Erlent

Sögu­legur sigur Umbótaflokks og skip­brot stóru flokkanna tveggja

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Nigel Farage var ansi kátur með úrslitin sem eru söguleg bæði vegna sigurs Umbótaflokksins og vegna skipbrots bæði Verkamannaflokks og Íhaldsflokks.
Nigel Farage var ansi kátur með úrslitin sem eru söguleg bæði vegna sigurs Umbótaflokksins og vegna skipbrots bæði Verkamannaflokks og Íhaldsflokks. AP

Umbótaflokkurinn (Reform UK), undir stjórn Nigel Farage, vann stórsigur í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum í Bretlandi. Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn biðu báðir skipbrot og náðu samanlagt aðeins 35 prósent atkvæða, sem er sögulega lágt.

Breska ríkisútvarpið greinir frá þegar búið er að telja flest atkvæði.

Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins, segir flokk sinn hafa tekið fram úr Íhaldsflokknum sem helsta stjórnarandstöðuflokki landsins eftir að Umbótaflokkurinn náði meirihluta í tíu sveitafélögum, vann sigur í tveimur borgarstjórakosningum og hirti þingsæti af Verkamannaflokknum í aukakosningu í kjördæminu Runcorn and Helsby.

Þvert yfir landið fékk Umbótaflokkurinn 677 fulltrúa kjörna, Frjáls­lynd­ir demó­krat­ar fengu 370 full­trúa kjörna, Íhalds­flokk­ur­inn 317, Verka­manna­flokk­ur­inn 99, Óháðir 89 og Græn­ingj­ar 80. 

„Endalok tveggja flokka stjórnmála“

Umbótaflokkurinn hefur keyrt mikið á útlendingamálum og hefur Farage sagst horfa mikið til Trump í áherslum sínum. Flokknum gekk sérstakelga vel á svæðum þar sem er mikið um ellilífeyrisþega og lítið um hákólanema.

Í sumum sýslum í miðhéruðum Englands og í norðrinu fékk Umbótaflokkurinn meira en 60 prósent atkvæða og náði að nýta sér óánægju kjósenda með Verkamannaflokkinn sem er í stjórn og Íhaldsflokkinn sem stýrði landinu frá 2010 til 2024. 

Farage sagði á fjöldafundi í Durham þar sem Umbótaflokkurinn fékk 65 af 98 sætum að kosningin „markaði endalok tveggja flokka stjórnmála eins og við höfum þekkt þau í meira en öld í þessu landi“. Þá sagði hann kosninguna „upphafið að endi Íhaldsflokksins“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×