„Þetta er salami-leiðin“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. maí 2025 08:29 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er ekki hrifinn af frumvarpi atvinnuvegaráðherra. Vísir/Anton Brink Formaður Framsóknarflokksins vill frekar að þrepaskiptur tekjuskattur verði lagður á sjávarútvegsfyrirtæki heldur en að sjá frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld verða að veruleika. Slíkt kerfi vill hann meina að sé líklegra til að tryggja að stærri og efnameiri fyrirtæki sem hagnast mest greiði meira af auðlindinni til samfélagsins en lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann telur áform ríkisstjórnarinnar „andlandsbyggðarlega“ „salami-aðferð“ til að sækja tekjur af greininni. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, í umræðum um frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld sem ráðherrann mælti fyrir á Alþingi í gær. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á skráðu aflaverðmæti fyrir tiltekna nytjastofna við útreikning veiðigjalds. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa talað um málið sem hækkun á veiðigjaldi á meðan stjórnarmeirihlutinn vill meina að um leiðréttingu á veiðigjaldi sé að ræða. Í greinargerð með frumvarpinu segir að markmið þess sé meðal annars að tryggja „að reiknað aflaverðmæti tiltekinna nytjastofna endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti og þar með réttlát auðlindagjöld fyrir aðgang að sjávarauðlindinni sem sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar á nytjastofnum sjávar.“ Sigurður Ingi sagði að það sé honum fyrir löngu orðið ljóst að „ekki sé hægt að finna neitt réttlátt veiðigjald.“ Spurningin sé hins vegar hve langt sé hægt að ganga í að taka gjald án þess að hafa áhrif á verðmætasköpun atvinnuvegarins og það sé augljóst að það sé misjafnt eftir fyrirtækjum hve háu gjaldi þau geti staðið undir. „Það er asi í málinu, það eru læti“ Hann segir augljóst að breytingarnar falli hlutfallslega mest á landsbyggðina eða ríflega 80% og þá kveðst hann meðvitaður um að áform ríkisstjórnarinnar séu þegar farin að hafa áhrif á fyrirtæki á landsbyggðinni. „Þegar hafa minni fyrirtæki frestað ákvörðunum um uppbyggingu, framkvæmdir og fjárfestingar nú þegar í sumar. Á grundvelli ófyrirsjáanleika og hræðslu um hvað svo gerist,“ sagði Sigurður Ingi. Þá vill hann meina að afsláttarkerfi sem eigi að tryggja að minni fyrirtæki beri ekki sama þunga af breytingunum og þau stærri vera ógagnsætt og áhrifin illa verið greind. „Það eru engar greiningar á borðinu. Það er asi í málinu, það eru læti, svona réttlæting – bara keyra þetta áfram,“ sagði Sigurður Ingi. „Væri ekki gáfulegra að leggjast aðeins meira yfir þetta, gefa fyrirtækjunum aðeins meiri fyrirsjáanleika.“ Hann vill meina að fyrirhugaðar breytingar séu þegar farnar að leiða til samþjöppunar í greininni, þvert á það sem komið hafi fram í yfirlýsingum stjórnarmeirihlutans. Þá rifjaði Sigurður Ingi upp umræður um stefnuræðu forsætisráðherra frá því í febrúar. Þá hafi hann sagst hafa áhyggjur af því að „ríkisstjórnin skildi ekki verðmætasköpun“ og að til stæði að fara í „stórfellda aukna skattlagningu á atvinnugreinar landsbyggðarinnar, hún væri andlandsbyggðarleg.“ Þessar áhyggjur Sigurðar Inga hafi ekki dvínað. „Þetta er salami-leiðin,“ sagði Sigurður Ingi. „Það er ekki verið að banna samþættingu veiða og vinnslu sagði háttvirtur stjórnarþingmaður einn áðan. Það er alveg rétt, það er ekki verið að banna það. Það er bara verið að gera hlutina erfiðari, það er verið að gera þá flóknari. Það er verið að segja við ætlum að taka markaðsverðið í Noregi þar sem það er engin samþætting á veiðum og vinnslu, heldur flytja þeir meginþorrann af sínum fiski til Póllands og Kína vegna þess að þar eru miklu ódýrari vinnslur,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, í umræðum um frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld sem ráðherrann mælti fyrir á Alþingi í gær. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á skráðu aflaverðmæti fyrir tiltekna nytjastofna við útreikning veiðigjalds. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa talað um málið sem hækkun á veiðigjaldi á meðan stjórnarmeirihlutinn vill meina að um leiðréttingu á veiðigjaldi sé að ræða. Í greinargerð með frumvarpinu segir að markmið þess sé meðal annars að tryggja „að reiknað aflaverðmæti tiltekinna nytjastofna endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti og þar með réttlát auðlindagjöld fyrir aðgang að sjávarauðlindinni sem sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar á nytjastofnum sjávar.“ Sigurður Ingi sagði að það sé honum fyrir löngu orðið ljóst að „ekki sé hægt að finna neitt réttlátt veiðigjald.“ Spurningin sé hins vegar hve langt sé hægt að ganga í að taka gjald án þess að hafa áhrif á verðmætasköpun atvinnuvegarins og það sé augljóst að það sé misjafnt eftir fyrirtækjum hve háu gjaldi þau geti staðið undir. „Það er asi í málinu, það eru læti“ Hann segir augljóst að breytingarnar falli hlutfallslega mest á landsbyggðina eða ríflega 80% og þá kveðst hann meðvitaður um að áform ríkisstjórnarinnar séu þegar farin að hafa áhrif á fyrirtæki á landsbyggðinni. „Þegar hafa minni fyrirtæki frestað ákvörðunum um uppbyggingu, framkvæmdir og fjárfestingar nú þegar í sumar. Á grundvelli ófyrirsjáanleika og hræðslu um hvað svo gerist,“ sagði Sigurður Ingi. Þá vill hann meina að afsláttarkerfi sem eigi að tryggja að minni fyrirtæki beri ekki sama þunga af breytingunum og þau stærri vera ógagnsætt og áhrifin illa verið greind. „Það eru engar greiningar á borðinu. Það er asi í málinu, það eru læti, svona réttlæting – bara keyra þetta áfram,“ sagði Sigurður Ingi. „Væri ekki gáfulegra að leggjast aðeins meira yfir þetta, gefa fyrirtækjunum aðeins meiri fyrirsjáanleika.“ Hann vill meina að fyrirhugaðar breytingar séu þegar farnar að leiða til samþjöppunar í greininni, þvert á það sem komið hafi fram í yfirlýsingum stjórnarmeirihlutans. Þá rifjaði Sigurður Ingi upp umræður um stefnuræðu forsætisráðherra frá því í febrúar. Þá hafi hann sagst hafa áhyggjur af því að „ríkisstjórnin skildi ekki verðmætasköpun“ og að til stæði að fara í „stórfellda aukna skattlagningu á atvinnugreinar landsbyggðarinnar, hún væri andlandsbyggðarleg.“ Þessar áhyggjur Sigurðar Inga hafi ekki dvínað. „Þetta er salami-leiðin,“ sagði Sigurður Ingi. „Það er ekki verið að banna samþættingu veiða og vinnslu sagði háttvirtur stjórnarþingmaður einn áðan. Það er alveg rétt, það er ekki verið að banna það. Það er bara verið að gera hlutina erfiðari, það er verið að gera þá flóknari. Það er verið að segja við ætlum að taka markaðsverðið í Noregi þar sem það er engin samþætting á veiðum og vinnslu, heldur flytja þeir meginþorrann af sínum fiski til Póllands og Kína vegna þess að þar eru miklu ódýrari vinnslur,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira