Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 5. maí 2025 09:01 Í dag eru fangelsi landsins sprungin. Fangelsismálastofnun, Afstaða og félag fangavarða hafa ítrekað varað við því ástandi sem nú hefur skapast en nú er ekki pláss fyrir nýja fanga, hvorki í afplánun né í gæsluvarðhaldi. Þetta hefur leitt til þess að fólk sem EKKI hefur framið refsiverðan verknað er vistað í fangageymslum á lögreglustöðvum dögum eða jafnvel vikum saman í boði íslenskra dómara, í aðstæðum sem hvorki eru heilbrigðar né mannúðlegar, og teljast til pyntinga! Þar að auki hefur í nokkrum tilvikum orðið að sleppa einstaklingum úr gæsluvarðhaldi eða fresta afplánun vegna plássleysis. Þetta þýðir að fólk sem er sakað um alvarleg brot fær stundum frelsi tímabundið á meðan aðrir einstaklingar, sem eingöngu eru að bíða brottvísunar eftir synjun á hæli, sitja fastir í kerfinu. Þetta ójafnvægi er ekki aðeins ósanngjarnt heldur hættulegt fyrir öryggi samfélagsins. Hverjir fylla kerfið? Það skiptir máli að skoða hvaða hópar eru að valda auknu álagi: Erlendir fangar með langa dóma Þeir sem hafa verið sakfelldir fyrir alvarleg brot. Afstaða styður frumvarp sem heimilar framsal þeirra til heimalanda sinna, sem bæði er mannúðlegra og losar um nauðsynleg pláss í íslenskum fangelsum. Gera þarf beina samninga við hvert ríki þannig að hægt sé að senda þá til afplánunar í sínu landi án samþykkis dómþolans. Erlend burðardýr með væga dómaMargir þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna vímuefnamála eru burðardýr sem fá væga dóma og eru mjög oft fórnalömb mansals á einn eða annan hátt. Við höfum lagt til að vægari úrræði, eins og samfélagsþjónustu, áfangaheimili og rafrænt eftirlit, séu nýtt í þessum tilfellum. Það sparar gífurlegar fjárhæðir og losar mjög mikið pláss í fangelsum landsins sem er dýrasta búsetuúrræði sem völ er á. Einstaklingar með alvarlegar geðraskanirÞriðji hópurinn eru þeir sem þurfa heilbrigðisþjónustu en eru vistaðir í fangelsum. Þessir einstaklingar þurfa sérhæfð úrræði eins og sjúkrahúsvist eða svo að lokum öryggisúrræði, sem nú er loks í undirbúningi hjá þessari ríkisstjórn og við gerum miklar væntingar til. BrottvísunarhópurinnAð lokum eru það þeir sem hafa fengið synjun á hælisumsókn sinni og bíða brottvísunar. Þetta eru einstaklingar sem hafa ekki framið refsiverð brot en eru vistaðir í fangageymslum við óboðlegar aðstæður. Hér þarf að finna lausn umsvifalaust og teljum við að opið áfangaheimili með rafrænu eftirliti væri besti kosturinn, ódýrasti og mannúðlegasti, þá er einnig fyrirhugað brottfararúrræði mun betri kostur en fangelsi. Hverjar eru afleiðingarnar? Þegar þessir hópar blandast saman innan sama kerfisins, þar sem ekkert rými er til að aðgreina eftir þörfum eða ástandi, skapast ófremdarástand. Fangaverðir þurfa að sinna fjölbreyttari verkefnum en áður, með minni mönnun og minni sérhæfingu. Fangar með flóknar geðraskanir fá ekki þá meðferð sem þeir þurfa og hælisleitendur dúsa við óboðlegar aðstæður, á meðan hættulegir einstaklingar fá að ganga lausir vegna plássleysis. Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum. Lausnir sem taka mið af raunveruleikanum Til að höggva á þennan hnút þarf samhæfðar aðgerðir sem byggjast á mannúð og raunsæi: Framsal erlendra fanga til heimalanda sinna í samræmi við alþjóðasamninga og beinna samninga við aðildarríkin. Notkun samfélagsþjónustu, áfangaheimila og rafræns eftirlits fyrir einstaklinga sem fá væga dóma, burðardýr og minni háttar brotamenn. Aðskilin brottvísunarúrræði fyrir hælisleitendur, með mannsæmandi aðbúnaði. Stóraukin fjárfesting í geðheilbrigðisþjónustu innan réttarkerfisins. Öflug nýting rafræns eftirlits, eins og ökklabanda, í stað óþarfa gæsluvarðhalds. Tryggja strax endanlegt fjármagn í nýtt fangelsi en aðeins hefur verið tryggður hluti af því fjármagni sem þarf. Heildendurskoðun á lögum um fullnustu, klára þannig undirbúning sem hafinn var í tíð fyrri ríkisstjórnarsvo að við getum komið fangelsiskerfinu okkar inn í nútímann og gert það skilvirkara til framtíðar. Sameiginlegt verkefni Það er mikilvægt að átta sig á að þessi vandi verður ekki leystur með óraunhæfum kröfum eða með því að stilla Íslendingum og útlendingum upp sem andstæðum. Öll okkar vinna í Afstöðu byggir á því að tryggja mannúð og réttlæti fyrir alla sem lenda í kerfi þar sem frelsi þeirra er skert – óháð þjóðerni, uppruna eða brotaflokki. Við viljum að Ísland standi sem fyrirmynd í fangelsismálum og mannréttindum – ekki sem undantekning. Og við trúum því að hægt sé að leysa þessi mál með samstilltu átaki, skynsemi og virðingu fyrir grundvallarréttindum allra einstaklinga. Það er kominn tími til að bretta upp ermarnar – og höggva á hnútinn saman. Höfundur er, formaður Afstöðu, félag um bætt fangelsismál og betrun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Geðheilbrigði Hælisleitendur Fíkn Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru fangelsi landsins sprungin. Fangelsismálastofnun, Afstaða og félag fangavarða hafa ítrekað varað við því ástandi sem nú hefur skapast en nú er ekki pláss fyrir nýja fanga, hvorki í afplánun né í gæsluvarðhaldi. Þetta hefur leitt til þess að fólk sem EKKI hefur framið refsiverðan verknað er vistað í fangageymslum á lögreglustöðvum dögum eða jafnvel vikum saman í boði íslenskra dómara, í aðstæðum sem hvorki eru heilbrigðar né mannúðlegar, og teljast til pyntinga! Þar að auki hefur í nokkrum tilvikum orðið að sleppa einstaklingum úr gæsluvarðhaldi eða fresta afplánun vegna plássleysis. Þetta þýðir að fólk sem er sakað um alvarleg brot fær stundum frelsi tímabundið á meðan aðrir einstaklingar, sem eingöngu eru að bíða brottvísunar eftir synjun á hæli, sitja fastir í kerfinu. Þetta ójafnvægi er ekki aðeins ósanngjarnt heldur hættulegt fyrir öryggi samfélagsins. Hverjir fylla kerfið? Það skiptir máli að skoða hvaða hópar eru að valda auknu álagi: Erlendir fangar með langa dóma Þeir sem hafa verið sakfelldir fyrir alvarleg brot. Afstaða styður frumvarp sem heimilar framsal þeirra til heimalanda sinna, sem bæði er mannúðlegra og losar um nauðsynleg pláss í íslenskum fangelsum. Gera þarf beina samninga við hvert ríki þannig að hægt sé að senda þá til afplánunar í sínu landi án samþykkis dómþolans. Erlend burðardýr með væga dómaMargir þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna vímuefnamála eru burðardýr sem fá væga dóma og eru mjög oft fórnalömb mansals á einn eða annan hátt. Við höfum lagt til að vægari úrræði, eins og samfélagsþjónustu, áfangaheimili og rafrænt eftirlit, séu nýtt í þessum tilfellum. Það sparar gífurlegar fjárhæðir og losar mjög mikið pláss í fangelsum landsins sem er dýrasta búsetuúrræði sem völ er á. Einstaklingar með alvarlegar geðraskanirÞriðji hópurinn eru þeir sem þurfa heilbrigðisþjónustu en eru vistaðir í fangelsum. Þessir einstaklingar þurfa sérhæfð úrræði eins og sjúkrahúsvist eða svo að lokum öryggisúrræði, sem nú er loks í undirbúningi hjá þessari ríkisstjórn og við gerum miklar væntingar til. BrottvísunarhópurinnAð lokum eru það þeir sem hafa fengið synjun á hælisumsókn sinni og bíða brottvísunar. Þetta eru einstaklingar sem hafa ekki framið refsiverð brot en eru vistaðir í fangageymslum við óboðlegar aðstæður. Hér þarf að finna lausn umsvifalaust og teljum við að opið áfangaheimili með rafrænu eftirliti væri besti kosturinn, ódýrasti og mannúðlegasti, þá er einnig fyrirhugað brottfararúrræði mun betri kostur en fangelsi. Hverjar eru afleiðingarnar? Þegar þessir hópar blandast saman innan sama kerfisins, þar sem ekkert rými er til að aðgreina eftir þörfum eða ástandi, skapast ófremdarástand. Fangaverðir þurfa að sinna fjölbreyttari verkefnum en áður, með minni mönnun og minni sérhæfingu. Fangar með flóknar geðraskanir fá ekki þá meðferð sem þeir þurfa og hælisleitendur dúsa við óboðlegar aðstæður, á meðan hættulegir einstaklingar fá að ganga lausir vegna plássleysis. Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum. Lausnir sem taka mið af raunveruleikanum Til að höggva á þennan hnút þarf samhæfðar aðgerðir sem byggjast á mannúð og raunsæi: Framsal erlendra fanga til heimalanda sinna í samræmi við alþjóðasamninga og beinna samninga við aðildarríkin. Notkun samfélagsþjónustu, áfangaheimila og rafræns eftirlits fyrir einstaklinga sem fá væga dóma, burðardýr og minni háttar brotamenn. Aðskilin brottvísunarúrræði fyrir hælisleitendur, með mannsæmandi aðbúnaði. Stóraukin fjárfesting í geðheilbrigðisþjónustu innan réttarkerfisins. Öflug nýting rafræns eftirlits, eins og ökklabanda, í stað óþarfa gæsluvarðhalds. Tryggja strax endanlegt fjármagn í nýtt fangelsi en aðeins hefur verið tryggður hluti af því fjármagni sem þarf. Heildendurskoðun á lögum um fullnustu, klára þannig undirbúning sem hafinn var í tíð fyrri ríkisstjórnarsvo að við getum komið fangelsiskerfinu okkar inn í nútímann og gert það skilvirkara til framtíðar. Sameiginlegt verkefni Það er mikilvægt að átta sig á að þessi vandi verður ekki leystur með óraunhæfum kröfum eða með því að stilla Íslendingum og útlendingum upp sem andstæðum. Öll okkar vinna í Afstöðu byggir á því að tryggja mannúð og réttlæti fyrir alla sem lenda í kerfi þar sem frelsi þeirra er skert – óháð þjóðerni, uppruna eða brotaflokki. Við viljum að Ísland standi sem fyrirmynd í fangelsismálum og mannréttindum – ekki sem undantekning. Og við trúum því að hægt sé að leysa þessi mál með samstilltu átaki, skynsemi og virðingu fyrir grundvallarréttindum allra einstaklinga. Það er kominn tími til að bretta upp ermarnar – og höggva á hnútinn saman. Höfundur er, formaður Afstöðu, félag um bætt fangelsismál og betrun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar