Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir og Íris Helga G. Baldursdóttir skrifa 29. apríl 2025 14:00 Samskiptasáttmáli er sameiginlegt plagg starfsfólks um það hvernig samskipti eiga fara fram á vinnustað. Þótt margir telji hugmyndina vera nýstárlega má rekja uppruna hennar til áttunda áratugar síðustu aldar þegar aukin áhersla varð á vinnuvernd í alþjóðasamfélaginu. Eins og með margt í okkar samfélagi er fólk gjarnt á að mynda sér skoðanir, meðal annars um gagnsemi samskiptasáttmála á vinnustað. Mörg telja sáttmála vera óþarfa þar sem fullorðið fólk eigi að þekkja leikreglur að virðingaríkum og öruggum samskiptum. Staðreyndin er hins vegar sú að blæbrigði og hæfni til samskipta er margvísleg og fyrir mörg er einstaklega gagnlegt að hafa plagg sem hægt er að vísa í, eða læra af. Önnur telja sáttmála vera óþjált verkfæri sem hafi tilhneigingu til þess að verða rykugt skúffuskjal sem gleymist í amstri hversdagsins. Slíkt getur sannarlega verið raunin en þá er gott að minna á að útfærsla við hönnun samskiptasáttmálans skiptir miklu máli. Hér verður stiklað á stóru þegar kemur að víðtækum áhrifum samskiptasáttmála og hvernig farsælast er að vinna slíkt plagg. Samskiptasáttmáli stuðlar að sálfélagslegu öryggi Sálfélagslegt öryggi vísar til þess að starfsfólk upplifir vinnustaðinn sinn öruggan og að það geti fyrir vikið tjáð sig eða gert mistök án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar í för með sér. Þetta þýðir að vinnustaðurinn leggur áherslu á að menning, verklag og aðstæður séu til þess fallnar að styðja við velferð og öryggi starfsfólks og að gripið sé til virkra aðgerða til að koma í veg fyrir vandkvæði líkt og samskiptavanda og óhóflega streitu. Með samskiptasáttmála eru tekin skref í átt til þess að skapa slíkt umhverfi þar sem öll vita til hvers er ætlast. Samskiptasáttmáli dregur úr áhættuþáttum EKKO Samkvæmt reglugerð 1009/2015 um forvarnir gegn einelti, kynbundinni- og kynferðislegri áreitni og ofbeldi (EKKO), ber öllum vinnustöðum skylda til að skapa öryggi í samskiptum og viðhafa viðbragðsáætlun í málaflokknum sem starfsfólk hefur aðgang að. Samskiptasáttmáli er frábær forvörn í málaflokknum. Með skriflegum leikreglum má draga úr áhættuhegðun, efla traust og stuðla að sameiginlegum skilningi á því hvernig við mætum hvert öðru með virðingu og ábyrgð að leiðarljósi. Samskiptasáttmáli hefur jákvæð margfeldisáhrif Einn mikilvægur ávinningur við virkan samskiptasáttmála á vinnustað er aukin starfsánægja. Þegar starfsfólk upplifir að það sé hluti af vinnustað og væntingar í samskiptum eru skýrar og viðurkenndar, aukast líkur á starfsánægju. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á starfsánægju benda til þess að starfsfólk sem upplifir heiðarleg og jákvæð samskipti, sýnir hærri framleiðni í vinnuframlagi og er í betri tengslum við samstarfsfólk. Samskiptasáttmáli á vinnustað leggur því grunn að góðum starfsanda. Samskiptasáttmáli sem er ekki skúffuplagg Þrjár lykilreglur eru undirstaða að góðum samskiptasáttmála: Öll þurfa koma að gerð hans: Til að samskiptasáttmáli verði árangursríkur er mikilvægt að allt starfsfólk séu virkir þátttakendur í ferlinu við að móta sáttmálann, svo að öll hafi tækifæri til að leggja til málanna sína skoðun og sýn. Með því aukum við líkur á að starfsfólk upplifi ákveðið eignarhald á sáttmálanum og virðing fyrir útkomunni verður meiri. Endurskoðun með reglulegu millibili. Það er gefið að vinnuumhverfi breytist reglulega, fólk kemur og fer og verkefnin sömuleiðis. Regluleg endurskoðun hefur því forvarnargildi og tryggir það að leikreglunum sé haldið á lofti. Hlutlaus aðili leiðir vegferðina. Ein leið til að tryggja að sáttmálinn verði virkur hluti af menningu vinnustaðarins er að fá inn fagaðila sem geta stutt við ferlið við að móta sáttmálann. Fagaðilar með sérþekkingu á samskiptum, mannauðsstjórnun og teymisvinnu eru góðir í að ná fram öllum sjónarmiðum starfsfólks og tryggja að sáttmálinn endurspegli raunverulega þarfir og viðhorf innan hópsins. Með því aukum við líkur á að sáttmáli verði viðurkenndur og samþykktur af öllum og að hann verði virk áætlun sem styrkir vinnustaðarmenninguna. Samskiptasáttmáli er stórgott verkfæri fyrir alla vinnustaði þar sem hann skapar grunn fyrir heilbrigð samskipti, aukið traust og starfsánægju. Gott er að hafa í huga að vinna við samskiptasáttmála er einnig gagnleg þegar samskiptin eru góð því ávinningurinn felst í því að skapa öryggisnet sem stuðlar að því að starfsfólk tali opinskátt, vinni saman að sameiginlegum markmiðum og ákvarði samskiptaleiðir ef út af bregður. Höfundar eru stjórnendaráðgjafar, sáttamiðlarar og sérfræðingar í vinnuvernd hjá Auðnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Samskiptasáttmáli er sameiginlegt plagg starfsfólks um það hvernig samskipti eiga fara fram á vinnustað. Þótt margir telji hugmyndina vera nýstárlega má rekja uppruna hennar til áttunda áratugar síðustu aldar þegar aukin áhersla varð á vinnuvernd í alþjóðasamfélaginu. Eins og með margt í okkar samfélagi er fólk gjarnt á að mynda sér skoðanir, meðal annars um gagnsemi samskiptasáttmála á vinnustað. Mörg telja sáttmála vera óþarfa þar sem fullorðið fólk eigi að þekkja leikreglur að virðingaríkum og öruggum samskiptum. Staðreyndin er hins vegar sú að blæbrigði og hæfni til samskipta er margvísleg og fyrir mörg er einstaklega gagnlegt að hafa plagg sem hægt er að vísa í, eða læra af. Önnur telja sáttmála vera óþjált verkfæri sem hafi tilhneigingu til þess að verða rykugt skúffuskjal sem gleymist í amstri hversdagsins. Slíkt getur sannarlega verið raunin en þá er gott að minna á að útfærsla við hönnun samskiptasáttmálans skiptir miklu máli. Hér verður stiklað á stóru þegar kemur að víðtækum áhrifum samskiptasáttmála og hvernig farsælast er að vinna slíkt plagg. Samskiptasáttmáli stuðlar að sálfélagslegu öryggi Sálfélagslegt öryggi vísar til þess að starfsfólk upplifir vinnustaðinn sinn öruggan og að það geti fyrir vikið tjáð sig eða gert mistök án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar í för með sér. Þetta þýðir að vinnustaðurinn leggur áherslu á að menning, verklag og aðstæður séu til þess fallnar að styðja við velferð og öryggi starfsfólks og að gripið sé til virkra aðgerða til að koma í veg fyrir vandkvæði líkt og samskiptavanda og óhóflega streitu. Með samskiptasáttmála eru tekin skref í átt til þess að skapa slíkt umhverfi þar sem öll vita til hvers er ætlast. Samskiptasáttmáli dregur úr áhættuþáttum EKKO Samkvæmt reglugerð 1009/2015 um forvarnir gegn einelti, kynbundinni- og kynferðislegri áreitni og ofbeldi (EKKO), ber öllum vinnustöðum skylda til að skapa öryggi í samskiptum og viðhafa viðbragðsáætlun í málaflokknum sem starfsfólk hefur aðgang að. Samskiptasáttmáli er frábær forvörn í málaflokknum. Með skriflegum leikreglum má draga úr áhættuhegðun, efla traust og stuðla að sameiginlegum skilningi á því hvernig við mætum hvert öðru með virðingu og ábyrgð að leiðarljósi. Samskiptasáttmáli hefur jákvæð margfeldisáhrif Einn mikilvægur ávinningur við virkan samskiptasáttmála á vinnustað er aukin starfsánægja. Þegar starfsfólk upplifir að það sé hluti af vinnustað og væntingar í samskiptum eru skýrar og viðurkenndar, aukast líkur á starfsánægju. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á starfsánægju benda til þess að starfsfólk sem upplifir heiðarleg og jákvæð samskipti, sýnir hærri framleiðni í vinnuframlagi og er í betri tengslum við samstarfsfólk. Samskiptasáttmáli á vinnustað leggur því grunn að góðum starfsanda. Samskiptasáttmáli sem er ekki skúffuplagg Þrjár lykilreglur eru undirstaða að góðum samskiptasáttmála: Öll þurfa koma að gerð hans: Til að samskiptasáttmáli verði árangursríkur er mikilvægt að allt starfsfólk séu virkir þátttakendur í ferlinu við að móta sáttmálann, svo að öll hafi tækifæri til að leggja til málanna sína skoðun og sýn. Með því aukum við líkur á að starfsfólk upplifi ákveðið eignarhald á sáttmálanum og virðing fyrir útkomunni verður meiri. Endurskoðun með reglulegu millibili. Það er gefið að vinnuumhverfi breytist reglulega, fólk kemur og fer og verkefnin sömuleiðis. Regluleg endurskoðun hefur því forvarnargildi og tryggir það að leikreglunum sé haldið á lofti. Hlutlaus aðili leiðir vegferðina. Ein leið til að tryggja að sáttmálinn verði virkur hluti af menningu vinnustaðarins er að fá inn fagaðila sem geta stutt við ferlið við að móta sáttmálann. Fagaðilar með sérþekkingu á samskiptum, mannauðsstjórnun og teymisvinnu eru góðir í að ná fram öllum sjónarmiðum starfsfólks og tryggja að sáttmálinn endurspegli raunverulega þarfir og viðhorf innan hópsins. Með því aukum við líkur á að sáttmáli verði viðurkenndur og samþykktur af öllum og að hann verði virk áætlun sem styrkir vinnustaðarmenninguna. Samskiptasáttmáli er stórgott verkfæri fyrir alla vinnustaði þar sem hann skapar grunn fyrir heilbrigð samskipti, aukið traust og starfsánægju. Gott er að hafa í huga að vinna við samskiptasáttmála er einnig gagnleg þegar samskiptin eru góð því ávinningurinn felst í því að skapa öryggisnet sem stuðlar að því að starfsfólk tali opinskátt, vinni saman að sameiginlegum markmiðum og ákvarði samskiptaleiðir ef út af bregður. Höfundar eru stjórnendaráðgjafar, sáttamiðlarar og sérfræðingar í vinnuvernd hjá Auðnast.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun