Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. maí 2025 16:23 Alice Weidel er formaður Valkosts fyrir Þýskaland og hefur gagnrýnt flokkun hans sem öfgasamtök harðlega. Getty Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna hefur meðal annars sakað þýskar „skrifstofublækur“ um að endurreisa Berlínarmúrinn og Marco Rubio utanríkisráðherra lýsti flokkuninni sem „harðræði í dulbúningi.“ Tilkynnt var um það í gær að þýska leyniþjónustan hefði skilgreint Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök. Í rökstuðningi sínum sagði leyniþjónustan að kynþáttahyggja innan hægrijaðarflokksins samræmdist ekki lýðræðislegum leikreglum samfélagsins. Orðaskipti utanríkisáðherra Bandaríkjanna og utanríkisráðuneytis Þýskaland í gærkvöld.Skjáskot Flokkunin gerir leyniþjónustunni kleift að fylgjast með starfsemi flokksins með leynilegum aðferðum, þar á meðal með uppljóstrurum og með því að hlera fjarskipti. Ákveðnar deildir innan flokksins hafa verið skilgreindar öfgasamtök áður, þeirra á meðal ungliðahreyfingar og sambandslandsstjórnarflokkar. Eins og fram hefur komið hafa bandarískir embættismenn brugðist illa við þessari ákvörðun og saka þýsk stjórnvöld um andlýðræðislega tilburði. Menn í innsta hring Donalds Trump hafa í gegnum tíðina verið miklir stuðningsmenn Valkosts fyrir Þýskaland og þar ber hátt á Elon Musk, tæknijöfrinum og nánum ráðgjafa Bandaríkjaforseta, sem flutti ræðu á fjöldafundi flokksins í janúar. Marco Rubio utanríkisráðherra birti ofangreind ummæli sín á samfélagsmiðlum og reikningur utanríkisráðuneytis Þýskalands svaraði óvænt færslu hans en reikningurinn er yfirleitt ekki notaður í slíkt heldur bara til að birta tilkynningar og annað tilfallandi efni. „Við höfum lært af sögu okkar að öfgahægristefnu þarf að stöðva,“ stóð í svari ráðuneytisins. Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Elon Musk, samfélagsmiðla- og tæknimógúll, flutti óvænt ræðu á fjöldafundi AfD, Valkosti fyrir Þýskaland, flokki sem lýst hefur verið sem „fjarhægri“, í gær. 26. janúar 2025 13:35 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna hefur meðal annars sakað þýskar „skrifstofublækur“ um að endurreisa Berlínarmúrinn og Marco Rubio utanríkisráðherra lýsti flokkuninni sem „harðræði í dulbúningi.“ Tilkynnt var um það í gær að þýska leyniþjónustan hefði skilgreint Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök. Í rökstuðningi sínum sagði leyniþjónustan að kynþáttahyggja innan hægrijaðarflokksins samræmdist ekki lýðræðislegum leikreglum samfélagsins. Orðaskipti utanríkisáðherra Bandaríkjanna og utanríkisráðuneytis Þýskaland í gærkvöld.Skjáskot Flokkunin gerir leyniþjónustunni kleift að fylgjast með starfsemi flokksins með leynilegum aðferðum, þar á meðal með uppljóstrurum og með því að hlera fjarskipti. Ákveðnar deildir innan flokksins hafa verið skilgreindar öfgasamtök áður, þeirra á meðal ungliðahreyfingar og sambandslandsstjórnarflokkar. Eins og fram hefur komið hafa bandarískir embættismenn brugðist illa við þessari ákvörðun og saka þýsk stjórnvöld um andlýðræðislega tilburði. Menn í innsta hring Donalds Trump hafa í gegnum tíðina verið miklir stuðningsmenn Valkosts fyrir Þýskaland og þar ber hátt á Elon Musk, tæknijöfrinum og nánum ráðgjafa Bandaríkjaforseta, sem flutti ræðu á fjöldafundi flokksins í janúar. Marco Rubio utanríkisráðherra birti ofangreind ummæli sín á samfélagsmiðlum og reikningur utanríkisráðuneytis Þýskalands svaraði óvænt færslu hans en reikningurinn er yfirleitt ekki notaður í slíkt heldur bara til að birta tilkynningar og annað tilfallandi efni. „Við höfum lært af sögu okkar að öfgahægristefnu þarf að stöðva,“ stóð í svari ráðuneytisins.
Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Elon Musk, samfélagsmiðla- og tæknimógúll, flutti óvænt ræðu á fjöldafundi AfD, Valkosti fyrir Þýskaland, flokki sem lýst hefur verið sem „fjarhægri“, í gær. 26. janúar 2025 13:35 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Elon Musk, samfélagsmiðla- og tæknimógúll, flutti óvænt ræðu á fjöldafundi AfD, Valkosti fyrir Þýskaland, flokki sem lýst hefur verið sem „fjarhægri“, í gær. 26. janúar 2025 13:35