að gæta að öryggi nemenda og kennara innan skólans. Í ljósi þess hafi verið talið að saknæm vanræksla skólastjórnenda hefði átt þátt í því að konan varð fyrir varanlegu líkamstjóni af völdum nemandans. Því hafi skaðabótaskylda sveitarfélagsins og réttur konunnar til greiðslu bóta úr ábyrgðartryggingu þess hjá tryggingarfélaginu verið staðfest. Ekki verulegt almennt gildi Í ákvörðuninni segir að sveitarfélagið og tryggingarfélagið hafi byggt á því að niðurstaða málsins hafi verulegt almennt gildi um ábyrgð og skyldur skólastjórnenda og að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til. Leyfisbeiðendur telji það mat Landsréttar að aðgerðir konunnar og líkamlegt inngrip hennar hafi verið forsvaranlegt sé bersýnilega rangt. Konaan hefði ákveðið að stöðva hlaup nemandans, sem ósannað væri að hafi valdið sérstakri hættu, með því að grípa í hann. Það hafi gengið þvert á verklagsreglur um viðbrögð við erfiðri hegðun, ákvæði grunnskólalaga og reglugerðarinnar. Leyfisbeiðendur telji að hið ólögmæta og ónauðsynlega inngrip konunnar gagnvart nemandanum hafi verið frumorsök líkamstjóns hennar. Þá telji leyfisbeiðendur þá niðurstöðu Landsréttar að skólastjórnendur hafi sýnt af sér saknæma háttsemi með því að tryggja ekki eftirlit og umsjón með nemandanum ranga, enda hafi verið gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna hans. Að lokum beri ekki að virða skort á skráningu leyfisbeiðendum í óhag enda séu atvik málsins að fullu upplýst. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði ekki talið að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki talið að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því hafnað.
Dómsmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Tryggingar Ofbeldi barna Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira