Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar 30. apríl 2025 09:33 Í hjarta jafnaðarmennskunnar slær sú sannfæring að réttlæti og jafnrétti eigi að ríkja í samfélagi okkar og með samstöðu getum við nálgast þetta markmið. Frá upphafi hefur barátta jafnaðarmanna verið órofa tengd verkalýðsbaráttunni – baráttunni fyrir að tryggja öllum mannsæmandi lífskjör, félagslegt öryggi og raunverulegt vald yfir eigin lífi óháð uppruna, kyni, bakgrunni, stöðu eða stétt. Samfylkingin − jafnaðarflokkur Íslands heldur 1. maí í heiðri minningu þeirra sem frá því snemma á liðinni öld hafa barist fyrir réttindum sem launafólk nýtur nú góðs af, svo sem orlofsrétti, fæðingarorlofi, atvinnuleysistryggingum, veikindarétti, öryggi í starfi, styttri vinnuviku. Barátta þeirra sem á undan hafa gengið í þessari mannréttindasókn er arfleifð okkar – en sú barátta er langt í frá á enda. Við lifum á tímum þar sem þau réttindi sem áunnist hafa á þessum tíma þykja sjálfsögð. Sumum þykja þau jafnvel óþörf, og vilja skerða rétt launafólks til kjarabaráttu og verkfalla. Þá er ójöfnuðurinn á vinnumarkaði vegna kynbundins launamunar óþolandi fortíðardraugur sem við þurfum að kveða niður með samstöðu. Einnig hefur húsnæðismarkaðurinn verið ósanngjarn, og láglaunafólkið á vinnumarkaði, sem ber þyngstu byrðarnar, hefur ekki búið við þau sjálfsögðu mannréttindi að eiga öruggt þak yfir höfuðið. Þessi raunveruleiki blasir við og þess vegna stendur Samfylkingin nú af fullum krafti með verkalýðshreyfingunni, bæði í landstjórninni og í sveitarfélögunum, í að bæta úr þessum, tja, meinum vil ég segja. Samstaða, jöfnuður og réttlæti eiga ekki að vera orðin tóm – þau eru lífæð samfélagsins. Verkalýðsbaráttan sprettur af þeirri einföldu en djúpstæðu sannfæringu að vinnandi fólk sé hornsteinn samfélagsins, og við í Samfylkingunni vitum að það er fólkið sem skapar auðinn í samfélaginu. Án vinnandi fólks eru engir atvinnuvegir, engin fyrirtæki dafna og engin samfélög blómstra. Samt sem áður hefur sagan sýnt okkur hvernig vinnuafl er og misbeitt í þágu fárra. Því rísa jafnaðarmenn upp, ekki til að skapa óvissu eða glundroða í samfélaginu, heldur til að móta réttlátari grunn til framtíðar með skýru framtíðarplani. Ein af grunnkröfum jafnaðarmannastefnunnar hefur verið sú að fólk á vinnumarkaði þurfi ekki að lifa í fátækt. Mannlegri reisn vinnandi fólks má aldrei fórna fyrir skammtímahagnað eða vegna græðgi. Ásamt kröfu verkalýðshreyfingarinnar um sanngjörn laun hefur baráttan einnig snúist um að standa vörð um velferðina og berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum, gegn launamisrétti, ofbeldi gegn konum á vinnumarkaði og kynbundnum launamun, sem stundum virðist meitlaður í stein. En jafnaðarmennska gengur ekki aðeins út á að tryggja réttindi í samfélaginu í heild, heldur einnig á vinnustöðunum. Vinnandi fólk á auðvitað rétt á því að rödd þess heyrist þegar teknar eru ákvarðanir sem snúa að daglegu lífi þess, hvort sem um er að ræða launakjör, vinnutíma eða skipulag vinnunnar. Lýðræði á vinnustöðum styrkir samfélagið allt, því það stuðlar að sameiginlegri ábyrgð og virðingu fyrir margbreytileika. Vinnandi fólk á Íslandi á meira sameiginlegt með vinnandi fólki í öðrum löndum en með auðstéttum innanlands. Þess vegna leggja jafnaðarmenn áherslu á alþjóðlega samstöðu gegn láglaunastefnu, gegn niðurrifi réttinda og fyrir sanngjörnu, sjálfbæru hagkerfi sem þjónar fjöldanum frekar en litlum organdi minnihluta sem gerður er út af auðstéttinni. Jafnaðarmennskan sem Samfylkingin stendur fyrir og verkalýðsbaráttan eru og verða órjúfanlega samtvinnuð. Við í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík fögnum þess vegna 1. maí með verkalýðshreyfingunni og bjóðum gestum og gangandi í verkalýðskaffi í húsi Oddfellowa á Vonarstræti 10 (gamla Tjarnarbúð), til móts við Ráðhúsið, eftir kröfugöngu og baráttufund kl. 15 á Ingólfstorgi. Í tilefni af Kvennaárinu höfum við fengið þrjár öflugar forystukonur til að flytja ávarp – þær Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, Heiðu Björgu Hilmisdóttur, borgarstjóra, og Birgittu Ragnarsdóttur, stjórnarmann í ASÍ-ung. Án baráttu fyrir réttindum vinnandi fólks verður ekkert raunverulegt jafnrétti í samfélaginu. Höfundur er formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Samfylkingin Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í hjarta jafnaðarmennskunnar slær sú sannfæring að réttlæti og jafnrétti eigi að ríkja í samfélagi okkar og með samstöðu getum við nálgast þetta markmið. Frá upphafi hefur barátta jafnaðarmanna verið órofa tengd verkalýðsbaráttunni – baráttunni fyrir að tryggja öllum mannsæmandi lífskjör, félagslegt öryggi og raunverulegt vald yfir eigin lífi óháð uppruna, kyni, bakgrunni, stöðu eða stétt. Samfylkingin − jafnaðarflokkur Íslands heldur 1. maí í heiðri minningu þeirra sem frá því snemma á liðinni öld hafa barist fyrir réttindum sem launafólk nýtur nú góðs af, svo sem orlofsrétti, fæðingarorlofi, atvinnuleysistryggingum, veikindarétti, öryggi í starfi, styttri vinnuviku. Barátta þeirra sem á undan hafa gengið í þessari mannréttindasókn er arfleifð okkar – en sú barátta er langt í frá á enda. Við lifum á tímum þar sem þau réttindi sem áunnist hafa á þessum tíma þykja sjálfsögð. Sumum þykja þau jafnvel óþörf, og vilja skerða rétt launafólks til kjarabaráttu og verkfalla. Þá er ójöfnuðurinn á vinnumarkaði vegna kynbundins launamunar óþolandi fortíðardraugur sem við þurfum að kveða niður með samstöðu. Einnig hefur húsnæðismarkaðurinn verið ósanngjarn, og láglaunafólkið á vinnumarkaði, sem ber þyngstu byrðarnar, hefur ekki búið við þau sjálfsögðu mannréttindi að eiga öruggt þak yfir höfuðið. Þessi raunveruleiki blasir við og þess vegna stendur Samfylkingin nú af fullum krafti með verkalýðshreyfingunni, bæði í landstjórninni og í sveitarfélögunum, í að bæta úr þessum, tja, meinum vil ég segja. Samstaða, jöfnuður og réttlæti eiga ekki að vera orðin tóm – þau eru lífæð samfélagsins. Verkalýðsbaráttan sprettur af þeirri einföldu en djúpstæðu sannfæringu að vinnandi fólk sé hornsteinn samfélagsins, og við í Samfylkingunni vitum að það er fólkið sem skapar auðinn í samfélaginu. Án vinnandi fólks eru engir atvinnuvegir, engin fyrirtæki dafna og engin samfélög blómstra. Samt sem áður hefur sagan sýnt okkur hvernig vinnuafl er og misbeitt í þágu fárra. Því rísa jafnaðarmenn upp, ekki til að skapa óvissu eða glundroða í samfélaginu, heldur til að móta réttlátari grunn til framtíðar með skýru framtíðarplani. Ein af grunnkröfum jafnaðarmannastefnunnar hefur verið sú að fólk á vinnumarkaði þurfi ekki að lifa í fátækt. Mannlegri reisn vinnandi fólks má aldrei fórna fyrir skammtímahagnað eða vegna græðgi. Ásamt kröfu verkalýðshreyfingarinnar um sanngjörn laun hefur baráttan einnig snúist um að standa vörð um velferðina og berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum, gegn launamisrétti, ofbeldi gegn konum á vinnumarkaði og kynbundnum launamun, sem stundum virðist meitlaður í stein. En jafnaðarmennska gengur ekki aðeins út á að tryggja réttindi í samfélaginu í heild, heldur einnig á vinnustöðunum. Vinnandi fólk á auðvitað rétt á því að rödd þess heyrist þegar teknar eru ákvarðanir sem snúa að daglegu lífi þess, hvort sem um er að ræða launakjör, vinnutíma eða skipulag vinnunnar. Lýðræði á vinnustöðum styrkir samfélagið allt, því það stuðlar að sameiginlegri ábyrgð og virðingu fyrir margbreytileika. Vinnandi fólk á Íslandi á meira sameiginlegt með vinnandi fólki í öðrum löndum en með auðstéttum innanlands. Þess vegna leggja jafnaðarmenn áherslu á alþjóðlega samstöðu gegn láglaunastefnu, gegn niðurrifi réttinda og fyrir sanngjörnu, sjálfbæru hagkerfi sem þjónar fjöldanum frekar en litlum organdi minnihluta sem gerður er út af auðstéttinni. Jafnaðarmennskan sem Samfylkingin stendur fyrir og verkalýðsbaráttan eru og verða órjúfanlega samtvinnuð. Við í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík fögnum þess vegna 1. maí með verkalýðshreyfingunni og bjóðum gestum og gangandi í verkalýðskaffi í húsi Oddfellowa á Vonarstræti 10 (gamla Tjarnarbúð), til móts við Ráðhúsið, eftir kröfugöngu og baráttufund kl. 15 á Ingólfstorgi. Í tilefni af Kvennaárinu höfum við fengið þrjár öflugar forystukonur til að flytja ávarp – þær Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, Heiðu Björgu Hilmisdóttur, borgarstjóra, og Birgittu Ragnarsdóttur, stjórnarmann í ASÍ-ung. Án baráttu fyrir réttindum vinnandi fólks verður ekkert raunverulegt jafnrétti í samfélaginu. Höfundur er formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar