Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Lovísa Arnardóttir skrifar 30. apríl 2025 08:24 Þórunn Sveinbjarnardóttir segir ramma þingsins skýran í lögum. Þingflokkar verði að koma sér saman um að breyta þessum ramma eigi að stytta frí þingmanna. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis ætlar að beita sér fyrir því að frí þingmanna verði stytt. Það vill hún gera í samvinnu allra þingflokka. Þingmenn voru í átján daga páskafríi. Þeir mættu aftur til vinnu á mánudag en fóru í frí föstudaginn 11. apríl, vikuna fyrir páska. „Þetta er ekki ný umræða, hún á rétt á sér og hún á ástæður,“ segir Þórunn sem ræddi frí þingmanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir starf Alþingis rammað inn í þingskapalögum. Sá rammi byggi á mjög gömlum hefðum. „Margar af þeim eru góðar og gildar og hafa ástæður sem hafa með stjórn ríkisins að gera og löggjafarvald. En svo eru aðrir hlutir sem eru ankannalegir og eitt af því er tveggja vikna páskahlé, sem er inni í þessum lagaramma, og er eitthvað sem ég hef sjálf verið hugsi yfir lengi,“ segir Þórunn. Hún segir að þetta verði að skoða og hugleiða að breyta. Hún geri það ekki ein. Þingskapalögunum verði aðeins breytt með samstarfi og samtali á milli þingflokka á Alþingi. Hún væri til í að skoða rammann betur. Í dag er hlé í júlí til dæmis og þá eru ekki haldnir þingfundir nema það sé neyðarástand. Þingnefndir starfa hins vegar allt árið um kring. „Hléin eru löng, það er rétt, en það er ekki eins og, eins og kannski margir vita, að allt starf þingmannsins fari fram í þingsalnum eða á þingfundi.“ Þórunn telur ekki að þessi frí hafi bein áhrif á það hvort þingmenn nái að undirbúa sig vel fyrir þau mál sem eru til umræðu. Hún telur skipulag þingvikunnar og ræðutímans hafa meira með það að gera. Það sé hægt að gera samkomulag um til dæmis ræðutímann en hann sé í lögum. Vill bæta verklag í þingvikunni Þórunn segist vilja bæta vinnulagið í hverri þingviku. Þannig viti þau betur hversu lengi þau verða og hversu miklum tíma verður varið í eitt mál. „Þetta er höfuðverkur því þetta snýst um að meirihluti og minnihluti, allir þingflokkar, nái saman um hvernig við gerum þetta. Lykillinn að góðu þingstarfi er samvinna.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir segir ramma þingsins skýran í lögum. Þingflokkar verði að koma sér saman um að breyta þessum ramma eigi að stytta frí þingmanna. Vísir/Vilhelm Þórunn segist hafa skilning á því að almenningur sé ekki hrifinn af þessu fyrirkomulagi. Traust til Alþingis hafi batnað frá upphafi aldar en þau verði að vera meðvituð um að traust almennings sé ekki sjálfsagt mál. Þórunn segir sumarfrí til dæmis eiga að hefjast í kringum 17. júní, svo komi þingnefndir og þingflokkar yfirleitt saman í ágúst og þingfundir hefjist svo aftur í september. Á þessu ári verði það í kringum 10. september. Fjöldi þingmanna verji svo miklum tíma á sumrin í sínu kjördæmi og í alþjóðastörfum. Þórunn segir mikilvægt fyrir þingmenn að hitta reglulega sína kjósendur. Það eigi ekki bara að gerast í aðdraganda þingkosninga. „Það er ekki gott.“ Alþingi Bítið Tengdar fréttir Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Þingmenn og embættismenn segja alþjóðastarf ekki nægilega samræmt störfum Alþingis. Ferðalög í þágu alþjóðastarfs séu álitnar „fyllerís- og fríferðir“ í stað vinnuferða. Neikvætt álit almennings og þingmanna á alþjóðastarfi hefur áhrif á hvata alþingismanna að taka þátt. 2. nóvember 2024 07:02 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
„Þetta er ekki ný umræða, hún á rétt á sér og hún á ástæður,“ segir Þórunn sem ræddi frí þingmanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir starf Alþingis rammað inn í þingskapalögum. Sá rammi byggi á mjög gömlum hefðum. „Margar af þeim eru góðar og gildar og hafa ástæður sem hafa með stjórn ríkisins að gera og löggjafarvald. En svo eru aðrir hlutir sem eru ankannalegir og eitt af því er tveggja vikna páskahlé, sem er inni í þessum lagaramma, og er eitthvað sem ég hef sjálf verið hugsi yfir lengi,“ segir Þórunn. Hún segir að þetta verði að skoða og hugleiða að breyta. Hún geri það ekki ein. Þingskapalögunum verði aðeins breytt með samstarfi og samtali á milli þingflokka á Alþingi. Hún væri til í að skoða rammann betur. Í dag er hlé í júlí til dæmis og þá eru ekki haldnir þingfundir nema það sé neyðarástand. Þingnefndir starfa hins vegar allt árið um kring. „Hléin eru löng, það er rétt, en það er ekki eins og, eins og kannski margir vita, að allt starf þingmannsins fari fram í þingsalnum eða á þingfundi.“ Þórunn telur ekki að þessi frí hafi bein áhrif á það hvort þingmenn nái að undirbúa sig vel fyrir þau mál sem eru til umræðu. Hún telur skipulag þingvikunnar og ræðutímans hafa meira með það að gera. Það sé hægt að gera samkomulag um til dæmis ræðutímann en hann sé í lögum. Vill bæta verklag í þingvikunni Þórunn segist vilja bæta vinnulagið í hverri þingviku. Þannig viti þau betur hversu lengi þau verða og hversu miklum tíma verður varið í eitt mál. „Þetta er höfuðverkur því þetta snýst um að meirihluti og minnihluti, allir þingflokkar, nái saman um hvernig við gerum þetta. Lykillinn að góðu þingstarfi er samvinna.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir segir ramma þingsins skýran í lögum. Þingflokkar verði að koma sér saman um að breyta þessum ramma eigi að stytta frí þingmanna. Vísir/Vilhelm Þórunn segist hafa skilning á því að almenningur sé ekki hrifinn af þessu fyrirkomulagi. Traust til Alþingis hafi batnað frá upphafi aldar en þau verði að vera meðvituð um að traust almennings sé ekki sjálfsagt mál. Þórunn segir sumarfrí til dæmis eiga að hefjast í kringum 17. júní, svo komi þingnefndir og þingflokkar yfirleitt saman í ágúst og þingfundir hefjist svo aftur í september. Á þessu ári verði það í kringum 10. september. Fjöldi þingmanna verji svo miklum tíma á sumrin í sínu kjördæmi og í alþjóðastörfum. Þórunn segir mikilvægt fyrir þingmenn að hitta reglulega sína kjósendur. Það eigi ekki bara að gerast í aðdraganda þingkosninga. „Það er ekki gott.“
Alþingi Bítið Tengdar fréttir Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Þingmenn og embættismenn segja alþjóðastarf ekki nægilega samræmt störfum Alþingis. Ferðalög í þágu alþjóðastarfs séu álitnar „fyllerís- og fríferðir“ í stað vinnuferða. Neikvætt álit almennings og þingmanna á alþjóðastarfi hefur áhrif á hvata alþingismanna að taka þátt. 2. nóvember 2024 07:02 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Þingmenn og embættismenn segja alþjóðastarf ekki nægilega samræmt störfum Alþingis. Ferðalög í þágu alþjóðastarfs séu álitnar „fyllerís- og fríferðir“ í stað vinnuferða. Neikvætt álit almennings og þingmanna á alþjóðastarfi hefur áhrif á hvata alþingismanna að taka þátt. 2. nóvember 2024 07:02