Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. maí 2025 23:58 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að tillaga frá Fiskistofu um ákveðnar girðingar á strandveiðiheimildum sé til skoðunar. Einnig sé til skoðunar hvar sé hægt að auka veiðiheimildirnar, en það standi ekki til að færa veiðiheimildir frá „stóra pottinum.“ Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins notaði óundirbúinn fyrirspurnatíma Alþingis til að spyrjast fyrir um það hvaðan eigi að sækja viðbótaraflaheimildir fyrir strandveiðitímabilið í sumar. „Það hafa verið haldnar ótal ræður, settar fram fyrirspurnir og annað af þingmönnum sem vilja glöggva sig á því hvaðan hæstvirtur ráðherra ætlar sér að sækja þær viðbótaraflaheimildir sem blasir við að nauðsynlegar eru til að standa við gefin loforð um 48 daga til strandveiða þetta sumarið,“ sagði Bergþór. Sjálfur hafi hann reiknað með því að einhverjar upplýsingar myndu birtast fyrir miðnætti í gær sunnudag. Ekki sé hægt að koma sér hjá því mikið lengur að svara því hvernig eigi að útfæra strandveiðina í sumar. „Þannig að ég vil bara spyrja hæstvirtan ráðherra: Hvenær megum við þingmenn eiga von á því að ráðherrann upplýsi um það hvert ráðherrann ætlar sér að sækja viðbótaraflaheimildir og hvaða leiðir er hæstvirtur ráðherra að skoða í þessum efnum?“ Útfærslur til skoðunar Hanna Katrín sagðist þurfa að hryggja Bergþór með því að það sé ekki enn komið að því að hún geti lagt öll spil á borðið. „Vegna þess að nú höfum við til skoðunar tillögu frá Fiskistofu um ákveðnar girðingar sem við settum í reglugerð og hvernig við munum framfylgja þeim.“ „Það er annað, við erum líka að skoða hvar við getum aukið í. Það eru ákveðnar leiðir sem við höfum færar. Ég hef svo sem rætt það hér áður, það er að færa til með sumargotssíldina fram fyrir tímabilið, það er að hliðra til hinum og þessum heimildum sem við höfum.“ Ljóst að aukningin nái ekki að mæta magninu Hins vegar sé alveg ljóst að sú aukning nái ekki nema ákveðið langt upp í það að mæta því viðbótarveiðimagni sem líklegt er að 48 daga strandveiðitímabil gefi. Þess vegna þurfi að setja átak í eftirlit með strandveiðunum til að tryggja að þær girðingar sem verða settar með reglugerðinni nái sínum markmiðum. Ljóst er að óheftar strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Gróft plan á næstu dögum Hanna Katrín segir að verið sé að vinna málið vel og fólk í ráðuneytinu sé að fara yfir tillögur Fiskistofu. Á næstu dögum held ég að mér sé óhætt að segja að ég hafi gróft plan tilbúið um hvernig við mætum þessu. „Eftir sem áður get ég staðfest það, og ég hef svo sem gert það frá því að við byrjuðum þetta samtal, að það stendur ekki til að fara inn í stóra pottinn,ef svo má segja, þær áhyggjur sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa ítrekað lýst yfir og ég hef jafn oft sagt: Það verður ekki gert,“ seir Hanna Katrín. Bergþór þakkaði fyrir svarið og kvaðst hann bíða spenntur til vikuloka. Sjávarútvegur Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Byggðamál Strandveiðar Tengdar fréttir Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. 18. febrúar 2025 19:31 Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga. 5. maí 2025 12:54 Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Atvinnuvegaráðherra segir að ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu með því að auka strandveiðiheimildir líkt og Samtök fyrirtækja í sjávaútvegi hafa lýst áhyggjum af. Hún segir aukinn áhuga á veiðunum ánægjuefni, unnið sé að úrlausnum. 26. apríl 2025 12:03 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins notaði óundirbúinn fyrirspurnatíma Alþingis til að spyrjast fyrir um það hvaðan eigi að sækja viðbótaraflaheimildir fyrir strandveiðitímabilið í sumar. „Það hafa verið haldnar ótal ræður, settar fram fyrirspurnir og annað af þingmönnum sem vilja glöggva sig á því hvaðan hæstvirtur ráðherra ætlar sér að sækja þær viðbótaraflaheimildir sem blasir við að nauðsynlegar eru til að standa við gefin loforð um 48 daga til strandveiða þetta sumarið,“ sagði Bergþór. Sjálfur hafi hann reiknað með því að einhverjar upplýsingar myndu birtast fyrir miðnætti í gær sunnudag. Ekki sé hægt að koma sér hjá því mikið lengur að svara því hvernig eigi að útfæra strandveiðina í sumar. „Þannig að ég vil bara spyrja hæstvirtan ráðherra: Hvenær megum við þingmenn eiga von á því að ráðherrann upplýsi um það hvert ráðherrann ætlar sér að sækja viðbótaraflaheimildir og hvaða leiðir er hæstvirtur ráðherra að skoða í þessum efnum?“ Útfærslur til skoðunar Hanna Katrín sagðist þurfa að hryggja Bergþór með því að það sé ekki enn komið að því að hún geti lagt öll spil á borðið. „Vegna þess að nú höfum við til skoðunar tillögu frá Fiskistofu um ákveðnar girðingar sem við settum í reglugerð og hvernig við munum framfylgja þeim.“ „Það er annað, við erum líka að skoða hvar við getum aukið í. Það eru ákveðnar leiðir sem við höfum færar. Ég hef svo sem rætt það hér áður, það er að færa til með sumargotssíldina fram fyrir tímabilið, það er að hliðra til hinum og þessum heimildum sem við höfum.“ Ljóst að aukningin nái ekki að mæta magninu Hins vegar sé alveg ljóst að sú aukning nái ekki nema ákveðið langt upp í það að mæta því viðbótarveiðimagni sem líklegt er að 48 daga strandveiðitímabil gefi. Þess vegna þurfi að setja átak í eftirlit með strandveiðunum til að tryggja að þær girðingar sem verða settar með reglugerðinni nái sínum markmiðum. Ljóst er að óheftar strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Gróft plan á næstu dögum Hanna Katrín segir að verið sé að vinna málið vel og fólk í ráðuneytinu sé að fara yfir tillögur Fiskistofu. Á næstu dögum held ég að mér sé óhætt að segja að ég hafi gróft plan tilbúið um hvernig við mætum þessu. „Eftir sem áður get ég staðfest það, og ég hef svo sem gert það frá því að við byrjuðum þetta samtal, að það stendur ekki til að fara inn í stóra pottinn,ef svo má segja, þær áhyggjur sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa ítrekað lýst yfir og ég hef jafn oft sagt: Það verður ekki gert,“ seir Hanna Katrín. Bergþór þakkaði fyrir svarið og kvaðst hann bíða spenntur til vikuloka.
Sjávarútvegur Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Byggðamál Strandveiðar Tengdar fréttir Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. 18. febrúar 2025 19:31 Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga. 5. maí 2025 12:54 Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Atvinnuvegaráðherra segir að ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu með því að auka strandveiðiheimildir líkt og Samtök fyrirtækja í sjávaútvegi hafa lýst áhyggjum af. Hún segir aukinn áhuga á veiðunum ánægjuefni, unnið sé að úrlausnum. 26. apríl 2025 12:03 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. 18. febrúar 2025 19:31
Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga. 5. maí 2025 12:54
Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Atvinnuvegaráðherra segir að ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu með því að auka strandveiðiheimildir líkt og Samtök fyrirtækja í sjávaútvegi hafa lýst áhyggjum af. Hún segir aukinn áhuga á veiðunum ánægjuefni, unnið sé að úrlausnum. 26. apríl 2025 12:03