Ætla að hernema Gasaströndina Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 5. maí 2025 07:58 Ísraelskum skriðdreka ekið á Gasaströndinni. AP/Ariel Schalit Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu. Fregnir bárust af því í gær að öryggisráð Ísrael hefði samþykkt að fjölga skuli í herliði Ísraelsmanna og varaliðsmenn hafa verið kallaðir til þjónustu þar sem til stendur að auka enn á hernaðinn á Gasa svæðinu. Tugir þúsunda varaliðsmenn hafa verið kallaðir til herþjónustu vegna þessa. Ríkisstjórn landsins mun svo hafa samþykkt þessa áætlun í morgun, sem felur í sér hernám Gasastrandarinnar og að halda svæðinu um óákveðinn tíma. Öryggismálaráðherrann Ben Gvir sagði í útvarpsviðtali í gær að nauðsynlegt sé að herða sóknina til muna á Gasa. Í sama viðtali krafðist hann þess að herinn myndi gera sprengjuárásir á matarbirgðir íbúa Gasa og á rafstöðvar þeirra einnig. Um tveir mánuðir eru síðan Ísraelar stöðvuðu flutning neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina. Þangað berst nú ekki matur, eldsneyti eða lyf, svo eitthvað sé nefnt. Læknar og mannúðarsamtök vara við því að ástandið á svæðinu sé orðið gífurlega alvarlegt. Yfirmaður herafla Ísrael er sagður hafa varað við því að með auknum hernaði á Gasaströndinni gætu Hamas-liðar banað síðustu gíslunum sem þeir halda, eða þá að þeir gætu fallið í árásum Ísraela. Þessi aukni hernaður á að hefjast eftir heimsókn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til svæðisins í næstu viku. Stefna á árásir á Jemen Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela lofar því að herinn muni hefna fyrir eldflaugaárás Húta frá Jemen á helsta flugvöll Ísraels. Hann segir að Íran verði refsað einnig, enda standi yfirvöld þar í landi á bakvið árásirnar. Hútar hafa þegar lýst yfir ábyrgð á árásinni en skotflaug lenti í grennd við flugbraut á Ben Gurion flugvellinum og skildi eftir sig stóran sprengjugíg. Loftvarnarkerfi Ísraela, sem eru meðal þeirra háþróuðustu í heimi, gátu ekki skotið niður skotflaugina. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt til himins, upp í gufuhvolfið, og falla sprengjur þeirra svo til jarðar á miklum hraða. Flugumferð stöðvaðist um Ben Gurion völlinn í klukkustund í gær eftir árásina en mörg evrópsk og bandarísk flugfélög aflýstu sínum ferðum til og frá vellinum og ætla ekki að hefja flug á ný næstu daga. Leiðtogar Húta segjast ætla að gera fleiri árásir á ísraelska flugvelli, með því markmiði að loka lofthelgi Ísraels. Beindu þeir orðum sínum til forsvarsmanna alþjóðlegra flugvalla og sögðu að þeir þyrftu að taka þessar árásir í reikninginn þegar flugvélum væri flogið til Ísrael. Hútar hafa reglulega gert árásir á Ísrael frá því hernaður Ísraela á Gasaströndinni hófst í október 2023. Þeir hafa einni ítrekað gert árásir á her- og fraktskip á Rauðahafi og gera Bandaríkjamenn og Bretar nú umfangsmiklar loftárásir á Jemen til að stöðva þær árásir og opna svæðið fyrir skipaflutningum á nýjan leik. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til fregna af ríkisstjórnarfundi í Ísrael í morgun og samþykkt þess að hernema Gasaströndina. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Donald Trump Palestína Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Fregnir bárust af því í gær að öryggisráð Ísrael hefði samþykkt að fjölga skuli í herliði Ísraelsmanna og varaliðsmenn hafa verið kallaðir til þjónustu þar sem til stendur að auka enn á hernaðinn á Gasa svæðinu. Tugir þúsunda varaliðsmenn hafa verið kallaðir til herþjónustu vegna þessa. Ríkisstjórn landsins mun svo hafa samþykkt þessa áætlun í morgun, sem felur í sér hernám Gasastrandarinnar og að halda svæðinu um óákveðinn tíma. Öryggismálaráðherrann Ben Gvir sagði í útvarpsviðtali í gær að nauðsynlegt sé að herða sóknina til muna á Gasa. Í sama viðtali krafðist hann þess að herinn myndi gera sprengjuárásir á matarbirgðir íbúa Gasa og á rafstöðvar þeirra einnig. Um tveir mánuðir eru síðan Ísraelar stöðvuðu flutning neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina. Þangað berst nú ekki matur, eldsneyti eða lyf, svo eitthvað sé nefnt. Læknar og mannúðarsamtök vara við því að ástandið á svæðinu sé orðið gífurlega alvarlegt. Yfirmaður herafla Ísrael er sagður hafa varað við því að með auknum hernaði á Gasaströndinni gætu Hamas-liðar banað síðustu gíslunum sem þeir halda, eða þá að þeir gætu fallið í árásum Ísraela. Þessi aukni hernaður á að hefjast eftir heimsókn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til svæðisins í næstu viku. Stefna á árásir á Jemen Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela lofar því að herinn muni hefna fyrir eldflaugaárás Húta frá Jemen á helsta flugvöll Ísraels. Hann segir að Íran verði refsað einnig, enda standi yfirvöld þar í landi á bakvið árásirnar. Hútar hafa þegar lýst yfir ábyrgð á árásinni en skotflaug lenti í grennd við flugbraut á Ben Gurion flugvellinum og skildi eftir sig stóran sprengjugíg. Loftvarnarkerfi Ísraela, sem eru meðal þeirra háþróuðustu í heimi, gátu ekki skotið niður skotflaugina. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt til himins, upp í gufuhvolfið, og falla sprengjur þeirra svo til jarðar á miklum hraða. Flugumferð stöðvaðist um Ben Gurion völlinn í klukkustund í gær eftir árásina en mörg evrópsk og bandarísk flugfélög aflýstu sínum ferðum til og frá vellinum og ætla ekki að hefja flug á ný næstu daga. Leiðtogar Húta segjast ætla að gera fleiri árásir á ísraelska flugvelli, með því markmiði að loka lofthelgi Ísraels. Beindu þeir orðum sínum til forsvarsmanna alþjóðlegra flugvalla og sögðu að þeir þyrftu að taka þessar árásir í reikninginn þegar flugvélum væri flogið til Ísrael. Hútar hafa reglulega gert árásir á Ísrael frá því hernaður Ísraela á Gasaströndinni hófst í október 2023. Þeir hafa einni ítrekað gert árásir á her- og fraktskip á Rauðahafi og gera Bandaríkjamenn og Bretar nú umfangsmiklar loftárásir á Jemen til að stöðva þær árásir og opna svæðið fyrir skipaflutningum á nýjan leik. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til fregna af ríkisstjórnarfundi í Ísrael í morgun og samþykkt þess að hernema Gasaströndina.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Donald Trump Palestína Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira