Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2025 13:48 Fólk í Seoul í Suður-Kóreu horfir á myndband af norðurkóreskum hermönnum við æfingar í Rússlandi. AP/Ahn Young-joon Leyniþjónusta Suður-Kóreu áætlar að um sex hundruð hermenn frá Norður-Kóreu hafi fallið í átökum við Úkraínumenn. Rúmlega fjögur þúsund eru sagðir hafa særst en heilt yfir er talið að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi sent um fimmtán þúsund dáta til Rússlands. Þetta sögðu forsvarsmenn Leyniþjónustu Suður-Kóreu (NIS) þingmönnum á fundi í morgun. Kim og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifuðu í sumar undir varnarsamkomulag og hafa Rússar fengið mikið magn hergagna, skotfæra, stórskotaliðsvopna og eldflauga frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. Suðurkóreumenn telja samkvæmt Yonhap fréttaveitunni að í staðinn hafi Kim fengið aðgang að skotpalli til að skjóta njósnagervihnöttum á braut um jörðu, drónatækni, búnað til að trufla raftæki og staðsetningartæki og loftvarnarkerfi. Einnig hafa átt sér stað viðræður milli ríkjanna um frekari samvinnu varðandi nútímavæðingu iðnaðar í Norður-Kóreu og samvinnu í orkumálum og ferðamennsku. Sérfræðingar NIS segja að um fimmtán þúsund farandverkamenn hafi verið sendir frá Norður-Kóreu til Rússlands. Sjá einnig: „Það er bara áfram og áfram“ Fyrstu hermennirnir voru sendir frá Norður-Kóreu til Rússlands í október en reynt var að fela þátttöku þeirra í átökunum í Kúrskhéraði í Rússlandi með því að útvega þeim rússneska herbúninga og vegabréf sem segja mennina frá austurhluta Rússlands. Það var ekki fyrr en í þessari viku sem ráðamenn í Kreml og Í Pyongyang viðurkenndu að hermennirnir hefðu verið sendir. „Rússneska þjóðin mun aldrei gleyma hugrekki sérsveita Norður-Kóreu,“ sagði Pútín í yfirlýsingu í vikunni. Photo and videos of North Korean soldiers, including training with shotguns to counter UAVs. 2/https://t.co/INRNDtCRNShttps://t.co/YwKV7zrLqihttps://t.co/pxmlBC6ieR pic.twitter.com/O5fgBeHp6F— Rob Lee (@RALee85) April 28, 2025 Kimdátarnir tilheyra sérsveit norður-kóreska hersins sem þjálfuð er til að berjast bak við víglínuna í stríði við Suður-Kóreu, með skemmdarverkum og banatilræðum, svo eitthvað sé nefnt. Frá því úkraínskir hermenn hörfuðu að mestu frá Kúrskhéraði hafa hermennirnir norðurkóresku sjaldnar tekið þátt í átökum. Hermennirnir eru þó enn í Rússlandi og NIS vill ekki útiloka að fleiri hermenn verði sendir til Rússlands. Norður-Kórea Suður-Kórea Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Maltnesk stjórnvöld þurfa að hætta að falbjóða erlendum auðmönnum ríkisborgararétt samkvæmt dómi sem féll í Evrópudómstólnum í dag. Auðmenn gátu í reynd keypt sér rétt til að búa og starfa í Evrópu með því að kaupa vegabréf af Möltu. 29. apríl 2025 11:29 Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist ætla að lýsa yfir einhliða vopnahléi í Úkraínu í þrjá sólarhringa í næstu viku þegar Rússar fagna því að áttatíu ár eru liðin frá sigri á nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Úkraínumenn gefa lítið fyrir yfirlýsingar forsetans. 28. apríl 2025 15:02 Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Karlmaður sem rússnesk yfirvöld hafa í haldi vegna morðs á hátt settum herforingja fyrir helgi er sagður hafa játað sök og halda því fram að hann hafi fengið greitt frá Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um morðið. 28. apríl 2025 10:17 Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Donald Trump Bandaríkjaforseti segist telja að Volodómír Selenskí Úkraínuforseti geti fallist á að Rússar haldi Krímskaga eftir að friður kemst á í Úkraínu. 28. apríl 2025 06:48 Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands segir framtíð öryggismála í Evrópu vera járntjald sem liggi meðfram landamærum Finnlands, Eystrasaltslandanna, Póllandi, Úkraínu og niður að Svartahafi. Hervæðingin í Evrópu muni halda áfram þrátt fyrir að Úkraínustríðinu ljúki. 27. apríl 2025 15:22 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Þetta sögðu forsvarsmenn Leyniþjónustu Suður-Kóreu (NIS) þingmönnum á fundi í morgun. Kim og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifuðu í sumar undir varnarsamkomulag og hafa Rússar fengið mikið magn hergagna, skotfæra, stórskotaliðsvopna og eldflauga frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. Suðurkóreumenn telja samkvæmt Yonhap fréttaveitunni að í staðinn hafi Kim fengið aðgang að skotpalli til að skjóta njósnagervihnöttum á braut um jörðu, drónatækni, búnað til að trufla raftæki og staðsetningartæki og loftvarnarkerfi. Einnig hafa átt sér stað viðræður milli ríkjanna um frekari samvinnu varðandi nútímavæðingu iðnaðar í Norður-Kóreu og samvinnu í orkumálum og ferðamennsku. Sérfræðingar NIS segja að um fimmtán þúsund farandverkamenn hafi verið sendir frá Norður-Kóreu til Rússlands. Sjá einnig: „Það er bara áfram og áfram“ Fyrstu hermennirnir voru sendir frá Norður-Kóreu til Rússlands í október en reynt var að fela þátttöku þeirra í átökunum í Kúrskhéraði í Rússlandi með því að útvega þeim rússneska herbúninga og vegabréf sem segja mennina frá austurhluta Rússlands. Það var ekki fyrr en í þessari viku sem ráðamenn í Kreml og Í Pyongyang viðurkenndu að hermennirnir hefðu verið sendir. „Rússneska þjóðin mun aldrei gleyma hugrekki sérsveita Norður-Kóreu,“ sagði Pútín í yfirlýsingu í vikunni. Photo and videos of North Korean soldiers, including training with shotguns to counter UAVs. 2/https://t.co/INRNDtCRNShttps://t.co/YwKV7zrLqihttps://t.co/pxmlBC6ieR pic.twitter.com/O5fgBeHp6F— Rob Lee (@RALee85) April 28, 2025 Kimdátarnir tilheyra sérsveit norður-kóreska hersins sem þjálfuð er til að berjast bak við víglínuna í stríði við Suður-Kóreu, með skemmdarverkum og banatilræðum, svo eitthvað sé nefnt. Frá því úkraínskir hermenn hörfuðu að mestu frá Kúrskhéraði hafa hermennirnir norðurkóresku sjaldnar tekið þátt í átökum. Hermennirnir eru þó enn í Rússlandi og NIS vill ekki útiloka að fleiri hermenn verði sendir til Rússlands.
Norður-Kórea Suður-Kórea Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Maltnesk stjórnvöld þurfa að hætta að falbjóða erlendum auðmönnum ríkisborgararétt samkvæmt dómi sem féll í Evrópudómstólnum í dag. Auðmenn gátu í reynd keypt sér rétt til að búa og starfa í Evrópu með því að kaupa vegabréf af Möltu. 29. apríl 2025 11:29 Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist ætla að lýsa yfir einhliða vopnahléi í Úkraínu í þrjá sólarhringa í næstu viku þegar Rússar fagna því að áttatíu ár eru liðin frá sigri á nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Úkraínumenn gefa lítið fyrir yfirlýsingar forsetans. 28. apríl 2025 15:02 Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Karlmaður sem rússnesk yfirvöld hafa í haldi vegna morðs á hátt settum herforingja fyrir helgi er sagður hafa játað sök og halda því fram að hann hafi fengið greitt frá Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um morðið. 28. apríl 2025 10:17 Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Donald Trump Bandaríkjaforseti segist telja að Volodómír Selenskí Úkraínuforseti geti fallist á að Rússar haldi Krímskaga eftir að friður kemst á í Úkraínu. 28. apríl 2025 06:48 Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands segir framtíð öryggismála í Evrópu vera járntjald sem liggi meðfram landamærum Finnlands, Eystrasaltslandanna, Póllandi, Úkraínu og niður að Svartahafi. Hervæðingin í Evrópu muni halda áfram þrátt fyrir að Úkraínustríðinu ljúki. 27. apríl 2025 15:22 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Maltnesk stjórnvöld þurfa að hætta að falbjóða erlendum auðmönnum ríkisborgararétt samkvæmt dómi sem féll í Evrópudómstólnum í dag. Auðmenn gátu í reynd keypt sér rétt til að búa og starfa í Evrópu með því að kaupa vegabréf af Möltu. 29. apríl 2025 11:29
Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist ætla að lýsa yfir einhliða vopnahléi í Úkraínu í þrjá sólarhringa í næstu viku þegar Rússar fagna því að áttatíu ár eru liðin frá sigri á nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Úkraínumenn gefa lítið fyrir yfirlýsingar forsetans. 28. apríl 2025 15:02
Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Karlmaður sem rússnesk yfirvöld hafa í haldi vegna morðs á hátt settum herforingja fyrir helgi er sagður hafa játað sök og halda því fram að hann hafi fengið greitt frá Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um morðið. 28. apríl 2025 10:17
Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Donald Trump Bandaríkjaforseti segist telja að Volodómír Selenskí Úkraínuforseti geti fallist á að Rússar haldi Krímskaga eftir að friður kemst á í Úkraínu. 28. apríl 2025 06:48
Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands segir framtíð öryggismála í Evrópu vera járntjald sem liggi meðfram landamærum Finnlands, Eystrasaltslandanna, Póllandi, Úkraínu og niður að Svartahafi. Hervæðingin í Evrópu muni halda áfram þrátt fyrir að Úkraínustríðinu ljúki. 27. apríl 2025 15:22
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent