Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar 1. maí 2025 09:16 1. maí, fögnum við baráttu verkafólks fyrir réttlæti, virðingu og sanngirni. Á þessum degi ættum við einnig að beina augum okkar að þeim hópi sem lengi hefur verið útilokaður frá vinnumarkaði, fötluðu fólki. Fatlað fólk er ekki jaðarhópur. Um 15% mannkyns, tæpur milljarður einstaklinga, teljast fatlaðir. Fötlun nær yfir allan fjölbreytileika mannkynsins, hún getur verið tímabundin eða varanleg, sýnileg eða hulin. Aðeins örlítið hlutfall, um þrjú prósent, fæðist með skerðingar. Þar af um eitt prósent með þroskaskerðingu. Flestir eða um 97% fatlast á lífsleiðinni. Enginn veit að morgni hvernig dagurinn endar. Þrátt fyrir háleit mannréttindamarkmið, býr fatlað fólk enn við kerfisbundna útilokun frá atvinnulífi og samfélagsþátttöku. Nýtt kerfi í boði — en hverjir fá raunveruleg tækifæri? Þann 1. september taka gildi umfangsmiklar breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfinu Innleiða á: Örorkulífeyri (um 396.000 kr./mán.) fyrir 0–25% starfsgetu. Hlutaörorkulífeyri (um 325.000 kr./mán.) fyrir þau sem metin eru til 26–50% starfsgetu. Virknistyrk (um 71.000 kr./mán.) í allt að 24 mánuði á meðan atvinnuleit stendur. Brúar bilið á milli hlutaörorkulífeyris og örorkulífeyris. Þó breytingarnar boði aukna möguleika, vekur sérstakar áhyggjur að frítekjumörk verða misjöfn: 350.000 kr. fyrir hlutaörorkulífeyri en aðeins 100.000 kr. fyrir örorkulífeyri. Það er helmingslækkun frá núverandi kerfi. Ég setti inn í reiknivél TR forsendur til að sjá hvernig breytingarnar koma út fyrir einstakling sem fær fyrsta örorkumat 30 ára, væri með heimilisuppbót, 300.000 kr. atvinnutekjur og 100.000 kr. frá lífeyrissjóði. Samanburðurinn á núverandi kerfi og kerfinu sem tekur gildi 1.9.2025 miðað við forsendur hér að ofan eru þessi: Í núverandi kerfi væru greiðslur TR rúmlega 303.000 kr. fyrir skatt og um 262.000 kr. eftir skatt. Heildartekjur eftir skatt (TR, atvinnutekjur og lífeyrissjóður) = 528.099 kr. Í nýja kerfinu væru greiðslur TR um 354.000 kr. fyrir skatt og um 294.000 kr. eftir skatt. Heildartekjur eftir skatt (TR, atvinnutekjur og lífeyrissjóður) = um 560.000 kr. Hækkun ráðstöfunartekna í nýja kerfinu væri því tæplega 32.000 kr. á mánuði. Eins og sjá má er hækkunin mjög lítil sem virkar ekki hvetjandi fyrir fólk úr þessum hópi að taka þátt í vinnumarkaðnum. Það má því segja að þetta lága frítekjumark og skerðingar hindri frekar en hvetji enn stærstan hluta fatlaðs fólks frá sveigjanlegum þátttökumöguleikum á vinnumarkaði. Í þessum hóp er t.d. fólk með sveiflukennda sjúkdóma sem treysta sér kannski ekki í fasta vinnu en gætu hugsað sér að taka að sér verkefni eða tímabundin störf. En þetta lága frítekjumark hefur letjandi áhrif og getur orðið til þess að þau treysta sér ekki til að taka þátt í vinnumarkaðnum. Áfram verða þau því hindruð af lágu frítekjumarki og háum skerðingum. Þetta er ekki bara sóun á verðmætum mannauð heldur eykur það félagslegri einangrun. Það er augljóst að 100.000 króna frítekjumark hrekkur skammt. Greiðslur frá lífeyrissjóð eru t.d. fljótar að fullnýta 100.000 króna frítekjumark og þá taka við háar skerðingar upp á 45 aurar af hverri krónu. Þessu þarf að breyta. Það þyrfti að hækka frítekjumarkið fyrir þennan hóp að minnsta kosti upp í 200.000 krónur á mánuði og lækka skerðingarnar niður i 30 aura af hverri krónu. Þannig myndu stjórnvöld ná sýnum markmiðum að bæta kjör fatlaðs fólks, auka þátttöku þeirra á vinnumarkaði og koma í veg fyrri félagslega einangrun þeirra. Á síðu TR er reiknivél þar sem hver og einn getur sett inn mismunandi forsendur og skoðað hvernig breytingarnar hafa áhrif á greiðslur til þeirra í nýja kerfinu. https://island.is/s/tryggingastofnun/reiknivel?dateOfCalculations=2025-09-02T00:00:00.000Z Vinnumarkaður framtíðarinnar — fyrir alla eða fáa? Brautryðjendur í fötlunarfræðum, sýna fram á að útilokun fatlaðs fólks stafi ekki af skerðingum þeirra, heldur af skipulagi samfélagsins og öðrum manngerðum hindrunum. Einn þeirra Colin Barnes kallar eftir róttækri endurhugsun hugtakinu vinna: við verðum að skilgreina vinnu á nýjan hátt, viðurkenna verkefnavinnu, hlutastörf, sjálfstæða vinnu og sveigjanlega þátttöku sem jafnverðmæta. Samningur Sameinuðu þjóðanna kveður á um rétt fatlaðs fólks til sanngjarnra vinnuskilyrða og sömu kjara og annarra. Réttindi, ekki vorkunn Fatlað fólk á: sama rétt og aðrir til atvinnu rétt á sanngjörnum og hagstæðum vinnuskilyrðum rétt á endurmenntun og starfsráðgjöf rétt á aðgengi að opinberum störfum rétt á viðeigandi aðlögun á vinnustað Öll höfum við hlutverk — enginn skilinn út undan Þann 1. maí minnumst við þess: Réttlæti verður aðeins að veruleika ef það nær til allra. Samfélag sem byggir á réttlæti nýtir hæfileika allra. Höfundur er meistaranemi í fötlunarfræði við Háskóla Íslands og varaformaður kjarahóps ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Vinnumarkaður Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
1. maí, fögnum við baráttu verkafólks fyrir réttlæti, virðingu og sanngirni. Á þessum degi ættum við einnig að beina augum okkar að þeim hópi sem lengi hefur verið útilokaður frá vinnumarkaði, fötluðu fólki. Fatlað fólk er ekki jaðarhópur. Um 15% mannkyns, tæpur milljarður einstaklinga, teljast fatlaðir. Fötlun nær yfir allan fjölbreytileika mannkynsins, hún getur verið tímabundin eða varanleg, sýnileg eða hulin. Aðeins örlítið hlutfall, um þrjú prósent, fæðist með skerðingar. Þar af um eitt prósent með þroskaskerðingu. Flestir eða um 97% fatlast á lífsleiðinni. Enginn veit að morgni hvernig dagurinn endar. Þrátt fyrir háleit mannréttindamarkmið, býr fatlað fólk enn við kerfisbundna útilokun frá atvinnulífi og samfélagsþátttöku. Nýtt kerfi í boði — en hverjir fá raunveruleg tækifæri? Þann 1. september taka gildi umfangsmiklar breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfinu Innleiða á: Örorkulífeyri (um 396.000 kr./mán.) fyrir 0–25% starfsgetu. Hlutaörorkulífeyri (um 325.000 kr./mán.) fyrir þau sem metin eru til 26–50% starfsgetu. Virknistyrk (um 71.000 kr./mán.) í allt að 24 mánuði á meðan atvinnuleit stendur. Brúar bilið á milli hlutaörorkulífeyris og örorkulífeyris. Þó breytingarnar boði aukna möguleika, vekur sérstakar áhyggjur að frítekjumörk verða misjöfn: 350.000 kr. fyrir hlutaörorkulífeyri en aðeins 100.000 kr. fyrir örorkulífeyri. Það er helmingslækkun frá núverandi kerfi. Ég setti inn í reiknivél TR forsendur til að sjá hvernig breytingarnar koma út fyrir einstakling sem fær fyrsta örorkumat 30 ára, væri með heimilisuppbót, 300.000 kr. atvinnutekjur og 100.000 kr. frá lífeyrissjóði. Samanburðurinn á núverandi kerfi og kerfinu sem tekur gildi 1.9.2025 miðað við forsendur hér að ofan eru þessi: Í núverandi kerfi væru greiðslur TR rúmlega 303.000 kr. fyrir skatt og um 262.000 kr. eftir skatt. Heildartekjur eftir skatt (TR, atvinnutekjur og lífeyrissjóður) = 528.099 kr. Í nýja kerfinu væru greiðslur TR um 354.000 kr. fyrir skatt og um 294.000 kr. eftir skatt. Heildartekjur eftir skatt (TR, atvinnutekjur og lífeyrissjóður) = um 560.000 kr. Hækkun ráðstöfunartekna í nýja kerfinu væri því tæplega 32.000 kr. á mánuði. Eins og sjá má er hækkunin mjög lítil sem virkar ekki hvetjandi fyrir fólk úr þessum hópi að taka þátt í vinnumarkaðnum. Það má því segja að þetta lága frítekjumark og skerðingar hindri frekar en hvetji enn stærstan hluta fatlaðs fólks frá sveigjanlegum þátttökumöguleikum á vinnumarkaði. Í þessum hóp er t.d. fólk með sveiflukennda sjúkdóma sem treysta sér kannski ekki í fasta vinnu en gætu hugsað sér að taka að sér verkefni eða tímabundin störf. En þetta lága frítekjumark hefur letjandi áhrif og getur orðið til þess að þau treysta sér ekki til að taka þátt í vinnumarkaðnum. Áfram verða þau því hindruð af lágu frítekjumarki og háum skerðingum. Þetta er ekki bara sóun á verðmætum mannauð heldur eykur það félagslegri einangrun. Það er augljóst að 100.000 króna frítekjumark hrekkur skammt. Greiðslur frá lífeyrissjóð eru t.d. fljótar að fullnýta 100.000 króna frítekjumark og þá taka við háar skerðingar upp á 45 aurar af hverri krónu. Þessu þarf að breyta. Það þyrfti að hækka frítekjumarkið fyrir þennan hóp að minnsta kosti upp í 200.000 krónur á mánuði og lækka skerðingarnar niður i 30 aura af hverri krónu. Þannig myndu stjórnvöld ná sýnum markmiðum að bæta kjör fatlaðs fólks, auka þátttöku þeirra á vinnumarkaði og koma í veg fyrri félagslega einangrun þeirra. Á síðu TR er reiknivél þar sem hver og einn getur sett inn mismunandi forsendur og skoðað hvernig breytingarnar hafa áhrif á greiðslur til þeirra í nýja kerfinu. https://island.is/s/tryggingastofnun/reiknivel?dateOfCalculations=2025-09-02T00:00:00.000Z Vinnumarkaður framtíðarinnar — fyrir alla eða fáa? Brautryðjendur í fötlunarfræðum, sýna fram á að útilokun fatlaðs fólks stafi ekki af skerðingum þeirra, heldur af skipulagi samfélagsins og öðrum manngerðum hindrunum. Einn þeirra Colin Barnes kallar eftir róttækri endurhugsun hugtakinu vinna: við verðum að skilgreina vinnu á nýjan hátt, viðurkenna verkefnavinnu, hlutastörf, sjálfstæða vinnu og sveigjanlega þátttöku sem jafnverðmæta. Samningur Sameinuðu þjóðanna kveður á um rétt fatlaðs fólks til sanngjarnra vinnuskilyrða og sömu kjara og annarra. Réttindi, ekki vorkunn Fatlað fólk á: sama rétt og aðrir til atvinnu rétt á sanngjörnum og hagstæðum vinnuskilyrðum rétt á endurmenntun og starfsráðgjöf rétt á aðgengi að opinberum störfum rétt á viðeigandi aðlögun á vinnustað Öll höfum við hlutverk — enginn skilinn út undan Þann 1. maí minnumst við þess: Réttlæti verður aðeins að veruleika ef það nær til allra. Samfélag sem byggir á réttlæti nýtir hæfileika allra. Höfundur er meistaranemi í fötlunarfræði við Háskóla Íslands og varaformaður kjarahóps ÖBÍ.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun