Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. maí 2025 16:23 Alice Weidel er formaður Valkosts fyrir Þýskaland og hefur gagnrýnt flokkun hans sem öfgasamtök harðlega. Getty Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna hefur meðal annars sakað þýskar „skrifstofublækur“ um að endurreisa Berlínarmúrinn og Marco Rubio utanríkisráðherra lýsti flokkuninni sem „harðræði í dulbúningi.“ Tilkynnt var um það í gær að þýska leyniþjónustan hefði skilgreint Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök. Í rökstuðningi sínum sagði leyniþjónustan að kynþáttahyggja innan hægrijaðarflokksins samræmdist ekki lýðræðislegum leikreglum samfélagsins. Orðaskipti utanríkisáðherra Bandaríkjanna og utanríkisráðuneytis Þýskaland í gærkvöld.Skjáskot Flokkunin gerir leyniþjónustunni kleift að fylgjast með starfsemi flokksins með leynilegum aðferðum, þar á meðal með uppljóstrurum og með því að hlera fjarskipti. Ákveðnar deildir innan flokksins hafa verið skilgreindar öfgasamtök áður, þeirra á meðal ungliðahreyfingar og sambandslandsstjórnarflokkar. Eins og fram hefur komið hafa bandarískir embættismenn brugðist illa við þessari ákvörðun og saka þýsk stjórnvöld um andlýðræðislega tilburði. Menn í innsta hring Donalds Trump hafa í gegnum tíðina verið miklir stuðningsmenn Valkosts fyrir Þýskaland og þar ber hátt á Elon Musk, tæknijöfrinum og nánum ráðgjafa Bandaríkjaforseta, sem flutti ræðu á fjöldafundi flokksins í janúar. Marco Rubio utanríkisráðherra birti ofangreind ummæli sín á samfélagsmiðlum og reikningur utanríkisráðuneytis Þýskalands svaraði óvænt færslu hans en reikningurinn er yfirleitt ekki notaður í slíkt heldur bara til að birta tilkynningar og annað tilfallandi efni. „Við höfum lært af sögu okkar að öfgahægristefnu þarf að stöðva,“ stóð í svari ráðuneytisins. Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Elon Musk, samfélagsmiðla- og tæknimógúll, flutti óvænt ræðu á fjöldafundi AfD, Valkosti fyrir Þýskaland, flokki sem lýst hefur verið sem „fjarhægri“, í gær. 26. janúar 2025 13:35 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna hefur meðal annars sakað þýskar „skrifstofublækur“ um að endurreisa Berlínarmúrinn og Marco Rubio utanríkisráðherra lýsti flokkuninni sem „harðræði í dulbúningi.“ Tilkynnt var um það í gær að þýska leyniþjónustan hefði skilgreint Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök. Í rökstuðningi sínum sagði leyniþjónustan að kynþáttahyggja innan hægrijaðarflokksins samræmdist ekki lýðræðislegum leikreglum samfélagsins. Orðaskipti utanríkisáðherra Bandaríkjanna og utanríkisráðuneytis Þýskaland í gærkvöld.Skjáskot Flokkunin gerir leyniþjónustunni kleift að fylgjast með starfsemi flokksins með leynilegum aðferðum, þar á meðal með uppljóstrurum og með því að hlera fjarskipti. Ákveðnar deildir innan flokksins hafa verið skilgreindar öfgasamtök áður, þeirra á meðal ungliðahreyfingar og sambandslandsstjórnarflokkar. Eins og fram hefur komið hafa bandarískir embættismenn brugðist illa við þessari ákvörðun og saka þýsk stjórnvöld um andlýðræðislega tilburði. Menn í innsta hring Donalds Trump hafa í gegnum tíðina verið miklir stuðningsmenn Valkosts fyrir Þýskaland og þar ber hátt á Elon Musk, tæknijöfrinum og nánum ráðgjafa Bandaríkjaforseta, sem flutti ræðu á fjöldafundi flokksins í janúar. Marco Rubio utanríkisráðherra birti ofangreind ummæli sín á samfélagsmiðlum og reikningur utanríkisráðuneytis Þýskalands svaraði óvænt færslu hans en reikningurinn er yfirleitt ekki notaður í slíkt heldur bara til að birta tilkynningar og annað tilfallandi efni. „Við höfum lært af sögu okkar að öfgahægristefnu þarf að stöðva,“ stóð í svari ráðuneytisins.
Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Elon Musk, samfélagsmiðla- og tæknimógúll, flutti óvænt ræðu á fjöldafundi AfD, Valkosti fyrir Þýskaland, flokki sem lýst hefur verið sem „fjarhægri“, í gær. 26. janúar 2025 13:35 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Elon Musk, samfélagsmiðla- og tæknimógúll, flutti óvænt ræðu á fjöldafundi AfD, Valkosti fyrir Þýskaland, flokki sem lýst hefur verið sem „fjarhægri“, í gær. 26. janúar 2025 13:35