Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar 1. maí 2025 18:02 Þann 1. maí 2004 gengu tíu ný ríki í Evrópusambandið. Þetta voru Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland, Slóvenía, Malta og Kýpur. Þetta var stærsta stækkun sambandsins í sögunni og um leið táknræn sameining Evrópu eftir áratugi aðskilnaðar milli austurs og vesturs. Í dag, 21 ári síðar, er ljóst að þessi stækkun hefur haft gríðarleg jákvæð áhrif – ekki aðeins á nýju aðildarríkin, heldur einnig á álfuna í heild sinni.Sé litið til efnahagsvaxtar er ljóst að stækkunin hefur verið fullkomin sigursaga. Til dæmis hefur Pólland, stærsta ríkið í umræddri stækkunarlotu nánast þrefaldað landsframleiðslu á mann frá árinu 2004. Eystrasaltsríkin hafa fest sig í sessi sem öflug og nútímaleg hagkerfi, og traustur samstarfsaðili okkar Íslendinga á alþjóðavísu. Flest ríkja í umræddri stækkunarlotu hafa nálgast eða jafnvel náð meðaltekjum eldri aðildarríkja ESB. Þannig er verg landsframleiðsla á mann nú hærri í Slóveníu en á Spáni eða í Portúgal.Stækkun ESB opnaði ótalmörg tækifæri, jafnt fyrir fólk sem fyrirtæki um alla Evrópu. Hún opnaði á aðgang að innri markaði, hún liðkaði fyrir fjárfestingum þvert á landamæri og tryggði frelsi fólks til að starfa og ferðast og alla Evrópu. Það er þess vegna full ástæða til að fagna þessum tímamótum. Evrópuhugsjónin hefur sannað gildi sitt. Hugsjón sem tryggir frelsi fólks og bætir lífsgæði hjá fjölda þjóða er hugsjón sem er þess virði að berjast fyrir. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Evrópusambandið Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. maí 2004 gengu tíu ný ríki í Evrópusambandið. Þetta voru Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland, Slóvenía, Malta og Kýpur. Þetta var stærsta stækkun sambandsins í sögunni og um leið táknræn sameining Evrópu eftir áratugi aðskilnaðar milli austurs og vesturs. Í dag, 21 ári síðar, er ljóst að þessi stækkun hefur haft gríðarleg jákvæð áhrif – ekki aðeins á nýju aðildarríkin, heldur einnig á álfuna í heild sinni.Sé litið til efnahagsvaxtar er ljóst að stækkunin hefur verið fullkomin sigursaga. Til dæmis hefur Pólland, stærsta ríkið í umræddri stækkunarlotu nánast þrefaldað landsframleiðslu á mann frá árinu 2004. Eystrasaltsríkin hafa fest sig í sessi sem öflug og nútímaleg hagkerfi, og traustur samstarfsaðili okkar Íslendinga á alþjóðavísu. Flest ríkja í umræddri stækkunarlotu hafa nálgast eða jafnvel náð meðaltekjum eldri aðildarríkja ESB. Þannig er verg landsframleiðsla á mann nú hærri í Slóveníu en á Spáni eða í Portúgal.Stækkun ESB opnaði ótalmörg tækifæri, jafnt fyrir fólk sem fyrirtæki um alla Evrópu. Hún opnaði á aðgang að innri markaði, hún liðkaði fyrir fjárfestingum þvert á landamæri og tryggði frelsi fólks til að starfa og ferðast og alla Evrópu. Það er þess vegna full ástæða til að fagna þessum tímamótum. Evrópuhugsjónin hefur sannað gildi sitt. Hugsjón sem tryggir frelsi fólks og bætir lífsgæði hjá fjölda þjóða er hugsjón sem er þess virði að berjast fyrir. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar