Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar 1. maí 2025 07:31 Skilgreining fötlunar er breytileg og því er erfitt að segja til um hversu margir einstaklingar í heiminum teljast fatlaðir. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að um 13-20% íbúa í hinum vestræna heimi búi við fötlun eða nokkur hundruð milljónir einstaklinga. Með hækkandi aldri, sjúkdóma og árekstra fer sú tala hækkandi. Hluti af fötluðu fólki eru örorkulífeyristakar en hér á landi eru þeir um 19.000 þúsund en í aðildarfélögum ÖBÍ réttindasamtaka eru um 40.000 meðlimir sem eru fatlaðir á einhvern hátt. Almennt vísar örorka til skertrar starfsgetu. Það er því fagnaðarefni að 1.september nk. eiga að koma til framkvæmda lög þar sem kveðið er á um breytingar er varða atvinnuþátttöku og atvinnutekjur öryrkja. Áskorun að klæðskerasníða vinnuumhverfið Framundan eru miklar breytingar varðandi atvinnuþátttöku öryrkja og um leið breyttrar samsetningar örorkulífeyris. Þar eiga atvinnutekjur ekki að skerða örorkulífeyri eins mikið og hingað til hefur verið. Stjórnvöld heita því um leið að gerð verði gangskör að því að skapa fjölbreytt störf fyrir öryrkja en hingað til hafa þau störf sem hafa verið í boði oftar en ekki verið einhæf láglaunastörf. Það hefur lengi verið vitað að fólk með skerta starfsgetu á ekki séns í samfélagi samkeppninnar á vinnumarkaði nema eitthvað annað og meira komi til. Þessu ætla stjórnvöld nú að breyta. Áðurnefnt frumvarp þess efnis á að einfalda kerfið til muna og um leið að hækka lífeyrinn. Ekki ætla ég að dæma kerfi sem enn er ekki komið í gagnið en mér virðast frítekjumörk enn vera of lág. Þá er eftir sú áskorun að oft þarf að klæðaskerasníða vinnuumhverfi og vinnutíma sem hæfir getu, færni og heilsu hvers öryrkja. Misskiljið mig samt ekki, ég fagna þessum áformum, þó ég sé dálítið skeptísk, því þátttaka á vinnumarkaði gæti dregið verulega úr félaglegri einangrun fatlaðs fólks. En störfin, og þá við hæfi, verða að vera til í veruleikanum. Borgararéttindi fatlaðs fólks En skoðum aðeins borgararéttindi fatlaðs fólks. Með hugtakinu er átt við breytingar á formlegri stöðu og réttindum í samfélaginu eins og það birtist t.d.í lögum. Það var ekki fyrr en á níunda og tíunda áratug síðustu aldar sem tímamótalög voru sett um formlega stöðu fatlaðs fólks. Í kjölfar réttindabaráttu þeirra hefur orðið til samfélagsleg viðhorfsbreyting í þeirra garð, en þó er enn víða pottur brotinn. Þrátt fyrir að ýmis mann- og borgararéttindi fatlaðra hafi verið færð í lög hefur barátta þeirra að mörgu leyti verið erfiðari en ófatlaðra. Það á t.d. um hluti sem flestum þykja sjálfsagðir eins og að geta búið í hentugu húsnæði, öðlast menntun, fá fjölbreytt tækifæri á vinnumarkaði og laun í samræmi við það. Þá hefur fatlað fólk lítið komist áfram í stjórnmálum og er sjaldan í öruggum sætum hjá flestum stjórnmálaflokkum. Borgararéttindi fatlaðs fólk til jafns á við ófatlað? Ófatlaðir hafa heilt yfir getað iðkað sín borgararéttindi betur en fatlað fólk. Þau síðarnefndu eiga enn við ramman reip að draga í reynd. Þess vegna göngum við nú á 1.maí undir forgönguborðanum: Sköpum störf við hæfi! Það er fyrst og fremst ákall um möguleikana á að fatlað fólk geti iðkað sín borgararéttindi. Á spjöldum okkar stendur m.a. Atvinnutækifæri, já takk! Aðgengi fyrir öll! og Tækifæri til samfélagsþátttöku! Við viljum að raunverulegar breytingar verði á lífi og högum okkar með frekari atvinnuþátttöku sem byggir á fjölbreyttum og vel launuðum störfum. Í öryrkjum býr nefnilega mikill mannauður! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Skilgreining fötlunar er breytileg og því er erfitt að segja til um hversu margir einstaklingar í heiminum teljast fatlaðir. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að um 13-20% íbúa í hinum vestræna heimi búi við fötlun eða nokkur hundruð milljónir einstaklinga. Með hækkandi aldri, sjúkdóma og árekstra fer sú tala hækkandi. Hluti af fötluðu fólki eru örorkulífeyristakar en hér á landi eru þeir um 19.000 þúsund en í aðildarfélögum ÖBÍ réttindasamtaka eru um 40.000 meðlimir sem eru fatlaðir á einhvern hátt. Almennt vísar örorka til skertrar starfsgetu. Það er því fagnaðarefni að 1.september nk. eiga að koma til framkvæmda lög þar sem kveðið er á um breytingar er varða atvinnuþátttöku og atvinnutekjur öryrkja. Áskorun að klæðskerasníða vinnuumhverfið Framundan eru miklar breytingar varðandi atvinnuþátttöku öryrkja og um leið breyttrar samsetningar örorkulífeyris. Þar eiga atvinnutekjur ekki að skerða örorkulífeyri eins mikið og hingað til hefur verið. Stjórnvöld heita því um leið að gerð verði gangskör að því að skapa fjölbreytt störf fyrir öryrkja en hingað til hafa þau störf sem hafa verið í boði oftar en ekki verið einhæf láglaunastörf. Það hefur lengi verið vitað að fólk með skerta starfsgetu á ekki séns í samfélagi samkeppninnar á vinnumarkaði nema eitthvað annað og meira komi til. Þessu ætla stjórnvöld nú að breyta. Áðurnefnt frumvarp þess efnis á að einfalda kerfið til muna og um leið að hækka lífeyrinn. Ekki ætla ég að dæma kerfi sem enn er ekki komið í gagnið en mér virðast frítekjumörk enn vera of lág. Þá er eftir sú áskorun að oft þarf að klæðaskerasníða vinnuumhverfi og vinnutíma sem hæfir getu, færni og heilsu hvers öryrkja. Misskiljið mig samt ekki, ég fagna þessum áformum, þó ég sé dálítið skeptísk, því þátttaka á vinnumarkaði gæti dregið verulega úr félaglegri einangrun fatlaðs fólks. En störfin, og þá við hæfi, verða að vera til í veruleikanum. Borgararéttindi fatlaðs fólks En skoðum aðeins borgararéttindi fatlaðs fólks. Með hugtakinu er átt við breytingar á formlegri stöðu og réttindum í samfélaginu eins og það birtist t.d.í lögum. Það var ekki fyrr en á níunda og tíunda áratug síðustu aldar sem tímamótalög voru sett um formlega stöðu fatlaðs fólks. Í kjölfar réttindabaráttu þeirra hefur orðið til samfélagsleg viðhorfsbreyting í þeirra garð, en þó er enn víða pottur brotinn. Þrátt fyrir að ýmis mann- og borgararéttindi fatlaðra hafi verið færð í lög hefur barátta þeirra að mörgu leyti verið erfiðari en ófatlaðra. Það á t.d. um hluti sem flestum þykja sjálfsagðir eins og að geta búið í hentugu húsnæði, öðlast menntun, fá fjölbreytt tækifæri á vinnumarkaði og laun í samræmi við það. Þá hefur fatlað fólk lítið komist áfram í stjórnmálum og er sjaldan í öruggum sætum hjá flestum stjórnmálaflokkum. Borgararéttindi fatlaðs fólk til jafns á við ófatlað? Ófatlaðir hafa heilt yfir getað iðkað sín borgararéttindi betur en fatlað fólk. Þau síðarnefndu eiga enn við ramman reip að draga í reynd. Þess vegna göngum við nú á 1.maí undir forgönguborðanum: Sköpum störf við hæfi! Það er fyrst og fremst ákall um möguleikana á að fatlað fólk geti iðkað sín borgararéttindi. Á spjöldum okkar stendur m.a. Atvinnutækifæri, já takk! Aðgengi fyrir öll! og Tækifæri til samfélagsþátttöku! Við viljum að raunverulegar breytingar verði á lífi og högum okkar með frekari atvinnuþátttöku sem byggir á fjölbreyttum og vel launuðum störfum. Í öryrkjum býr nefnilega mikill mannauður! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar