Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2025 08:03 Freyr Alexandersson hefur verið að gera frábæra hluti með Brann eftir slæmt tap í fyrsta leik. Getty/Isosport Eftir slæmt tap í fyrsta leik og harkalegar fyrirsagnir í fjölmiðlum er þjálfarinn Freyr Alexandersson farinn að slá í gegn hjá íbúum Bergen og kominn með Brann á topp norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Brann vann 4-2 útisigur gegn Vålerenga um helgina, þar sem Eggert Aron Guðmundsson skoraði eitt markanna, og hefur Brann því unnið fimm leiki í röð eftir 3-0 skellinn gegn Fredrikstad í fyrstu umferð. Tap sem að virtist fá ýmsa til að efast um að Freyr hefði verið rétti maðurinn til að taka við af Eirik Horneland sem skilað hafði Brann í 2. sæti á síðustu tveimur leiktíðum. „Glæpsamlega illa undirbúnir“ og „óþekkjanlegir“ var á meðal þess sem norskir fjölmiðlamenn skrifuðu eftir fyrsta leik Freys. „Þetta var svolítið harkalegt og agressívt. Ég sagði þeim það líka,“ sagði Freyr við VG um helgina, varðandi gagnrýnina sem hann fékk í fyrstu. „Svona erum við ekki að fara að gera hlutina á löngu keppnistímabili. En þetta er þeirra vinna og þeir sinna henni eins og þeir vilja,“ bætti Freyr við. Áhuginn og umfjöllunin um lið Brann er mikil, eins og Freyr fékk strax að kynnast þegar hann kom fyrst til Bergen, og hefur núna einnig fengið að kynnast jákvæðu hliðinni á þessum mikla áhuga. „Ég er ástfanginn af Bergen og íbúum bæjarins. Það er bara hvernig fólkið hérna hagar sér. Hvernig þau hafa tekið á móti mér og okkur öllum. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Freyr. „Ég er himinlifandi með að hafa valið Bergen og að vinna fyrir Brann,“ bætti hann við. Anders Pamer hjá staðarmiðlinum Bergens Tidende bendir á að sambandið á milli Brann og Íslands hafi í gegnum tíðina verið mjög gott. „Hann er núna á meðal þeirra vinsælustu hjá okkur,“ sagði Pamer. Næsti deildarleikur Brann er sannkallaður stórleikur við Rosenborg á sunnudaginn. Eitt stig skilur liðin að og ljóst að Brann myndi senda skýr skilaboð með sigri. Freyr vill hins vegar ekki láta draga sig út í neinar umræður um titilvonirnar, svo snemma á leiktíðinni. „Það væri barnalegt fyrir þjálfara eða leikmenn að tala um gull í byrjun maímánaðar,“ sagði Freyr og bærti við: „Á sama tíma vil ég segja að ég elska að fólkið í Bergen sé að tala um gull, að „gullið eigi að koma heim“. En ég vona líka að fólk sýni því virðingu að við tökum bara einn leik fyrir í einu.“ Norski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Brann vann 4-2 útisigur gegn Vålerenga um helgina, þar sem Eggert Aron Guðmundsson skoraði eitt markanna, og hefur Brann því unnið fimm leiki í röð eftir 3-0 skellinn gegn Fredrikstad í fyrstu umferð. Tap sem að virtist fá ýmsa til að efast um að Freyr hefði verið rétti maðurinn til að taka við af Eirik Horneland sem skilað hafði Brann í 2. sæti á síðustu tveimur leiktíðum. „Glæpsamlega illa undirbúnir“ og „óþekkjanlegir“ var á meðal þess sem norskir fjölmiðlamenn skrifuðu eftir fyrsta leik Freys. „Þetta var svolítið harkalegt og agressívt. Ég sagði þeim það líka,“ sagði Freyr við VG um helgina, varðandi gagnrýnina sem hann fékk í fyrstu. „Svona erum við ekki að fara að gera hlutina á löngu keppnistímabili. En þetta er þeirra vinna og þeir sinna henni eins og þeir vilja,“ bætti Freyr við. Áhuginn og umfjöllunin um lið Brann er mikil, eins og Freyr fékk strax að kynnast þegar hann kom fyrst til Bergen, og hefur núna einnig fengið að kynnast jákvæðu hliðinni á þessum mikla áhuga. „Ég er ástfanginn af Bergen og íbúum bæjarins. Það er bara hvernig fólkið hérna hagar sér. Hvernig þau hafa tekið á móti mér og okkur öllum. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Freyr. „Ég er himinlifandi með að hafa valið Bergen og að vinna fyrir Brann,“ bætti hann við. Anders Pamer hjá staðarmiðlinum Bergens Tidende bendir á að sambandið á milli Brann og Íslands hafi í gegnum tíðina verið mjög gott. „Hann er núna á meðal þeirra vinsælustu hjá okkur,“ sagði Pamer. Næsti deildarleikur Brann er sannkallaður stórleikur við Rosenborg á sunnudaginn. Eitt stig skilur liðin að og ljóst að Brann myndi senda skýr skilaboð með sigri. Freyr vill hins vegar ekki láta draga sig út í neinar umræður um titilvonirnar, svo snemma á leiktíðinni. „Það væri barnalegt fyrir þjálfara eða leikmenn að tala um gull í byrjun maímánaðar,“ sagði Freyr og bærti við: „Á sama tíma vil ég segja að ég elska að fólkið í Bergen sé að tala um gull, að „gullið eigi að koma heim“. En ég vona líka að fólk sýni því virðingu að við tökum bara einn leik fyrir í einu.“
Norski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira