Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 1. maí 2025 08:17 Sonur minn sem er 7 ára var lengi vel harðákveðinn í því að hann ætlaði að verða þrifmaður á sjúkrahúsi þegar hann yrði stór. Þessu svaraði hann til í marga mánuði í hvert sinn sem einhver spurði hann þeirri algengu spurningu: Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Í eitt sinn spurði ég hann að því hvers vegna hann væri svona ákveðinn í því að verða þrifmaður á sjúkrahúsi og það stóð ekki á svari. Það væri mikilvægasta starf í heimi og ef hann myndi vinna við mikilvægasta starf í heimi yrði hann ríkur. Þá mundi ég eftir þætti á Krakkarúv sem fjallaði einmitt um mikilvægustu störfin sem fólk vinnur og í þættinum færðu þau rök fyrir því að ef spítalar væru ekki hreinir myndu mun fleiri láta lífið og þess vegna væri þetta mikilvægasta starfið. Þetta var í raun mjög rökrétt ályktun sem hann dró af þeim upplýsingum sem komu fram í þættinum. En raunin er aldeilis önnur, eins og við vitum, og það sama á við um önnur mikilvæg störf; fólkið sem hugsar um ömmur okkar og afa á hjúkrunarheimilum, fólkið sem stendur undir hagvextinum með því að þrífa hótel, afgreiða ferðafólk, gerir að fiskinum, byggir húsin, fræðir og hlúir að börnunum okkar. Mér þótti mjög leiðinlegt að þurfa að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkar því miður ekki svona og eðlilega átti hann mjög erfitt með að skilja það, vegna þess að það er nefnilega órökrétt. Í dag er baráttudagur verkalýðsins og langar mig að nýta tækifærið til að þakka verkalýðsfélögum fyrir þeirra mikilvægu störf í meira en 100 ár. Það sem verkalýðshreyfingin gerir er að viðhalda og verja mikilvægi starfa, að þau séu metin að verðleikum og að hlúð sé að því fólki sem vinnur störfin. Verkalýðshreyfingin passar upp á réttindi launafólks, sem er ekki bara rökrétt heldur rétt og lífsnauðsynlegt í þeim órökrétta heimi skakks verðmætamats sem við lifum í. Barátta verkalýðsfélaga hefur skipt sköpum fyrir launafólk og almenning í landinu. Gleðilegan baráttudag verkalýðs! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Verkalýðsdagurinn Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Sonur minn sem er 7 ára var lengi vel harðákveðinn í því að hann ætlaði að verða þrifmaður á sjúkrahúsi þegar hann yrði stór. Þessu svaraði hann til í marga mánuði í hvert sinn sem einhver spurði hann þeirri algengu spurningu: Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Í eitt sinn spurði ég hann að því hvers vegna hann væri svona ákveðinn í því að verða þrifmaður á sjúkrahúsi og það stóð ekki á svari. Það væri mikilvægasta starf í heimi og ef hann myndi vinna við mikilvægasta starf í heimi yrði hann ríkur. Þá mundi ég eftir þætti á Krakkarúv sem fjallaði einmitt um mikilvægustu störfin sem fólk vinnur og í þættinum færðu þau rök fyrir því að ef spítalar væru ekki hreinir myndu mun fleiri láta lífið og þess vegna væri þetta mikilvægasta starfið. Þetta var í raun mjög rökrétt ályktun sem hann dró af þeim upplýsingum sem komu fram í þættinum. En raunin er aldeilis önnur, eins og við vitum, og það sama á við um önnur mikilvæg störf; fólkið sem hugsar um ömmur okkar og afa á hjúkrunarheimilum, fólkið sem stendur undir hagvextinum með því að þrífa hótel, afgreiða ferðafólk, gerir að fiskinum, byggir húsin, fræðir og hlúir að börnunum okkar. Mér þótti mjög leiðinlegt að þurfa að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkar því miður ekki svona og eðlilega átti hann mjög erfitt með að skilja það, vegna þess að það er nefnilega órökrétt. Í dag er baráttudagur verkalýðsins og langar mig að nýta tækifærið til að þakka verkalýðsfélögum fyrir þeirra mikilvægu störf í meira en 100 ár. Það sem verkalýðshreyfingin gerir er að viðhalda og verja mikilvægi starfa, að þau séu metin að verðleikum og að hlúð sé að því fólki sem vinnur störfin. Verkalýðshreyfingin passar upp á réttindi launafólks, sem er ekki bara rökrétt heldur rétt og lífsnauðsynlegt í þeim órökrétta heimi skakks verðmætamats sem við lifum í. Barátta verkalýðsfélaga hefur skipt sköpum fyrir launafólk og almenning í landinu. Gleðilegan baráttudag verkalýðs! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun