Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2025 10:13 Russel Brand fyrir utan dómshúsið í Westminster í Lundúnum í morgun. AP/Alberto Pezzali Breski grínistinn Russell Brand mætti í dómsal í morgun, í fyrsta sinn eftir að hann var ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot. Þar var tekið fyrir hvort hann yrði hnepptur í varðhald á meðan réttarhöld gegn honum standa yfir en hann mun fá að ganga laus gegn ákveðnum skilyrðum. Brand tjáði sig ekki sjálfur í dómsal í morgun, fyrir utan það að staðfesta nafn sitt, fæðingardag, heimilisfang og það að hann skyldi þau skilyrði sem honum hafa verið sett á meðan hann gengur laus. Þá tók hann ekki afstöðu gagnvart ákærunum gegn honum. Honum hefur verið gert að mæta alltaf í dómsal á meðan réttað er yfir honum og að gera yfirvöldum ljóst hvar hann heldur til, hvort sem það er í Bretlandi eða í Bandaríkjunum, þar sem hann býr nú. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað konu í Bournemouth árið 1999. Fyrir að hafa ráðist kynferðislega á konu í Westminster í Lundúnum árið 2001. Fyrir að hafa nauðgað konu í sama hverfi árið 2004 og fyrir að hafa ráðist kynferðislega á konu í Lundúnum á árunum 2004 og 2005. Sjá einnig: Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Brand sló í gegn sem uppistandari áður en hann gerði garðinn frægan í sjónvarpi og útvarpi. Þá hefur hann birst í fjölda kvikmynda, meðal annars Forgetting Sarah Marshall. Ásakanirnar gegn Brand, sem er 49 ára gamall, litu fyrst dagsins ljós í sameiginlegri rannsókn Sunday Times, The Times og Channel 4 sem birt var í september 2023. Hann hefur tjáð sig um ásakanirnar en þá sagðist hann meðal annars hafa verið hálfviti, eiturlyfja- og kynlífsfíkill en aldrei hefði hann verið nauðgari. Í frétt BBC segir að mikill fjöldi blaðamanna, ljósmyndara og myndatökumanna hafi verið fyrir utan dómshúsið þegar Brand mætti þangað í morgun. Það hafi tekið hann langan tíma að komast inn en hann hafi ekki svarað neinum fyrirspurnum eða tjáð sig með öðrum hætti. Brand á næst að mæta í dómsal þann 30. maí og eiga réttarhöldin gegn honum að hefjast þá. BREAKING: Russell Brand arrives at court as he faces sexual offence charges. https://t.co/TC2ROCL7wW📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/FNLHtlXM12— Sky News (@SkyNews) May 2, 2025 Bretland Mál Russell Brand Hollywood Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Brand tjáði sig ekki sjálfur í dómsal í morgun, fyrir utan það að staðfesta nafn sitt, fæðingardag, heimilisfang og það að hann skyldi þau skilyrði sem honum hafa verið sett á meðan hann gengur laus. Þá tók hann ekki afstöðu gagnvart ákærunum gegn honum. Honum hefur verið gert að mæta alltaf í dómsal á meðan réttað er yfir honum og að gera yfirvöldum ljóst hvar hann heldur til, hvort sem það er í Bretlandi eða í Bandaríkjunum, þar sem hann býr nú. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað konu í Bournemouth árið 1999. Fyrir að hafa ráðist kynferðislega á konu í Westminster í Lundúnum árið 2001. Fyrir að hafa nauðgað konu í sama hverfi árið 2004 og fyrir að hafa ráðist kynferðislega á konu í Lundúnum á árunum 2004 og 2005. Sjá einnig: Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Brand sló í gegn sem uppistandari áður en hann gerði garðinn frægan í sjónvarpi og útvarpi. Þá hefur hann birst í fjölda kvikmynda, meðal annars Forgetting Sarah Marshall. Ásakanirnar gegn Brand, sem er 49 ára gamall, litu fyrst dagsins ljós í sameiginlegri rannsókn Sunday Times, The Times og Channel 4 sem birt var í september 2023. Hann hefur tjáð sig um ásakanirnar en þá sagðist hann meðal annars hafa verið hálfviti, eiturlyfja- og kynlífsfíkill en aldrei hefði hann verið nauðgari. Í frétt BBC segir að mikill fjöldi blaðamanna, ljósmyndara og myndatökumanna hafi verið fyrir utan dómshúsið þegar Brand mætti þangað í morgun. Það hafi tekið hann langan tíma að komast inn en hann hafi ekki svarað neinum fyrirspurnum eða tjáð sig með öðrum hætti. Brand á næst að mæta í dómsal þann 30. maí og eiga réttarhöldin gegn honum að hefjast þá. BREAKING: Russell Brand arrives at court as he faces sexual offence charges. https://t.co/TC2ROCL7wW📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/FNLHtlXM12— Sky News (@SkyNews) May 2, 2025
Bretland Mál Russell Brand Hollywood Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira