Innlent

Mál Ást­hildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm

Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um meðferð forsætisráðuneytisins á erindi um persónulegt málefni Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, fer fram í dag. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi hér að neðan.

Gestur nefndarinnar á fundinum verður Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og hefst hann klukkan 9:00 í Smiðju, Tjarnargötu 9. Fundurinn verði opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi á meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis. Þá verður sýnt frá fundinum hér á Vísi.

Málið snýr að Ólöfu Björnsdóttur, fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar, sem sendi tölvupósta á forsætisráðuneytið í mars til að óska eftir fundi með Kristrúnu Frostadóttur. Hún sendi fjölda pósta á ráðuneytið, greindi frá persónulegum málum Ásthildar Lóu og krafðist afsagnar ráðherrans. 

Málið fór á endanum í fjölmiðla og leiddi til afsagnar mennta- og barnamálaráðherra.

Á 11. fundi stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar þann 31. mars bar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, upp tillögu um að nefndin tæki til athugunar meðferð forsætisráðuneytisins á erindi um persónulegt málefni þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Miðflokksþingmennirnir Ingibjörg Davíðsdóttir og Karl Gauti Hjaltason tóku undir tillöguna og var hún samþykkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×