Einn rólegur, annar afar ósáttur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. maí 2025 21:23 Sigurjón Þ. Árnason er heldur rólegri yfir fréttum af hlerunum sérstaks saksóknara en Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. Vísir Ríkissaksóknari rannsakar tvö mál í tengslum við víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra segir málið svik við almenning og réttarkerfið. Maður sem var hleraður er afar ósáttur við vinnubrögð saksóknara og íhugar að leita réttar síns. Fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara eru grunaðir um að hafa stolið yfir á fjórða tug upptaka og hundruð uppskrifta úr símtalshlerunum í tengslum við rannsóknir embættisins á svokölluðum hrunmálum á árunum 2009-2011. Þeir hafi svo nýtt gögnin í þágu eigin njósnafyrirtækis að nafni PPP og reynt að selja þjónustu sína á grundvelli „þekkingar á afbrotaheiminum“. Þetta er meðal þess sem RÚV greindi frá í Kastljósi í gær en þar var jafnframt sýnt frá upptökum sem fyrirtækið PPP hafði undir höndum. Grunsemdir embættisins hafi reynst réttar PPP var stofnað árið 2011 af Jóni Óttari Ólafssyni afbrotafræðingi og Guðmundi Hauki Gunnarssyni lögfræðingi, sem er látinn. Þeir fóru frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu yfir til embættis sérstaks saksóknara árið 2009 en hættu þar í upphafi árs 2012. Sérstakur saksóknari kærði svo þá félaga árið 2012 vegna gruns um að þeir hefðu haft á brott með sér gögn um félagið Milestone. Ríkissaksóknari ákvað hins vegar að fara ekki lengra með málið þá. Sjá einnig: Málið gegn starfsmönnum sérstaks saksóknara fellt niður Ólafur Þór Hauksson sem fór fyrir embætti sérstaks saksóknara sagði málið afar alvarlegt í samtali við fréttastofu í dag. Þá hafi grunsemdir embættisins varðandi þá félaga á sínum tíma reynst réttar. Fréttastofa hafði samband við ríkissaksóknara í dag vegna málsins sem sagði í ítarlegu svari að málið gegn tvímenningunum hafi verið fellt niður á sínum tíma þar sem það sem fram kom við rannsóknina þótti ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis. Hins vegar sé saksóknari nú með tvö erindi til meðferðar vegna gagnalekans. Einn rólegur yfir upptökunum, annar afar ósáttur Í þættinum í gær kom fram að alls væru til staðar upptökur af símtölum frá á öðrum tug einstaklinga sem tengdust svokölluðum hrunmálum. Fréttastofa hafði samband við Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans á árunum fyrir hrun, en hann er einn þeirra sem var hleraður samkvæmt gagnalekanum. Sjá einnig: „Alröng niðurstaða“ Hann sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa miklar áhyggjur af málinu. Hann hafi verið upplýstur af Sérstökum saksóknara um símhleranirnar nokkrum árum eftir að þær voru gerðar. Embætti hafi haft heimild til að hlera hann á þessum tíma. Málið snerti sig ekki á neinn hátt í dag. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson fyrrverandi bankamaður var til rannsóknar hjá embættinu eftir hrun. Hann segist hafa vitað af hlerunum embættisins á sínum tíma. Hann hafi kært þær og þær hafi verið dæmdar ólöglegar á sínum tíma. Hann segist hins vegar ekki hafa vitað af hlerununum sem komu fram í Kastljósi í gær. „Það hvort tveir ógæfumenn hafi tekið til handagagns upplýsingar frá embættinu eða ekki er eiginlega hliðarsaga. Stóra málið er að embættið var með í vörslu sinni hlustanir sem það hafði aflað ólöglega af borgurum þessa lands og geymt ólöglega í gagnagrunni hjá sér. Það er stóra málið og gefur manni innsýn í kerfisbundinna brotalöm á meðferð embættisins á trúnaðarupplýsingum,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur íhugar að leita réttar síns. „Gallinn við þessar uppljóstranir sýna að þetta var alls ekki í lagi og við verðum að spyrja hvað ætlar æðsti maður dómsmála í landinu og sérstakur saksóknari að gera til að við fáum mögulega tiltrú á að starfshættir séu í samræmi við lög og reglur,“ segir Þorvaldur. Lögmennska Hrunið Lögreglan Fjármálafyrirtæki Dómsmál Dómstólar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara eru grunaðir um að hafa stolið yfir á fjórða tug upptaka og hundruð uppskrifta úr símtalshlerunum í tengslum við rannsóknir embættisins á svokölluðum hrunmálum á árunum 2009-2011. Þeir hafi svo nýtt gögnin í þágu eigin njósnafyrirtækis að nafni PPP og reynt að selja þjónustu sína á grundvelli „þekkingar á afbrotaheiminum“. Þetta er meðal þess sem RÚV greindi frá í Kastljósi í gær en þar var jafnframt sýnt frá upptökum sem fyrirtækið PPP hafði undir höndum. Grunsemdir embættisins hafi reynst réttar PPP var stofnað árið 2011 af Jóni Óttari Ólafssyni afbrotafræðingi og Guðmundi Hauki Gunnarssyni lögfræðingi, sem er látinn. Þeir fóru frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu yfir til embættis sérstaks saksóknara árið 2009 en hættu þar í upphafi árs 2012. Sérstakur saksóknari kærði svo þá félaga árið 2012 vegna gruns um að þeir hefðu haft á brott með sér gögn um félagið Milestone. Ríkissaksóknari ákvað hins vegar að fara ekki lengra með málið þá. Sjá einnig: Málið gegn starfsmönnum sérstaks saksóknara fellt niður Ólafur Þór Hauksson sem fór fyrir embætti sérstaks saksóknara sagði málið afar alvarlegt í samtali við fréttastofu í dag. Þá hafi grunsemdir embættisins varðandi þá félaga á sínum tíma reynst réttar. Fréttastofa hafði samband við ríkissaksóknara í dag vegna málsins sem sagði í ítarlegu svari að málið gegn tvímenningunum hafi verið fellt niður á sínum tíma þar sem það sem fram kom við rannsóknina þótti ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis. Hins vegar sé saksóknari nú með tvö erindi til meðferðar vegna gagnalekans. Einn rólegur yfir upptökunum, annar afar ósáttur Í þættinum í gær kom fram að alls væru til staðar upptökur af símtölum frá á öðrum tug einstaklinga sem tengdust svokölluðum hrunmálum. Fréttastofa hafði samband við Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans á árunum fyrir hrun, en hann er einn þeirra sem var hleraður samkvæmt gagnalekanum. Sjá einnig: „Alröng niðurstaða“ Hann sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa miklar áhyggjur af málinu. Hann hafi verið upplýstur af Sérstökum saksóknara um símhleranirnar nokkrum árum eftir að þær voru gerðar. Embætti hafi haft heimild til að hlera hann á þessum tíma. Málið snerti sig ekki á neinn hátt í dag. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson fyrrverandi bankamaður var til rannsóknar hjá embættinu eftir hrun. Hann segist hafa vitað af hlerunum embættisins á sínum tíma. Hann hafi kært þær og þær hafi verið dæmdar ólöglegar á sínum tíma. Hann segist hins vegar ekki hafa vitað af hlerununum sem komu fram í Kastljósi í gær. „Það hvort tveir ógæfumenn hafi tekið til handagagns upplýsingar frá embættinu eða ekki er eiginlega hliðarsaga. Stóra málið er að embættið var með í vörslu sinni hlustanir sem það hafði aflað ólöglega af borgurum þessa lands og geymt ólöglega í gagnagrunni hjá sér. Það er stóra málið og gefur manni innsýn í kerfisbundinna brotalöm á meðferð embættisins á trúnaðarupplýsingum,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur íhugar að leita réttar síns. „Gallinn við þessar uppljóstranir sýna að þetta var alls ekki í lagi og við verðum að spyrja hvað ætlar æðsti maður dómsmála í landinu og sérstakur saksóknari að gera til að við fáum mögulega tiltrú á að starfshættir séu í samræmi við lög og reglur,“ segir Þorvaldur.
Lögmennska Hrunið Lögreglan Fjármálafyrirtæki Dómsmál Dómstólar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira