Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar 5. maí 2025 10:30 Í hinum svokallaða „þróaða“ vestræna heimi, hvort sem það er í Bandaríkjunum, Bretlandi eða víðar um Evrópu hefur innflytjendamál orðið eitt af mest sundrandi málum í dag. Ég ætla aðeins að fara yfir af hverju það gæti verið. Margir í almenningi upplifa að þeir séu undir árás. Sannfærðir um að menning þeirra, störf þeirra, jafnvel þjóðarvitundin sé að rofna vegna fjölda fólks utan frá. En það sem vantar nánast alfarið í meginstraumsfrásagnir (Headlines) sögulegt, samfélagslegt, sálfræðilegt og heimspekileg samhengi: í áratugi hafa þessi sömu lönd, oft undir merki NATO, beint eða óbeint ógnað stöðugleika á svæðum eins og Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Frá drónaárásum og innrásum, til viðskiptaþvingana og auðlindastríða hafa vestræn ríki lagt samfélög í rúst hrakið milljónir á flótta, kveikt í efnahagslegum og andlegum óstöðuleika og eyðilagt innviði sem annars hefðu gert fólki kleift að lifa mannsæmandi lífi í heimalandi sínu. En fjölmiðlar fjalla sjaldan ítarlega um þetta. Þeir beina í staðinn kastljósinu að landamærahindrunum, hælisleitendum og meintum „ógn“ við menningarlega samstöðu. Þetta er ekki blaðamennska heldur er þetta kallað valin frásögn. Það er meðvituð mótun skynjunar til að verja ríkjandi ástand. Og þetta er geðveiki, í þeim skilningi að það skortir samkennd, sögulegt samhengi og sjálfsskoðun. Það gengur út frá því að almenningur geti ekki eða vilji ekki melta flóknar staðreyndir yfir tíma. Þess í stað er okkur gefinn yfirborðskenndur tvískiptur heimur: löglegt eða ólöglegt, við eða þau, vinstri eða hægri. Og þannig sundrast samfélagið. Ættbálkahugsun eykst (tribalism). Fólk tekur sér stöðu án þess að fá tækifæri til að spyrja af hverju heimurinn er eins og hann er eða hvaða þátt eigin ríkisstjórnir eiga í að móta hann. Vestrænir fjölmiðlar verða eins og speglasalur þar sem hver spegilmynd sýnir aðeins brot af sannleikanum en felur heildarmyndina. Ég er undir engum kringumstæðum að snýst að verja ólöglega innflytjendur. Heldur snýst þessi grein um að skilja rót flutnings, arfleifð íhlutana og þá hættulegu blekkingu að hægt sé að sprengja heilu svæðin til hins ítrasta án þess að súpa ekki súra seiðið af því seinna sem óhjákvæmilega flæða yfir landamæri. Þangað til við tökumst á við þær djúpu sögulegu öfl sem eru í spilinu, munum við halda áfram að berjast innbyrðis um einkenni vandans, á meðan þeir sem bera ábyrgðina ganga lausir. Höfundur er starfsmaður velferðarsviða Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Í hinum svokallaða „þróaða“ vestræna heimi, hvort sem það er í Bandaríkjunum, Bretlandi eða víðar um Evrópu hefur innflytjendamál orðið eitt af mest sundrandi málum í dag. Ég ætla aðeins að fara yfir af hverju það gæti verið. Margir í almenningi upplifa að þeir séu undir árás. Sannfærðir um að menning þeirra, störf þeirra, jafnvel þjóðarvitundin sé að rofna vegna fjölda fólks utan frá. En það sem vantar nánast alfarið í meginstraumsfrásagnir (Headlines) sögulegt, samfélagslegt, sálfræðilegt og heimspekileg samhengi: í áratugi hafa þessi sömu lönd, oft undir merki NATO, beint eða óbeint ógnað stöðugleika á svæðum eins og Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Frá drónaárásum og innrásum, til viðskiptaþvingana og auðlindastríða hafa vestræn ríki lagt samfélög í rúst hrakið milljónir á flótta, kveikt í efnahagslegum og andlegum óstöðuleika og eyðilagt innviði sem annars hefðu gert fólki kleift að lifa mannsæmandi lífi í heimalandi sínu. En fjölmiðlar fjalla sjaldan ítarlega um þetta. Þeir beina í staðinn kastljósinu að landamærahindrunum, hælisleitendum og meintum „ógn“ við menningarlega samstöðu. Þetta er ekki blaðamennska heldur er þetta kallað valin frásögn. Það er meðvituð mótun skynjunar til að verja ríkjandi ástand. Og þetta er geðveiki, í þeim skilningi að það skortir samkennd, sögulegt samhengi og sjálfsskoðun. Það gengur út frá því að almenningur geti ekki eða vilji ekki melta flóknar staðreyndir yfir tíma. Þess í stað er okkur gefinn yfirborðskenndur tvískiptur heimur: löglegt eða ólöglegt, við eða þau, vinstri eða hægri. Og þannig sundrast samfélagið. Ættbálkahugsun eykst (tribalism). Fólk tekur sér stöðu án þess að fá tækifæri til að spyrja af hverju heimurinn er eins og hann er eða hvaða þátt eigin ríkisstjórnir eiga í að móta hann. Vestrænir fjölmiðlar verða eins og speglasalur þar sem hver spegilmynd sýnir aðeins brot af sannleikanum en felur heildarmyndina. Ég er undir engum kringumstæðum að snýst að verja ólöglega innflytjendur. Heldur snýst þessi grein um að skilja rót flutnings, arfleifð íhlutana og þá hættulegu blekkingu að hægt sé að sprengja heilu svæðin til hins ítrasta án þess að súpa ekki súra seiðið af því seinna sem óhjákvæmilega flæða yfir landamæri. Þangað til við tökumst á við þær djúpu sögulegu öfl sem eru í spilinu, munum við halda áfram að berjast innbyrðis um einkenni vandans, á meðan þeir sem bera ábyrgðina ganga lausir. Höfundur er starfsmaður velferðarsviða Reykjavíkurborgar.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun