Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar 6. maí 2025 15:02 Ég skrifaði þetta 20. nóv í hittifyrra og birti á vef Sósíalista og gæti nú sagt hvað sagði ég ekki en ástandið er of hrikalegt til þess.„Þetta er Déja vú eða hvað? Nú er allt lagt í rúst og Gazabúar hraktir frá norðri til suðurs og svo til vesturs. Þegar svo drepsóttirnar geysa og þjóðin húkir vonlaus sjúk og hungruð við landamæri Egyptalands þá Sesam Sesam opnist þú og málið afgreitt.“ Ég hef enga trú á að Ísraelar samþykki vopnahlé, opni landamærin í nokkra daga og leyfi flutninga á vörum og hjálpargögnum inn á Gaza. Þeir finna aðferðir til að sigla viðræðunum í strand. Það er örstutt í að farsóttir brjótist út og illa nærðir Gazabúar hrynji niður eins og flugur, miklu miklu fleiri en falla nú fyrir sprengjum, skothríð og hungri. Nakba 2 er á fullri ferð og aðferðirnar eru þær sömu og í hinni fyrri. Þó að vopnin sem Palestínumenn hafa nú séu betri en í Nakba 1 þá eru yfirburðir vopna Ísraela nú margfalt meiri en þá. Nakba 1 átti sér stað í tómarúminu milli samþykktar Sþ í nóv. 1947 og sjálfstæðisyfirlýsingar Ísraela 14. maí 1948. Bretar voru á förum – stjórnsýsla þeirra máttlaus – öflug og vel skipuleg hryðjuverkasamtök Zionistanna eins og Irgun og Hagana léku sér að illa vopnuðu palestínsku alþýðufólki. Oftast er þessu lýst sem stríði milli jafnvígra bardagahópa en það er hrein blekking. Það voru að vísu til vel vopnaðir hópar Palestínumanna en þeir voru ekki fjölmennir, aðallega vegna skorts á vopnum, en þessum hópum var ögrað til árása og frömdu sannarlega nokkur óhæfuverk sem gaf Zionistunum átyllu til hefnda og hefndin var eins og núna í engu samræmi við tilefnið enda tilgangurinn allt annar en hefnd – tilgangurinn var að hreinsa landið af íbúunum – hljómar þetta ekki kunnuglega? Palestínumenn voru hundruðum þúsundum saman hraktir brott frá 450 - 500 bæjum og þorpum með hryðjuverkum af vel þjálfuðum stríðsmönnum með nýjustu stríðstækni, margir beint úr úrvalsherdeildum heimstyrjaldarinnar. Eldvörpur framleiddar af hryðjuverkasveitunum sjálfum voru aðalvopnið og gegn þeim dugðu gamlir framhlaðningar og bjúgsverð skammt. Önnur aðferð var að drepa 10 manns, helst börn, á aðaltorgi bæjanna og ef það dugði ekki þá 10 til og svo 10 til viðbótar uns fólkið flýði - og þá var búið að loka öllum leiðum nema einni - þetta var skipulögð þjóðernishreinsun og þegar Arabaherirnir birtast er málið löngu afgreitt og þeir illa skipulagðir og forysturíkin Jórdanía og Sýrland breskir leppar með eigingjörn og makráð markmið. Þetta er Déja vú eða hvað? Nú er allt lagt í rúst og Gazabúar hraktir frá norðri til suðurs og svo til vesturs. Þegar svo drepsóttirnar geysa og þjóðin húkir vonlaus sjúk og hungruð við landamæri Egyptalands þá Sesam Sesam opnist þú og málið afgreitt. BNA og ESB hafa á þessu enga stjórn - það er fjármagnið sem ríkir og það er siðblint. Það er misskilningur að BNA ráði Ísrael eða að Ísrael ráði BNA, bæði ríkin eru í höndum sama fjármagns og það ræður sér sjálft. Jakkalakkarnir sem skjótast um ganga valdsins eru vel tamdir þrælar, blindir eins glóandi gullið sjálft. Höfundur er markaðsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Sverrir Agnarsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skrifaði þetta 20. nóv í hittifyrra og birti á vef Sósíalista og gæti nú sagt hvað sagði ég ekki en ástandið er of hrikalegt til þess.„Þetta er Déja vú eða hvað? Nú er allt lagt í rúst og Gazabúar hraktir frá norðri til suðurs og svo til vesturs. Þegar svo drepsóttirnar geysa og þjóðin húkir vonlaus sjúk og hungruð við landamæri Egyptalands þá Sesam Sesam opnist þú og málið afgreitt.“ Ég hef enga trú á að Ísraelar samþykki vopnahlé, opni landamærin í nokkra daga og leyfi flutninga á vörum og hjálpargögnum inn á Gaza. Þeir finna aðferðir til að sigla viðræðunum í strand. Það er örstutt í að farsóttir brjótist út og illa nærðir Gazabúar hrynji niður eins og flugur, miklu miklu fleiri en falla nú fyrir sprengjum, skothríð og hungri. Nakba 2 er á fullri ferð og aðferðirnar eru þær sömu og í hinni fyrri. Þó að vopnin sem Palestínumenn hafa nú séu betri en í Nakba 1 þá eru yfirburðir vopna Ísraela nú margfalt meiri en þá. Nakba 1 átti sér stað í tómarúminu milli samþykktar Sþ í nóv. 1947 og sjálfstæðisyfirlýsingar Ísraela 14. maí 1948. Bretar voru á förum – stjórnsýsla þeirra máttlaus – öflug og vel skipuleg hryðjuverkasamtök Zionistanna eins og Irgun og Hagana léku sér að illa vopnuðu palestínsku alþýðufólki. Oftast er þessu lýst sem stríði milli jafnvígra bardagahópa en það er hrein blekking. Það voru að vísu til vel vopnaðir hópar Palestínumanna en þeir voru ekki fjölmennir, aðallega vegna skorts á vopnum, en þessum hópum var ögrað til árása og frömdu sannarlega nokkur óhæfuverk sem gaf Zionistunum átyllu til hefnda og hefndin var eins og núna í engu samræmi við tilefnið enda tilgangurinn allt annar en hefnd – tilgangurinn var að hreinsa landið af íbúunum – hljómar þetta ekki kunnuglega? Palestínumenn voru hundruðum þúsundum saman hraktir brott frá 450 - 500 bæjum og þorpum með hryðjuverkum af vel þjálfuðum stríðsmönnum með nýjustu stríðstækni, margir beint úr úrvalsherdeildum heimstyrjaldarinnar. Eldvörpur framleiddar af hryðjuverkasveitunum sjálfum voru aðalvopnið og gegn þeim dugðu gamlir framhlaðningar og bjúgsverð skammt. Önnur aðferð var að drepa 10 manns, helst börn, á aðaltorgi bæjanna og ef það dugði ekki þá 10 til og svo 10 til viðbótar uns fólkið flýði - og þá var búið að loka öllum leiðum nema einni - þetta var skipulögð þjóðernishreinsun og þegar Arabaherirnir birtast er málið löngu afgreitt og þeir illa skipulagðir og forysturíkin Jórdanía og Sýrland breskir leppar með eigingjörn og makráð markmið. Þetta er Déja vú eða hvað? Nú er allt lagt í rúst og Gazabúar hraktir frá norðri til suðurs og svo til vesturs. Þegar svo drepsóttirnar geysa og þjóðin húkir vonlaus sjúk og hungruð við landamæri Egyptalands þá Sesam Sesam opnist þú og málið afgreitt. BNA og ESB hafa á þessu enga stjórn - það er fjármagnið sem ríkir og það er siðblint. Það er misskilningur að BNA ráði Ísrael eða að Ísrael ráði BNA, bæði ríkin eru í höndum sama fjármagns og það ræður sér sjálft. Jakkalakkarnir sem skjótast um ganga valdsins eru vel tamdir þrælar, blindir eins glóandi gullið sjálft. Höfundur er markaðsráðgjafi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun