Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2025 08:41 Friedrich Merz var þungur á brún þegar hann yfirgaf þingsalinn í morgun. AP/Markus Schreiber Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, fékk ekki nægjanlega mörg atkvæði í fyrstu lotu leynilegrar atkvæðagreiðslu um tilnefningu hans til embættis kanslara í þýska þinginu í morgun. Þetta ku vera í fyrsta sinn í sögu lýðræðisríkisins sem væntanlegur kanslari nær ekki kjöri í fyrstu lotu. Þrátt fyrir að Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar, sem Merz ætlar að mynda ríkisstjórn með, séu með 328 sæti á þingi og að til að verða kanslari þurfi Merz 316 atkvæði, fékk hann eingöngu 310. 307 þingmenn greiddu atkvæði gegn Merz og þrír skiluðu auðu. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði, samkvæmt Süddeutsche Zeitung. Merz, sem er 69 ára gamall, ætlar sér að fara í umfangsmiklar aðgerðir í Þýskalandi og þar á meðal mikla hernaðaruppbyggingu. Einnig ætlar hann að taka málefni innflytjenda föstum tökum og reyna að blása lífi í efnahag Þýskalands. Niðurstaðan var mjög óvænt en fjölmiðlar í Þýskalandi bjuggust fastlega við því að Merz myndi fá næg atkvæði, enda hafa forsvarsmenn flokkanna þriggja gert stjórnarsamkomulag og stóð til að kynna ríkisstjórn Merz í dag og halda fyrsta ríkisstjórnarfundinn. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var kynnt. Þýskir fjölmiðlar segja óreiðu ríkja í þinghúsinu en þingflokkar funda nú um næstu skref. Nú hefur þingið tvær vikur til að halda aðra atkvæðagreiðslu. Nái enginn hreinum meirihluta þá verður þriðja atkvæðagreiðslan haldin og þá verður sá sem fær flest atkvæði kanslari. Ekki liggur fyrir hvenær til stendur að greiða aftur atkvæði en það verður ekki í dag. Spiegel hefur eftir sínum heimildarmönnum að verið sé að skoða að halda aðra atkvæðagreiðslu á föstudag. Fréttin hefur verið uppfærð. Meðal annars hafa mistök með að Græningjar eigi að vera með í stjórnarsamstarfi Merz verið leiðrétt. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49 Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Búist er við því að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, verði næsti kanslari Þýskalands. Ný ríkisstjórn landsins verður kynnt á blaðamannafundi síðdegis. 9. apríl 2025 11:06 Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála. 18. mars 2025 16:12 Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata. 14. mars 2025 14:32 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Þrátt fyrir að Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar, sem Merz ætlar að mynda ríkisstjórn með, séu með 328 sæti á þingi og að til að verða kanslari þurfi Merz 316 atkvæði, fékk hann eingöngu 310. 307 þingmenn greiddu atkvæði gegn Merz og þrír skiluðu auðu. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði, samkvæmt Süddeutsche Zeitung. Merz, sem er 69 ára gamall, ætlar sér að fara í umfangsmiklar aðgerðir í Þýskalandi og þar á meðal mikla hernaðaruppbyggingu. Einnig ætlar hann að taka málefni innflytjenda föstum tökum og reyna að blása lífi í efnahag Þýskalands. Niðurstaðan var mjög óvænt en fjölmiðlar í Þýskalandi bjuggust fastlega við því að Merz myndi fá næg atkvæði, enda hafa forsvarsmenn flokkanna þriggja gert stjórnarsamkomulag og stóð til að kynna ríkisstjórn Merz í dag og halda fyrsta ríkisstjórnarfundinn. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var kynnt. Þýskir fjölmiðlar segja óreiðu ríkja í þinghúsinu en þingflokkar funda nú um næstu skref. Nú hefur þingið tvær vikur til að halda aðra atkvæðagreiðslu. Nái enginn hreinum meirihluta þá verður þriðja atkvæðagreiðslan haldin og þá verður sá sem fær flest atkvæði kanslari. Ekki liggur fyrir hvenær til stendur að greiða aftur atkvæði en það verður ekki í dag. Spiegel hefur eftir sínum heimildarmönnum að verið sé að skoða að halda aðra atkvæðagreiðslu á föstudag. Fréttin hefur verið uppfærð. Meðal annars hafa mistök með að Græningjar eigi að vera með í stjórnarsamstarfi Merz verið leiðrétt.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49 Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Búist er við því að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, verði næsti kanslari Þýskalands. Ný ríkisstjórn landsins verður kynnt á blaðamannafundi síðdegis. 9. apríl 2025 11:06 Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála. 18. mars 2025 16:12 Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata. 14. mars 2025 14:32 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49
Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Búist er við því að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, verði næsti kanslari Þýskalands. Ný ríkisstjórn landsins verður kynnt á blaðamannafundi síðdegis. 9. apríl 2025 11:06
Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála. 18. mars 2025 16:12
Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata. 14. mars 2025 14:32