Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2025 10:56 George Simion heldur á Maríumynd og Calin Georgescu stendur við hlið hans með blómvönd. Líklegt er að kjósendur Georgescu flykkist á bak við Simion. AP Photo/Vadim Ghirda Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. George Simion, formaður Sameiningarflokks Rúmena, leiðir samkvæmt skoðanakönnunum með 30%. Keppinautar hans Nicusor Dan borgarstjóri Búkarest oog Crin Antonescu, frambjóðandi sósíaldemókrata og frjálslyndar, mælast með um 20% stuðning. Forsetakosningar voru haldnar fyrir hálfu ári en niðurstöðurnar sagðar ógildar vegna sönnunargagna sem fram komu um að Rússar hefðu beitt sér í kosningunum. Rúmenía er hluti af Evrópusambandinu og Nato en með sigri Simion er líklegt að önnur stefna verði tekin í átt að Rússlandi. Uppþot varð meðal fjarhægrimanna um allan heim. Innstu koppar í búri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sögðu yfirvöld með þessu traðka á tjáningarfrelsinu. Talinn hafa notið aðstoðar Rússa Frambjóðandinn Calin Georgescu vann kosningarnar í nóvember. Hann er fjarhægrimaður, andsnúinn ESB og hlynntur stjórnvöldum í Moskvu. Fimm dögum fyrir kosningar mældist hann með 5% fylgi en fékk 23% atkvæða. Stjórnlagadómstóll landsins dæmdi niðurstöður kosninganna ógildar eftir að í ljós kom að Rússar hefðu gert tölvuárásir á rafræna kosningakerfið og beitt sér fyrir Georgescu á samfélagsmiðlum. Hann er nú til rannsóknar fyrir að ljúga til um fjármögnun framboðs síns, fyrir misnotkun á tækni og fyrir að styðja við fasistahópa. Honum var því bannað að bjóða sig aftur fram. Líklegt er að kjósendahópur hann hafi flykkst á bak við Simion, sem hóf stjórnmálaferilinn sem andstæðingur bólusetninga. Líklegt að seinn umferð þurfi til Simion hefur heitið því að Georgescu fái sæti í ríkisstjórn sinni. Hann hefur lagt áherslu á að landsvæði sem áður tilheyrðu Rúmeníu, en eru nú hluti af Moldóvu og Úkraínu, verði færð aftur undir stjórn Rúmena. Honum er bannað að heimsækja bæði löndin. Annað en Georgescu er hann andsnúinn Rússlandi en er jafnframt gagnrýnandi ESB og hefur hyllt Donald Trump mjög. Ólíklegt er talið að Simion nái að tryggja sér 50% atkvæða, sem þarf til þess að fara með sigur í kosningunum. Því mun sennilega þurfa að blása til síðari umferðar, þar sem hann keppir við þann mótframbjóðanda sem fær fleiri atkvæði. Síðari kosningaumferð fer fram 18. maí. Rúmenía Úkraína Moldóva Rússland Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
George Simion, formaður Sameiningarflokks Rúmena, leiðir samkvæmt skoðanakönnunum með 30%. Keppinautar hans Nicusor Dan borgarstjóri Búkarest oog Crin Antonescu, frambjóðandi sósíaldemókrata og frjálslyndar, mælast með um 20% stuðning. Forsetakosningar voru haldnar fyrir hálfu ári en niðurstöðurnar sagðar ógildar vegna sönnunargagna sem fram komu um að Rússar hefðu beitt sér í kosningunum. Rúmenía er hluti af Evrópusambandinu og Nato en með sigri Simion er líklegt að önnur stefna verði tekin í átt að Rússlandi. Uppþot varð meðal fjarhægrimanna um allan heim. Innstu koppar í búri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sögðu yfirvöld með þessu traðka á tjáningarfrelsinu. Talinn hafa notið aðstoðar Rússa Frambjóðandinn Calin Georgescu vann kosningarnar í nóvember. Hann er fjarhægrimaður, andsnúinn ESB og hlynntur stjórnvöldum í Moskvu. Fimm dögum fyrir kosningar mældist hann með 5% fylgi en fékk 23% atkvæða. Stjórnlagadómstóll landsins dæmdi niðurstöður kosninganna ógildar eftir að í ljós kom að Rússar hefðu gert tölvuárásir á rafræna kosningakerfið og beitt sér fyrir Georgescu á samfélagsmiðlum. Hann er nú til rannsóknar fyrir að ljúga til um fjármögnun framboðs síns, fyrir misnotkun á tækni og fyrir að styðja við fasistahópa. Honum var því bannað að bjóða sig aftur fram. Líklegt er að kjósendahópur hann hafi flykkst á bak við Simion, sem hóf stjórnmálaferilinn sem andstæðingur bólusetninga. Líklegt að seinn umferð þurfi til Simion hefur heitið því að Georgescu fái sæti í ríkisstjórn sinni. Hann hefur lagt áherslu á að landsvæði sem áður tilheyrðu Rúmeníu, en eru nú hluti af Moldóvu og Úkraínu, verði færð aftur undir stjórn Rúmena. Honum er bannað að heimsækja bæði löndin. Annað en Georgescu er hann andsnúinn Rússlandi en er jafnframt gagnrýnandi ESB og hefur hyllt Donald Trump mjög. Ólíklegt er talið að Simion nái að tryggja sér 50% atkvæða, sem þarf til þess að fara með sigur í kosningunum. Því mun sennilega þurfa að blása til síðari umferðar, þar sem hann keppir við þann mótframbjóðanda sem fær fleiri atkvæði. Síðari kosningaumferð fer fram 18. maí.
Rúmenía Úkraína Moldóva Rússland Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent