Fótbolti

Karó­lína lagði upp sigur­mark Leverkusen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gaf í dag sína fimmtu stoðsendingu í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gaf í dag sína fimmtu stoðsendingu í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. getty/Gabor Baumgarten

Bayer Leverkusen vann 1-0 sigur á RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði eina mark leiksins upp.

Þetta var næstsíðasti leikur Leverkusen á tímabilinu. Liðið er í 4. sæti þýsku deildarinnar með 43 stig, einu stigi á eftir Eintracht Frankfurt sem er í 3. sætinu og á leik til góða á Leverkusen. Þrjú efstu lið deildarinnar komast í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Á 32. mínútu skoraði Cornelia Kramer eina mark leiksins eftir undirbúning Karólínu. Þetta var fimmta stoðsending hennar í þýsku deildinni í vetur en hún hefur einnig skorað tvö mörk.

Samherji Karólínu í íslenska landsliðinu, Emilía Kiær Ásgeirsdóttir lék síðustu sex mínúturnar hjá Leipzig.

Emilía og stöllur hennar hafa tapað þremur leikjum í röð og eru í 8. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×