Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2025 19:01 Jonas Gahr Støre við kynningu á þjóðaröryggisstefnunni í Osló í dag. EPA-EFE/Lise Åserud Ógn gegn Noregi hefur aldrei verið meiri en nú. Stjórnvöld þar í landi kynntu í dag sérstaka þjóðaröryggisstefnu og hvetur forsætisráðherrann landa sína til að vera viðbúna átökum. Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs kynnti í dag fyrstu þjóðaröryggisstefnuna í sögu Noregs og sagði um að ræða mestu óvissutíma sem uppi hafa verið í Noregi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Hann hvatti landsmenn til að undirbúa sig undir möguleg stríðsátök. Kjell Inge Berga prófessor við norsku varnarmálastofnunina segir í samtali við fréttastofu að lagt sé upp með þrennt í stefnunni. „Í fyrsta lagi er markmiðið að efla varnir Noregs en í því felst að samhæfa viðbrögð almennra borgara og hersins til þess að verja landið, í öðru lagi er að halda áfram að efla tæki og tól hersins í Noregi, við munum eyða 1635 milljörðum næstu tólf árin í herinn og munum halda því áfram og í þriðja lagi ætlum við okkur að efla tengsl okkar við okkar nánustu bandalagsþjóðir sem eru auðvitað Norðurlöndin, eins og Ísland.“ Nefnir hann einnig Bandaríkin í því samhengi. Bandaríkin hafi mikla hagsmuni af því að vakta ferðir rússneskra kafbáta á norðurslóðum. Hafa mestar áhyggjur af fjölþættum ógnum Árlega er unnið áhættu- og öryggismat í Noregi í samstarfi þriggja stofnana en framkvæmd þess var rædd á málþingi í Norræna húsinu í dag. Norðmenn telja fjölþættar ógnir (e. hybrid threats) mesta vandann sem landið stendur frammi fyrir, þá sérstaklega fjölþættar ógnir í boði Rússlands og njósnir á vegum Kína. „Fjölþættar ógnir eru ógnir sem tengjast ekki hernaði beint, það geta verið netárásir, það getur verið niðurrifsstarfsemi, upplýsingafölsun, efnahagslegur hernaður og fullt af hlutum á sama tíma.“ Norðmenn telja auknar líkur á því að Rússar vinni skemmdarverk í landinu á þessu ári, en það hefur aldrei gerst áður. Hanne Blomberg yfirmaður gagnnjósnadeildar norsku lögreglunnar segir að ýmsu þurfi að huga. „Það sem við höfum sérstaklega merkt í áhættumati okkar þegar við minnumst á rússnesk skemmdarverk að þá er líklegt að þeim verði beint gegn aðgerðum okkar til stuðnings Úkraínu, þannig að það er um að ræða innviði og vöruhús eða aðrar leiðir sem tengjast stuðningnum við Úkraínu.“ Noregur NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira
Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs kynnti í dag fyrstu þjóðaröryggisstefnuna í sögu Noregs og sagði um að ræða mestu óvissutíma sem uppi hafa verið í Noregi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Hann hvatti landsmenn til að undirbúa sig undir möguleg stríðsátök. Kjell Inge Berga prófessor við norsku varnarmálastofnunina segir í samtali við fréttastofu að lagt sé upp með þrennt í stefnunni. „Í fyrsta lagi er markmiðið að efla varnir Noregs en í því felst að samhæfa viðbrögð almennra borgara og hersins til þess að verja landið, í öðru lagi er að halda áfram að efla tæki og tól hersins í Noregi, við munum eyða 1635 milljörðum næstu tólf árin í herinn og munum halda því áfram og í þriðja lagi ætlum við okkur að efla tengsl okkar við okkar nánustu bandalagsþjóðir sem eru auðvitað Norðurlöndin, eins og Ísland.“ Nefnir hann einnig Bandaríkin í því samhengi. Bandaríkin hafi mikla hagsmuni af því að vakta ferðir rússneskra kafbáta á norðurslóðum. Hafa mestar áhyggjur af fjölþættum ógnum Árlega er unnið áhættu- og öryggismat í Noregi í samstarfi þriggja stofnana en framkvæmd þess var rædd á málþingi í Norræna húsinu í dag. Norðmenn telja fjölþættar ógnir (e. hybrid threats) mesta vandann sem landið stendur frammi fyrir, þá sérstaklega fjölþættar ógnir í boði Rússlands og njósnir á vegum Kína. „Fjölþættar ógnir eru ógnir sem tengjast ekki hernaði beint, það geta verið netárásir, það getur verið niðurrifsstarfsemi, upplýsingafölsun, efnahagslegur hernaður og fullt af hlutum á sama tíma.“ Norðmenn telja auknar líkur á því að Rússar vinni skemmdarverk í landinu á þessu ári, en það hefur aldrei gerst áður. Hanne Blomberg yfirmaður gagnnjósnadeildar norsku lögreglunnar segir að ýmsu þurfi að huga. „Það sem við höfum sérstaklega merkt í áhættumati okkar þegar við minnumst á rússnesk skemmdarverk að þá er líklegt að þeim verði beint gegn aðgerðum okkar til stuðnings Úkraínu, þannig að það er um að ræða innviði og vöruhús eða aðrar leiðir sem tengjast stuðningnum við Úkraínu.“
Noregur NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira