Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar 29. apríl 2025 18:01 Verið er að klæða veginn, sjáið verktakann Bráðið bikið bindur steina, blikkljós vara við Blikkljós vara við, blikkljós vara við Bráðið bikið bindur steina, blikkljós vara við Nú eru vorverkin fram undan og verktakar landsins að gera malbikunar- og klæðingarvélarnar tilbúnar fyrir komandi vertíð. Fljótlega leggst ilmur bikblöndunnar yfir láð og lög og margir vegfarendur gleðjast, enda löngu tímabært að vegirnir fái andlitslyftingu. En ekki allir kunna að meta þennan vorboða, sumum finnst lyktin þrúgandi og ónæði af framkvæmdunum. Lyktin sem fyllir loftið þegar malbik er lagt kemur frá jarðolíuafleiðunni jarðbiki (e. bitumen). Hún minnir á bensín, dísel eða jafnvel hráolíu. Sumir finna líka smá sæta undirtóna í lyktinni, sérstaklega þegar nýlögð malbiksgufan blandast við rigningu eða raka. Það er engin tilviljun að hraðatakmarkanir og aðrar varúðarráðstafanir séu gerðar þar sem framkvæmdir eru í gangi. Vinna við að viðhalda vegum landsins er gefandi en hættulegt starf og mikilvægt að þeir sem um framkvæmdasvæði aka virði líf og limi þeirra sem þar starfa. Höfundur biðlar til ökumanna að virða takmarkanir sem settar eru á framkvæmdasvæðum og lækka hraðann til að auka öryggi, bæði starfsmanna og vegfarenda. Ástæður takmarkanna sem settar eru á ökumenn á framkvæmdarsvæðum eru af ýmsum ástæðum. M.a. getur veggrip verið skert, óvarðir starfsmenn að störfum nálægt umferðinni og líkur á steinkasti er fyrir hendi þar sem verið er að laga eða leggja klæðingu, en klæðing er þunn yfirborðsmeðferð þar sem biki (bindiefnið) er sprautað yfir veginn og steinefni er dreift strax yfir, á meðan malbik er þykkari, samfelld blanda af steinefnum og bindiefni sem er forblönduð í malbikunarstöð. Minni hraði minnkar líkur á að steinkast valdi tjóni. Tjón vegna steinkasts er talsvert á hverju ári og nóg borgum við í tryggingar, svo mikið er víst. Gunnar tekur ekki eftir, geysist hratt yfirÞví ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandiEr svo lokkandi, er svo lokkandiilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Það er hetjudáð að vera með athyglina á akstrinum en fífldirfska að hafa hana á símanum. Sýnum sjálfum okkur og öðrum tillitssemi og hægjum á bílnum þar sem þess er þörf, öryggisins vegna. Komum heil heim. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Verið er að klæða veginn, sjáið verktakann Bráðið bikið bindur steina, blikkljós vara við Blikkljós vara við, blikkljós vara við Bráðið bikið bindur steina, blikkljós vara við Nú eru vorverkin fram undan og verktakar landsins að gera malbikunar- og klæðingarvélarnar tilbúnar fyrir komandi vertíð. Fljótlega leggst ilmur bikblöndunnar yfir láð og lög og margir vegfarendur gleðjast, enda löngu tímabært að vegirnir fái andlitslyftingu. En ekki allir kunna að meta þennan vorboða, sumum finnst lyktin þrúgandi og ónæði af framkvæmdunum. Lyktin sem fyllir loftið þegar malbik er lagt kemur frá jarðolíuafleiðunni jarðbiki (e. bitumen). Hún minnir á bensín, dísel eða jafnvel hráolíu. Sumir finna líka smá sæta undirtóna í lyktinni, sérstaklega þegar nýlögð malbiksgufan blandast við rigningu eða raka. Það er engin tilviljun að hraðatakmarkanir og aðrar varúðarráðstafanir séu gerðar þar sem framkvæmdir eru í gangi. Vinna við að viðhalda vegum landsins er gefandi en hættulegt starf og mikilvægt að þeir sem um framkvæmdasvæði aka virði líf og limi þeirra sem þar starfa. Höfundur biðlar til ökumanna að virða takmarkanir sem settar eru á framkvæmdasvæðum og lækka hraðann til að auka öryggi, bæði starfsmanna og vegfarenda. Ástæður takmarkanna sem settar eru á ökumenn á framkvæmdarsvæðum eru af ýmsum ástæðum. M.a. getur veggrip verið skert, óvarðir starfsmenn að störfum nálægt umferðinni og líkur á steinkasti er fyrir hendi þar sem verið er að laga eða leggja klæðingu, en klæðing er þunn yfirborðsmeðferð þar sem biki (bindiefnið) er sprautað yfir veginn og steinefni er dreift strax yfir, á meðan malbik er þykkari, samfelld blanda af steinefnum og bindiefni sem er forblönduð í malbikunarstöð. Minni hraði minnkar líkur á að steinkast valdi tjóni. Tjón vegna steinkasts er talsvert á hverju ári og nóg borgum við í tryggingar, svo mikið er víst. Gunnar tekur ekki eftir, geysist hratt yfirÞví ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandiEr svo lokkandi, er svo lokkandiilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Það er hetjudáð að vera með athyglina á akstrinum en fífldirfska að hafa hana á símanum. Sýnum sjálfum okkur og öðrum tillitssemi og hægjum á bílnum þar sem þess er þörf, öryggisins vegna. Komum heil heim. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun