Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar 2. maí 2025 08:32 Í maímánuði leggur Gigtarfélag Íslands áherslu á að varpa ljósi á einn algengasta langvinna heilsufarsvanda okkar tíma – gigt. Gigtarmaí er tileinkaður öllum þeim sem eru með gigtarsjúkdóma og þeim sem styðja þau í daglegu lífi. Þetta er tími til að hvetja til fræðslu, samkenndar og nýrrar sýnar á það hvernig við skiljum og bregðumst við þessum fjölbreyttu og oft ósýnilegu sjúkdómum. Gigt getur haft áhrif á fólk á öllum aldri – börn sem fullorðna – og einkennin eru margvísleg: Verkir, stirðleiki, lamandi þreyta og bólgur. Þrátt fyrir að yfir 6.000 manns greinist árlega með gigtarsjúkdóma á Íslandi, eru fordómar og vanþekking enn mikil. Því er mikilvægt að við tölum opinskátt um gigt og reynsluna af því að lifa með henni. Gigt er ekki ein tegund sjúkdóms heldur yfir 100 mismunandi sjúkdómar sem hafa áhrif á liði, vöðva, sinar og bandvefi – og jafnvel líffæri eins og hjarta, lungu og nýru. Hún getur verið ósýnileg, óútreiknanleg og yfirþyrmandi. Margir upplifa verk sem erfitt er að lýsa, lamandi þreytu sem hvorki svefn né hvíld lagar og skerðingu á getu til daglegrar þátttöku sem getur haft áhrif á sjálfsmynd, atvinnuþátttöku og félagslíf. Á Íslandi eru tugir þúsunda með einhvers konar gigtarsjúkdóm. Þar af eru margir greindir á unga aldri – jafnvel sem ung börn. Samt sem áður er gigt enn of oft misskilin. Fordómar og þögnin í kringum langvinna verki og ósýnileg veikindi gera stöðuna enn erfiðari. Þess vegna skiptir Gigtarmaí máli. Fræðsla og meðvitund eru lykilatriði Gigtarmaí snýst ekki bara um að vekja athygli – heldur einnig um að auka þekkingu almennings og fagfólks og tryggja að fólk fái þá meðferð, aðstoð og skilning sem það þarfnast. Það er mikilvægt að við hættum að líta á gigt sem "einhverja ellisjúkdóma", því hún getur haft áhrif á fólk á öllum aldri – og lífsgæði fólks fara ekki endilega eftir aldri og alvarleika sjúkdómsins heldur aðgengi að réttum úrræðum. Við viljum hvetja fólk til að taka þátt með því að deila reynslu sinni, hlusta á sögur annarra, mæta á viðburði, fræðast og styðja. Það getur verið í gegnum samfélagsmiðla, fræðsluerindi eða einfaldlega með því að sýna samkennd í samtali við náunga. Gigt og vinnumarkaðurinn – ósýnilegar hindranir og óséðir möguleikar Einn af þeim þáttum sem oft gleymist í umræðunni um gigtarsjúkdóma eru áhrifin á atvinnulíf og starfsgetu. Margir sem lifa með gigt mæta áskorunum í starfi sem snúa ekki aðeins að líkamlegri getu, heldur einnig skilningi og sveigjanleika á vinnustað. Þreyta, verkir og skert hreyfigeta geta haft áhrif á frammistöðu – ekki vegna skorts á vilja eða hæfileikum, heldur vegna takmarkana sem sjúkdómurinn veldur. Mörg störf eru enn of ósveigjanleg fyrir fólk með langvinna heilsufarsvandamál. Þörfin fyrir sveigjanlegan vinnutíma, fjarvinnu, hlé og aðlagaðar vinnuaðstæður ætti ekki að vera lúxus heldur sjálfsögð mannréttindi. Þegar fyrirtæki og stofnanir taka mið af fjölbreyttum þörfum starfsfólks, eykst ekki aðeins starfsánægja – heldur nýtist þekking og reynsla allra betur. Það er til mikils að vinna. Margir með gigt vilja vera virkir á atvinnulífinu og geta unnið ef vinnutími- og aðstaða eru aðlöguð að þeim. Á Íslandi er rétturinn til viðeigandi aðlögunar á vinnustað lögbundinn. Margir veikjast eftir að hafa lokið langskólanámi og hafa ómetanlega innsýn og hæfileika – en þurfa stuðning og skilning til að blómstra. Í Gigtarmaí minnum við á að atvinnulífið þarf að vera fyrir alla – líka þá sem eru með ósýnilegan sjúkdóm. Hver rödd skiptir máli Gigtarmaí er líka tími til að minna á mikilvægi rannsókna og framfara í læknisfræði. Þó margt hafi áunnist, er langt í land hvað varðar ný lyf, endurhæfingu, sálrænan stuðning og aðgengi að sérfræðingum. Með sterkari rödd og samhentu átaki getum við þrýst á um breytingar og betri framtíð fyrir alla þá sem lifa með gigt. Við skorum á þig – hvort sem þú ert heilbrigðisstarfsmaður, aðstandandi eða einstaklingur með gigt – að taka þátt í Gigtarmaí. Í Gigtarmaí hvetjum við hjá Gigtarfélaginu fólk til að taka þátt – hvort sem það er með því að fræðast, deila reynslu sinni, eða styrkja Gigtarfélagið og rannsóknir. Með sameiginlegu átaki getum við aukið skilning, bætt þjónustu og skapað framtíð þar sem enginn þarf að lifa með gigt án skilnings og stuðnings. Höfundur er varaformaður Gigtarfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í maímánuði leggur Gigtarfélag Íslands áherslu á að varpa ljósi á einn algengasta langvinna heilsufarsvanda okkar tíma – gigt. Gigtarmaí er tileinkaður öllum þeim sem eru með gigtarsjúkdóma og þeim sem styðja þau í daglegu lífi. Þetta er tími til að hvetja til fræðslu, samkenndar og nýrrar sýnar á það hvernig við skiljum og bregðumst við þessum fjölbreyttu og oft ósýnilegu sjúkdómum. Gigt getur haft áhrif á fólk á öllum aldri – börn sem fullorðna – og einkennin eru margvísleg: Verkir, stirðleiki, lamandi þreyta og bólgur. Þrátt fyrir að yfir 6.000 manns greinist árlega með gigtarsjúkdóma á Íslandi, eru fordómar og vanþekking enn mikil. Því er mikilvægt að við tölum opinskátt um gigt og reynsluna af því að lifa með henni. Gigt er ekki ein tegund sjúkdóms heldur yfir 100 mismunandi sjúkdómar sem hafa áhrif á liði, vöðva, sinar og bandvefi – og jafnvel líffæri eins og hjarta, lungu og nýru. Hún getur verið ósýnileg, óútreiknanleg og yfirþyrmandi. Margir upplifa verk sem erfitt er að lýsa, lamandi þreytu sem hvorki svefn né hvíld lagar og skerðingu á getu til daglegrar þátttöku sem getur haft áhrif á sjálfsmynd, atvinnuþátttöku og félagslíf. Á Íslandi eru tugir þúsunda með einhvers konar gigtarsjúkdóm. Þar af eru margir greindir á unga aldri – jafnvel sem ung börn. Samt sem áður er gigt enn of oft misskilin. Fordómar og þögnin í kringum langvinna verki og ósýnileg veikindi gera stöðuna enn erfiðari. Þess vegna skiptir Gigtarmaí máli. Fræðsla og meðvitund eru lykilatriði Gigtarmaí snýst ekki bara um að vekja athygli – heldur einnig um að auka þekkingu almennings og fagfólks og tryggja að fólk fái þá meðferð, aðstoð og skilning sem það þarfnast. Það er mikilvægt að við hættum að líta á gigt sem "einhverja ellisjúkdóma", því hún getur haft áhrif á fólk á öllum aldri – og lífsgæði fólks fara ekki endilega eftir aldri og alvarleika sjúkdómsins heldur aðgengi að réttum úrræðum. Við viljum hvetja fólk til að taka þátt með því að deila reynslu sinni, hlusta á sögur annarra, mæta á viðburði, fræðast og styðja. Það getur verið í gegnum samfélagsmiðla, fræðsluerindi eða einfaldlega með því að sýna samkennd í samtali við náunga. Gigt og vinnumarkaðurinn – ósýnilegar hindranir og óséðir möguleikar Einn af þeim þáttum sem oft gleymist í umræðunni um gigtarsjúkdóma eru áhrifin á atvinnulíf og starfsgetu. Margir sem lifa með gigt mæta áskorunum í starfi sem snúa ekki aðeins að líkamlegri getu, heldur einnig skilningi og sveigjanleika á vinnustað. Þreyta, verkir og skert hreyfigeta geta haft áhrif á frammistöðu – ekki vegna skorts á vilja eða hæfileikum, heldur vegna takmarkana sem sjúkdómurinn veldur. Mörg störf eru enn of ósveigjanleg fyrir fólk með langvinna heilsufarsvandamál. Þörfin fyrir sveigjanlegan vinnutíma, fjarvinnu, hlé og aðlagaðar vinnuaðstæður ætti ekki að vera lúxus heldur sjálfsögð mannréttindi. Þegar fyrirtæki og stofnanir taka mið af fjölbreyttum þörfum starfsfólks, eykst ekki aðeins starfsánægja – heldur nýtist þekking og reynsla allra betur. Það er til mikils að vinna. Margir með gigt vilja vera virkir á atvinnulífinu og geta unnið ef vinnutími- og aðstaða eru aðlöguð að þeim. Á Íslandi er rétturinn til viðeigandi aðlögunar á vinnustað lögbundinn. Margir veikjast eftir að hafa lokið langskólanámi og hafa ómetanlega innsýn og hæfileika – en þurfa stuðning og skilning til að blómstra. Í Gigtarmaí minnum við á að atvinnulífið þarf að vera fyrir alla – líka þá sem eru með ósýnilegan sjúkdóm. Hver rödd skiptir máli Gigtarmaí er líka tími til að minna á mikilvægi rannsókna og framfara í læknisfræði. Þó margt hafi áunnist, er langt í land hvað varðar ný lyf, endurhæfingu, sálrænan stuðning og aðgengi að sérfræðingum. Með sterkari rödd og samhentu átaki getum við þrýst á um breytingar og betri framtíð fyrir alla þá sem lifa með gigt. Við skorum á þig – hvort sem þú ert heilbrigðisstarfsmaður, aðstandandi eða einstaklingur með gigt – að taka þátt í Gigtarmaí. Í Gigtarmaí hvetjum við hjá Gigtarfélaginu fólk til að taka þátt – hvort sem það er með því að fræðast, deila reynslu sinni, eða styrkja Gigtarfélagið og rannsóknir. Með sameiginlegu átaki getum við aukið skilning, bætt þjónustu og skapað framtíð þar sem enginn þarf að lifa með gigt án skilnings og stuðnings. Höfundur er varaformaður Gigtarfélags Íslands.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun