1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar 1. maí 2025 11:02 Slagorð ÖBÍ fyrir 1.maí í ár er „Sköpum störf við hæfi“. En hvað þýðir það og hvað eru störf við hæfi? Jú það þýðir að fólk með fötlun er allskonar, með margskonar skerðingar, bæði andlegar og líkamlegar, allskonar menntun og reynslu, og því þarf að skapa fjölbreytt störf til að mæta þessum hóp þar sem hann er staddur. Í þessum hóp er fólk með allskyns menntun, allt frá því að hafa grunnskólapróf og upp í að hafa jafnvel nokkrar háskólagráður, og allt þar á milli. Svo það hlýtur að segja sig sjálft að það er ekki hægt að senda alla þessa einstaklinga bara í einhver störf og jafnvel eingöngu láglaunastörf. Það er ekki hvati til atvinnuþátttöku.Eflaust geta einhverjir í hópnum unnið í hlutastarfi við ræstingar, en það er afskaplega fámennur hópur. En eru þessi störf til sem stjórnvöld vilja ýta fólki útí og af örorku?Samkvæmt því sem ég hef séð, þegar ég skoða auglýsingar frá ráðningafyrirtækjum, þá er afskaplega fátæklegt um hlutastörf. Og ef þau eru til er yfirleitt um 50-80% starfshlutfall að ræða, sem mun henta þeim ágætlega sem fara inn á það sem kallast „hlutaörorka“ í nýju almannatryggingakerfi sem tekur gildi 1.september nk. En hvað með alla þá sem einungis hafa heilsu til að sinna lægra en 50% starfshlutfalli? Hvað er í boði fyrir það fólk? Ríki og sveitarfélög hafa ekki skapað gott fordæmi þegar snýr að hlutastörfum eða að ráða fatlað fólk til starfa hjá sér. Stjórnvöld verða að vera fremst í flokki þegar kemur að því að bjóða fólki með fötlun hlutastörf við hæfi. Megináhersla hefur verið lögð á það í gegnum tíðina að til séu verndaðir vinnustaðir, sem er gott og blessað. En það hlutfall fatlaðs fólks sem nýtir sér það úrræði er mjög lítill hluti af hópnum. Hvað hefur verið gert fyrir alla hina? Stutta svarið: Ekkert. Sá hópur hefur ýmista) einangrast heima, því lítið er í boði fyrir þennan hóp til að halda sér í virknib) þjösnast áfram á vinnumarkaði á kostnað heilsunnar og með tilheyrandi skerðingum á lífeyrisgreiðslum sínum og oft á tíðum ofgreiðslukröfumc) farið út í sjálfstæðan rekstur þar sem það ræður hvernig tíma þess og orku er varið, en þetta er mjög fámennur hópur Við erum öll mikilvæg og getum öll lagt eitthvað til samfélagsins, bara ekki 100%, og það er allt í lagi. Við þurfum ekki öll að vera eins, ekkert frekar en öll formin í þroskaleikföngum barnanna. Því mikið ofboðslega væri heimurinn og lífið einsleitt, litlaust og leiðinlegt ef við værum öll nákvæmlega eins. Ég skora á stjórnvöld að ganga frammi með góðu fordæmi þegar kemur að hlutastörfum fyrir fatlað fólk. Og eins má auka aðgengi að allskyns virkniúrræðum, en því hefur verið ábótavant fyrir fólk sem er með fullt örorkumat. Höfundur er formaður Kjarahóps ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Verkalýðsdagurinn Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Slagorð ÖBÍ fyrir 1.maí í ár er „Sköpum störf við hæfi“. En hvað þýðir það og hvað eru störf við hæfi? Jú það þýðir að fólk með fötlun er allskonar, með margskonar skerðingar, bæði andlegar og líkamlegar, allskonar menntun og reynslu, og því þarf að skapa fjölbreytt störf til að mæta þessum hóp þar sem hann er staddur. Í þessum hóp er fólk með allskyns menntun, allt frá því að hafa grunnskólapróf og upp í að hafa jafnvel nokkrar háskólagráður, og allt þar á milli. Svo það hlýtur að segja sig sjálft að það er ekki hægt að senda alla þessa einstaklinga bara í einhver störf og jafnvel eingöngu láglaunastörf. Það er ekki hvati til atvinnuþátttöku.Eflaust geta einhverjir í hópnum unnið í hlutastarfi við ræstingar, en það er afskaplega fámennur hópur. En eru þessi störf til sem stjórnvöld vilja ýta fólki útí og af örorku?Samkvæmt því sem ég hef séð, þegar ég skoða auglýsingar frá ráðningafyrirtækjum, þá er afskaplega fátæklegt um hlutastörf. Og ef þau eru til er yfirleitt um 50-80% starfshlutfall að ræða, sem mun henta þeim ágætlega sem fara inn á það sem kallast „hlutaörorka“ í nýju almannatryggingakerfi sem tekur gildi 1.september nk. En hvað með alla þá sem einungis hafa heilsu til að sinna lægra en 50% starfshlutfalli? Hvað er í boði fyrir það fólk? Ríki og sveitarfélög hafa ekki skapað gott fordæmi þegar snýr að hlutastörfum eða að ráða fatlað fólk til starfa hjá sér. Stjórnvöld verða að vera fremst í flokki þegar kemur að því að bjóða fólki með fötlun hlutastörf við hæfi. Megináhersla hefur verið lögð á það í gegnum tíðina að til séu verndaðir vinnustaðir, sem er gott og blessað. En það hlutfall fatlaðs fólks sem nýtir sér það úrræði er mjög lítill hluti af hópnum. Hvað hefur verið gert fyrir alla hina? Stutta svarið: Ekkert. Sá hópur hefur ýmista) einangrast heima, því lítið er í boði fyrir þennan hóp til að halda sér í virknib) þjösnast áfram á vinnumarkaði á kostnað heilsunnar og með tilheyrandi skerðingum á lífeyrisgreiðslum sínum og oft á tíðum ofgreiðslukröfumc) farið út í sjálfstæðan rekstur þar sem það ræður hvernig tíma þess og orku er varið, en þetta er mjög fámennur hópur Við erum öll mikilvæg og getum öll lagt eitthvað til samfélagsins, bara ekki 100%, og það er allt í lagi. Við þurfum ekki öll að vera eins, ekkert frekar en öll formin í þroskaleikföngum barnanna. Því mikið ofboðslega væri heimurinn og lífið einsleitt, litlaust og leiðinlegt ef við værum öll nákvæmlega eins. Ég skora á stjórnvöld að ganga frammi með góðu fordæmi þegar kemur að hlutastörfum fyrir fatlað fólk. Og eins má auka aðgengi að allskyns virkniúrræðum, en því hefur verið ábótavant fyrir fólk sem er með fullt örorkumat. Höfundur er formaður Kjarahóps ÖBÍ.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar