„Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2025 14:44 Kári Stefánsson vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, hann var rekinn á staðnum og fyrirvaralaust. vísir/vilhelm Mikla athygli vakti í morgun þegar Amgen, eigandi Íslenskrar erfðagreiningar sendi óvænt frá sér tilkynningu um forstjóraskipti. Kári Stefánsson segir að hann hafi verið rekinn fyrirvaralaust. Dr. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrick Sulem taka við stjórn fyrirtækisins, þau munu leiða í sameiningu starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar á Íslandi. Kári Stefánsson, fyrrverandi forstjóri, segist hafa verið rekinn. „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust,“ segir Kári í stuttu svari til Vísis. Hann er staddur í Bandaríkjunum og getur ekki tjáð sig að neinu viti, sagði að það muni hann gera eftir helgi. En vildi þó segja þetta. Þetta eru nú meiru fantarnir og fúlmennin? „Kannski ekki, kannski eru þetta bara menn sem vita hvað þeir vilja,“ sagði Kári þá. Elissa Snook, yfirmaður samskiptamála hjá Amgen, bauð fréttamanni að senda sér skriflega fyrirspurn vegna málsins og svör hennar voru eftirfarandi: „Fyrirtækið tók stefnumótandi ákvörðun um að skipta um forystu hjá deCODE genetics til að samræma betur við alþjóðlega rannsóknar- og þróunarstarfsemi okkar. Þessi ákvörðun endurspeglar skuldbindingu okkar til að viðhalda alþjóðlegri forystu deCODE í erfðarannsóknum og tryggja áframhaldandi þróun þess til að mæta vísindalegum áskorunum. Við erum þakklát fyrir framlag Dr. Stefánssonar og fullviss um að sú undirstaða sem hann byggði muni gera kleift að halda áfram nýsköpun og hafa jákvæð áhrif fyrir sjúklinga.“ Kári tjáði sig um starfsánægju sína í áramótaviðtali við Morgunblaðið á gamlársdag. „Nei, ég er margoft búinn að segja vinum mínum í Ameríku I’m not going to retire, I’m going to die. Ég get ekki ímyndað mér neitt skemmtilegra en það sem ég er að fást við. Ég er að vinna með ævintýralegu gáfuðu, hæfileikamiklu og sniðugu fólki af alls konar gerðum og stærðum,“ sagði Kári í áramótaviðtali við Morgunblaðið. Íslensk erfðagreining Vistaskipti Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Dr. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrick Sulem taka við stjórn fyrirtækisins, þau munu leiða í sameiningu starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar á Íslandi. Kári Stefánsson, fyrrverandi forstjóri, segist hafa verið rekinn. „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust,“ segir Kári í stuttu svari til Vísis. Hann er staddur í Bandaríkjunum og getur ekki tjáð sig að neinu viti, sagði að það muni hann gera eftir helgi. En vildi þó segja þetta. Þetta eru nú meiru fantarnir og fúlmennin? „Kannski ekki, kannski eru þetta bara menn sem vita hvað þeir vilja,“ sagði Kári þá. Elissa Snook, yfirmaður samskiptamála hjá Amgen, bauð fréttamanni að senda sér skriflega fyrirspurn vegna málsins og svör hennar voru eftirfarandi: „Fyrirtækið tók stefnumótandi ákvörðun um að skipta um forystu hjá deCODE genetics til að samræma betur við alþjóðlega rannsóknar- og þróunarstarfsemi okkar. Þessi ákvörðun endurspeglar skuldbindingu okkar til að viðhalda alþjóðlegri forystu deCODE í erfðarannsóknum og tryggja áframhaldandi þróun þess til að mæta vísindalegum áskorunum. Við erum þakklát fyrir framlag Dr. Stefánssonar og fullviss um að sú undirstaða sem hann byggði muni gera kleift að halda áfram nýsköpun og hafa jákvæð áhrif fyrir sjúklinga.“ Kári tjáði sig um starfsánægju sína í áramótaviðtali við Morgunblaðið á gamlársdag. „Nei, ég er margoft búinn að segja vinum mínum í Ameríku I’m not going to retire, I’m going to die. Ég get ekki ímyndað mér neitt skemmtilegra en það sem ég er að fást við. Ég er að vinna með ævintýralegu gáfuðu, hæfileikamiklu og sniðugu fólki af alls konar gerðum og stærðum,“ sagði Kári í áramótaviðtali við Morgunblaðið.
Íslensk erfðagreining Vistaskipti Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira