Handbolti

Gríðar­lega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar Örn Jónsson og félagar í Melsungen stefna að því að vinna þýska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Elvar Örn Jónsson og félagar í Melsungen stefna að því að vinna þýska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. getty/Dean Mouhtaropoulos

Melsungen vann Rhein-Neckar Löwen, 25-22, í þýsku úrvalsdeildinni í dag og fór tímabundið á topp hennar.

Elvar Örn Jónsson skoraði tvö mörk í leiknum en Arnar Freyr Arnarsson var ekki á meðal markaskorara. Hornamaðurinn Timo Kastening var markahæstur hjá Melsungen með sjö mörk.

Melsungen er með 46 stig í 2. sæti deildarinnar, jafn mörg og Füchse Berlin sem rústaði Bietigheim-Metterzimmern, 42-30, í leik sem hófst aðeins seinna.

Viggó Kristjánsson lék einkar vel fyrir Erlangen sem laut í gras fyrir Göppingen með minnsta mun, 25-24.

Seltirningurinn skoraði sjö mörk og gaf níu stoðsendingar fyrir Erlangen sem er í 16. sæti deildarinnar með tólf stig, tveimur stigum frá fallsæti.

Ýmir Örn Gíslason skoraði tvö mörk fyrir Göppingen sem er í 13. sæti deildarinnar með nítján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×