Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Stefán Árni Pálsson skrifar 7. maí 2025 10:31 Jói og Kristín njóta lífsins í Hveragerði. Jói Fel er nýtrúlofaður og ástfanginn og fluttur í Hveragerði þar sem hann er byrjaður á glænýju mjög spennandi verkefni. Jói eða Jóhannes Felixson eins og hann heitir fullu nafni er einn þekktasti bakari og kokkur landsins og hefur bæði gefið út bækur og verið með sjónvarpsþætti á Stöð 2. Nú eru hann og kærasta hans Kristín Eva Sveinsdóttir búin að kaupa sér mjög töff einbýlishús í Hveragerði þar sem Kristín Eva er orðin yfirmaður á Litla Hrauni og Jói er að vinna að netmatreiðslubókinni eldabaka.is þar sem hann bæði eldar og bakar og tekur upp video og klippir saman efnið og setur á síðuna og er netsíðan þegar farin að vekja mikinn áhuga enda allt girnilegt og gott sem Jói eldar og bakar. Vala Matt fór til Hveragerðis og heimsótti Jóa í glænýtt hús þeirra og fékk að sjá hvernig hann vinnur nýja netverkefnið. Alltaf draumurinn að búa í Hveragerði „Það er náttúran, blómin og lyktin, það er eitthvað við þetta,“ segir Jói um ástæðuna af hverju þau ákváðu að flytja til Hveragerðis. „Ég man þegar foreldrar mínir keyrðu hérna yfir á malarvegi þegar ég var lítill, mér fannst svo geggjað að keyra hérna niður kambana. Ég er búinn að hugsa um þetta síðan, síðan ég var smápolli. Þegar við fluttum hingað vorum við ekki að vinna hérna á svæðinu en við köllum þetta örlögin. Konan mín er orðin forstöðumaður á Litla Hrauni. Hún er lögreglumaður og hjúkrunarfræðingur og með meistarapróf í áfalla og krísustjórnun og hún bara datt þarna inn.“ Hann segir að seinna hafi verið auglýst eftir matreiðslumanni á hrauninu í afleysingar í sumar og hann hafi sótt um það starf. „Ég ætla fara kenna föngunum að elda, baka og mála í sumar,“ segir Jói en parið kynntist á sínum tíma í World Class það sem þau stunduðu bæði líkamsrækt af krafti. Hann segist hafa orðið ástfanginn af henni Evu þegar hann sá hana í fyrsta sinn. „Við erum ekki komin með brúðkaupsdag en ætlum að stefna á næsta ár og ætlum að undirbúa þetta alveg svakalega vel. En það verður í Vestmannaeyjum. Konan mín er fæddur og uppalinn Vestmanneyingur og ég sagði við hana, ef það verður brúðkaup þá verður það í Vestmannaeyjum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Matur Hveragerði Ástin og lífið Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Jói eða Jóhannes Felixson eins og hann heitir fullu nafni er einn þekktasti bakari og kokkur landsins og hefur bæði gefið út bækur og verið með sjónvarpsþætti á Stöð 2. Nú eru hann og kærasta hans Kristín Eva Sveinsdóttir búin að kaupa sér mjög töff einbýlishús í Hveragerði þar sem Kristín Eva er orðin yfirmaður á Litla Hrauni og Jói er að vinna að netmatreiðslubókinni eldabaka.is þar sem hann bæði eldar og bakar og tekur upp video og klippir saman efnið og setur á síðuna og er netsíðan þegar farin að vekja mikinn áhuga enda allt girnilegt og gott sem Jói eldar og bakar. Vala Matt fór til Hveragerðis og heimsótti Jóa í glænýtt hús þeirra og fékk að sjá hvernig hann vinnur nýja netverkefnið. Alltaf draumurinn að búa í Hveragerði „Það er náttúran, blómin og lyktin, það er eitthvað við þetta,“ segir Jói um ástæðuna af hverju þau ákváðu að flytja til Hveragerðis. „Ég man þegar foreldrar mínir keyrðu hérna yfir á malarvegi þegar ég var lítill, mér fannst svo geggjað að keyra hérna niður kambana. Ég er búinn að hugsa um þetta síðan, síðan ég var smápolli. Þegar við fluttum hingað vorum við ekki að vinna hérna á svæðinu en við köllum þetta örlögin. Konan mín er orðin forstöðumaður á Litla Hrauni. Hún er lögreglumaður og hjúkrunarfræðingur og með meistarapróf í áfalla og krísustjórnun og hún bara datt þarna inn.“ Hann segir að seinna hafi verið auglýst eftir matreiðslumanni á hrauninu í afleysingar í sumar og hann hafi sótt um það starf. „Ég ætla fara kenna föngunum að elda, baka og mála í sumar,“ segir Jói en parið kynntist á sínum tíma í World Class það sem þau stunduðu bæði líkamsrækt af krafti. Hann segist hafa orðið ástfanginn af henni Evu þegar hann sá hana í fyrsta sinn. „Við erum ekki komin með brúðkaupsdag en ætlum að stefna á næsta ár og ætlum að undirbúa þetta alveg svakalega vel. En það verður í Vestmannaeyjum. Konan mín er fæddur og uppalinn Vestmanneyingur og ég sagði við hana, ef það verður brúðkaup þá verður það í Vestmannaeyjum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Matur Hveragerði Ástin og lífið Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira