Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar 7. maí 2025 12:01 Það ríkir neyðarástand í málefnum barna og unglinga sem glíma við alvarlegan hegðunar- og geðrænan vanda hérlendis. Í dag eru Stuðlar eina vistunarúrræðið sem stendur til boða fyrir börn í slíkri stöðu og þar eru einungis örfá rými. Önnur sértæk úrræði bráðvantar og því eru börn annaðhvort vistuð í úrræðum sem henta ekki þeirra þörfum eða látin bíða án nokkurrar þjónustu. Í þessari stöðu hefur nýr barnamálaráðherra lýst því yfir að Háholt í Skagafirði komi ekki til greina sem meðferðarúrræði. Á meðan eru börn hýst í fangaklefum. Sérbyggt húsnæði sem nýtist strax Háholt var upphaflega byggt sem meðferðarheimili og var sérstaklega endurbætt árið 2014 fyrir vistun barna með alvarlegan hegðunarvanda. Sérfræðingar hafa bent á að með lágmarks viðbótum mætti opna húsið á ný og hefja þar brýna þjónustu. Eitt meðferðarúrræði dugar ekki öllum því börn eru með ólíkan bakgrunn, fjölbreyttan vanda og þar af leiðandi mismunandi þarfir. Það þarf úrræði sem eru sérsniðin með hag barnanna í forgrunni. Það hefur þingmaðurinn Jón Gnarr ítrekað bent á en hann hefur gert sér ferð í Háholt til að taka út húsnæðið og mæla með því sem hluta af lausninni. Ráðherra málaflokksins telur hinsvegar að fjarðlægðin frá höfuðborgarsvæðinu geri Háholt óhentugt. En með flugi til Akureyrar og stuttri akstursleið þaðan til Skagafjarðar ætti ferðatíminn ekki að vera hindrun. Fjarlægð getur að auki verið styrkleiki í meðferðarúrræði, sum börn þurfa ró og úrræði utan höfuðborgarsvæðisins geta rofið skaðleg tengsl. Háholt getur verið slíkt úrræði. Skýrsla stýrihóps kallar á aðgerðir Í skýrslu stýrihóps sem unnin var fyrir barna- og menntamálaráðherra árið 2022 kemur fram að yfir 120 börn þurfi á einhversskonar úrræðum að halda á hverjum tíma, þar á meðal meðferðarheimilum og vistheimilum. Skýrslan leggur ríka áherslu á að byggt verði upp fjölbreytt úrræði, m.a. meðferðarheimili fyrir börn með alvarlegan hegðunarvanda. Að opna Háholt á ný sem meðferðaúrræði gæti verið bæði hagkvæm og skjót lausn til að mæta þessari brýnu þörf. Húsnæðið er til staðar rétt eins og biðlistar eftir úrræðum eru líka til staðar. Í ljósi niðurstaðna skýrslunnar og raunverulegra þarfa barna með fjölþættan vanda, er með öllu ótækt að ríkið láti úrræði eins og Háholt standa autt meðan viðkvæmur hópur barna bíður eftir lausnum. Höfundur er oddviti VG og óháðra í Skagafirði og fyrrverandi starfsmaður Stuðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Vistheimili Skagafjörður Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Það ríkir neyðarástand í málefnum barna og unglinga sem glíma við alvarlegan hegðunar- og geðrænan vanda hérlendis. Í dag eru Stuðlar eina vistunarúrræðið sem stendur til boða fyrir börn í slíkri stöðu og þar eru einungis örfá rými. Önnur sértæk úrræði bráðvantar og því eru börn annaðhvort vistuð í úrræðum sem henta ekki þeirra þörfum eða látin bíða án nokkurrar þjónustu. Í þessari stöðu hefur nýr barnamálaráðherra lýst því yfir að Háholt í Skagafirði komi ekki til greina sem meðferðarúrræði. Á meðan eru börn hýst í fangaklefum. Sérbyggt húsnæði sem nýtist strax Háholt var upphaflega byggt sem meðferðarheimili og var sérstaklega endurbætt árið 2014 fyrir vistun barna með alvarlegan hegðunarvanda. Sérfræðingar hafa bent á að með lágmarks viðbótum mætti opna húsið á ný og hefja þar brýna þjónustu. Eitt meðferðarúrræði dugar ekki öllum því börn eru með ólíkan bakgrunn, fjölbreyttan vanda og þar af leiðandi mismunandi þarfir. Það þarf úrræði sem eru sérsniðin með hag barnanna í forgrunni. Það hefur þingmaðurinn Jón Gnarr ítrekað bent á en hann hefur gert sér ferð í Háholt til að taka út húsnæðið og mæla með því sem hluta af lausninni. Ráðherra málaflokksins telur hinsvegar að fjarðlægðin frá höfuðborgarsvæðinu geri Háholt óhentugt. En með flugi til Akureyrar og stuttri akstursleið þaðan til Skagafjarðar ætti ferðatíminn ekki að vera hindrun. Fjarlægð getur að auki verið styrkleiki í meðferðarúrræði, sum börn þurfa ró og úrræði utan höfuðborgarsvæðisins geta rofið skaðleg tengsl. Háholt getur verið slíkt úrræði. Skýrsla stýrihóps kallar á aðgerðir Í skýrslu stýrihóps sem unnin var fyrir barna- og menntamálaráðherra árið 2022 kemur fram að yfir 120 börn þurfi á einhversskonar úrræðum að halda á hverjum tíma, þar á meðal meðferðarheimilum og vistheimilum. Skýrslan leggur ríka áherslu á að byggt verði upp fjölbreytt úrræði, m.a. meðferðarheimili fyrir börn með alvarlegan hegðunarvanda. Að opna Háholt á ný sem meðferðaúrræði gæti verið bæði hagkvæm og skjót lausn til að mæta þessari brýnu þörf. Húsnæðið er til staðar rétt eins og biðlistar eftir úrræðum eru líka til staðar. Í ljósi niðurstaðna skýrslunnar og raunverulegra þarfa barna með fjölþættan vanda, er með öllu ótækt að ríkið láti úrræði eins og Háholt standa autt meðan viðkvæmur hópur barna bíður eftir lausnum. Höfundur er oddviti VG og óháðra í Skagafirði og fyrrverandi starfsmaður Stuðla.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun