Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2025 20:30 Salvador Sobral, Daði Freyr og Jesse Matador vilja allir að Ísrael fái ekki að taka þátt í Eurovision. Brendan Hoffman/Baldur Kristjáns/Nigel Waldron Fjöldi fyrrverandi keppenda í Eurovision hefur fordæmt þátttöku Ísraela í keppninni og vill að þeim verði vikið úr henni. Ísrael er spáð mjög góðu gengi. Eftir viku stíga Væb-bræðurnir á svið í fyrri undankeppni Eurovision í Basel. Þeir eru fyrstir á svið og marka þannig upphaf keppninnar. Þeir mættu út til Sviss fyrir helgi og eru búnir með eina æfingu sem þeir segja hafa gengið vel. Búið er að uppfæra atriðið verulega. „Í Söngvakeppninni, þá erum við að syngja á íslensku og allir skilja okkur. En hérna úti veit enginn hvað við erum að blaðra um í þessu lagi. Þannig við þurfum aðeins að reyna að útskýra þetta betur. Grafíkin segir sögu svo fólk fattar að við erum að tala um báta og svona. Þetta er miklu meira grand. Sviðið er ekkert eðlilega stórt, við erum að nýta það allt,“ segja Væb-bræðurnir, Matthías og Hálfdán Matthíassynir. Veðbankar spá því að bræðurnir komist ekki í úrslit, en þeir hafa trú á sér og íslenska hópnum. „Ég held að fólk viti ekki alveg hverju það á að búast við. Við leynum á okkur. Svo er það eitt, krakkar nota ekki veðmálasíður,“ segja bræðurnir en það má gera ráð fyrir því að flest þeirra atkvæði komi frá yngri kynslóðinni. Í dag bárust fregnir af því tugir fyrrverandi Eurovision-fara hafi bæst við undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vísi ísraelska atriðinu úr keppni vegna hernaðaraðgerða ríkisins í Palestínu. Fjöldi íslenskra keppenda hafði þegar skrifað undir, til að mynda Daði Freyr, Ágústa Eva, meðlimir Hatara og Páll Óskar. Önnur stór nöfn á listanum eru til dæmis Salvador Sobral sem sigraði keppnina árið 2017, Charlie McGettigan sem sigraði árið 1994 og Jessy Matador, sem söng hið sívinsæla Allez Olla Olé í Noregi árið 2010. EBU sagði síðast fyrir mánuði að á meðan ísraelska ríkissjónvarpið væri enn hluti af sambandinu fái Ísrael að taka þátt í keppninni. Ekkert hefur bent til þess að afstaða EBU muni breytast á næstu dögum. Ísraelska atriðinu er spáð fimmta sæti í keppninni í ár. Eurovision Tónlist Ísrael Sviss Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Eurovision 2025 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Lífið samstarf Búið spil hjá Burton og Bellucci Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Eftir viku stíga Væb-bræðurnir á svið í fyrri undankeppni Eurovision í Basel. Þeir eru fyrstir á svið og marka þannig upphaf keppninnar. Þeir mættu út til Sviss fyrir helgi og eru búnir með eina æfingu sem þeir segja hafa gengið vel. Búið er að uppfæra atriðið verulega. „Í Söngvakeppninni, þá erum við að syngja á íslensku og allir skilja okkur. En hérna úti veit enginn hvað við erum að blaðra um í þessu lagi. Þannig við þurfum aðeins að reyna að útskýra þetta betur. Grafíkin segir sögu svo fólk fattar að við erum að tala um báta og svona. Þetta er miklu meira grand. Sviðið er ekkert eðlilega stórt, við erum að nýta það allt,“ segja Væb-bræðurnir, Matthías og Hálfdán Matthíassynir. Veðbankar spá því að bræðurnir komist ekki í úrslit, en þeir hafa trú á sér og íslenska hópnum. „Ég held að fólk viti ekki alveg hverju það á að búast við. Við leynum á okkur. Svo er það eitt, krakkar nota ekki veðmálasíður,“ segja bræðurnir en það má gera ráð fyrir því að flest þeirra atkvæði komi frá yngri kynslóðinni. Í dag bárust fregnir af því tugir fyrrverandi Eurovision-fara hafi bæst við undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vísi ísraelska atriðinu úr keppni vegna hernaðaraðgerða ríkisins í Palestínu. Fjöldi íslenskra keppenda hafði þegar skrifað undir, til að mynda Daði Freyr, Ágústa Eva, meðlimir Hatara og Páll Óskar. Önnur stór nöfn á listanum eru til dæmis Salvador Sobral sem sigraði keppnina árið 2017, Charlie McGettigan sem sigraði árið 1994 og Jessy Matador, sem söng hið sívinsæla Allez Olla Olé í Noregi árið 2010. EBU sagði síðast fyrir mánuði að á meðan ísraelska ríkissjónvarpið væri enn hluti af sambandinu fái Ísrael að taka þátt í keppninni. Ekkert hefur bent til þess að afstaða EBU muni breytast á næstu dögum. Ísraelska atriðinu er spáð fimmta sæti í keppninni í ár.
Eurovision Tónlist Ísrael Sviss Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Eurovision 2025 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Lífið samstarf Búið spil hjá Burton og Bellucci Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning