Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. maí 2025 20:42 Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjörís, segir ekkert hæft í ásökunum um að eldflaugar fyrirtækisins hafi minnkað. Framkvæmdastjóri Kjöríss segir ísflaugar fyrirtækisins ekki hafa verið minnkaðar. Hins vegar hafi Lúxus karamellupinnar verið minnkaðir um tíu millilítra fyrir einu og hálfu ári síðan. Hann gat ekki svarað því hvort verð hafi lækkað samhliða minnkuninni. Á Facebook-grúppunni Vertu á verði - eftirlit með verðlagi birti Þór Skjaldberg í lok apríl mynd af íspinna frá Kjörís sem mældist tíu sentímetrar og skrifaði við hana: „Kjörís búin að minnka eldflaugarnar um ca 20%, gleymdu að lækka verðið.“ Töluverðar umræður sköpuðust um færsluna. Einhverjir tóku undir orð Þórs, aðrir hneyksluðust og svo bentu einhverjir á að samanburðinn vantaði, það vantaði að sjá hvað íspinninn hefði verið stór áður. „Sæll Þór. Þessar flaugar eru 50 ml eins og þær hafa verið. Kær kveðja Elías starfsmaður Kjörís,“ skrifaði Elías Þór Þorvarðarson við færsluna. Myndin sem birtist á verðlagseftirlitsgrúppunni. Flaugin haldist óbreytt í áraraðir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss, ræddi þessar ásakanir um magnskerðingu í Reykjavík síðdegis í dag og sagði Kjörís hafa orðið varan við umræðuna. Hvað segirðu við þessum ásökunum? „Það er ekkert hæft í því, flaugin okkar er búin að vera eins og í sama magni í áraraðir. Hún á að vera 50 millílítrar ef allt er rétt. Það hefur verið svoleiðis og ekkert breytt í því,“ sagði Valdimar. Manstu hvað hún er í sentímetrum talið? „Nei, ég man það nú ekki nákvæmlega. Það er þá ekki nema það komi einstaka slys allt í einu sem veldur því. Það á ekki að koma fyrir,“ sagði hann. Lúxupinnar minnkaðir Valdimar viðurkenndi hins vegar að breytingar hefðu verið gerðar á Lúxuspinna Kjöríss. „Við gerðum breytingu fyrir einu og hálfu ári síðan á honum. Þá minnkuðu við hann úr 90 í 80 millílítra. Það var nú svona tæknilegs eðlis þegar við keyptum nýja vél til að sinna okkar sem framleiðir í meira magni,“ sagði Valdimar. Lækkaði verðið eitthvað í kjölfarið? „Þetta var nú örugglega á þeim tíma sem verð var á mjög mikilli ferð í verðbólgutímanum. Ég man nú ekki hvort hann lækkaði en þetta er alltaf á svolítilli ferð hjá okkur,“ sagði hann. Ísinn varð smjörkremslegur eftir saumaklúbb Valdimar segir Kjörís fá mikið af ábendingu um alla mögulega hluti, bæði jákvæð skilaboð og um það sem betur megi fara. „Í framleiðslu þar sem við erum að framleiða fleiri fleiri þúsund pinna á klukkutíma er möguleiki á að það slæðist einn og einn sem er ekki við þann standard sem við vijum. En þá fáum við oft ábendingar með það og bætum fólki það,“ sagði hann. Valdimar man eftir fjölmörgum skemmtilegum ábendingum. „Sérstaklega man ég nú eftir einni þegar var kvartað yfir vanillumjúkís og hann væri bara eins og smjörkrem. Þá hafði eiginkonan verði með saumaklúbb kvöldið áður, klárað ísinn og sett afganginn af smjörkreminu í dósina og endurnýtt hana. En eiginmaðurinn ætlaði að fá sér ís kvöldið eftir og var ósáttur við bragðið,“ sagði Valdimar. Maðurinn hafi verið heldur sneypulegur þegar það uppgötvaðist að sögn Valdimars. Ís Neytendur Matvælaframleiðsla Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Fleiri fréttir Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Sjá meira
Á Facebook-grúppunni Vertu á verði - eftirlit með verðlagi birti Þór Skjaldberg í lok apríl mynd af íspinna frá Kjörís sem mældist tíu sentímetrar og skrifaði við hana: „Kjörís búin að minnka eldflaugarnar um ca 20%, gleymdu að lækka verðið.“ Töluverðar umræður sköpuðust um færsluna. Einhverjir tóku undir orð Þórs, aðrir hneyksluðust og svo bentu einhverjir á að samanburðinn vantaði, það vantaði að sjá hvað íspinninn hefði verið stór áður. „Sæll Þór. Þessar flaugar eru 50 ml eins og þær hafa verið. Kær kveðja Elías starfsmaður Kjörís,“ skrifaði Elías Þór Þorvarðarson við færsluna. Myndin sem birtist á verðlagseftirlitsgrúppunni. Flaugin haldist óbreytt í áraraðir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss, ræddi þessar ásakanir um magnskerðingu í Reykjavík síðdegis í dag og sagði Kjörís hafa orðið varan við umræðuna. Hvað segirðu við þessum ásökunum? „Það er ekkert hæft í því, flaugin okkar er búin að vera eins og í sama magni í áraraðir. Hún á að vera 50 millílítrar ef allt er rétt. Það hefur verið svoleiðis og ekkert breytt í því,“ sagði Valdimar. Manstu hvað hún er í sentímetrum talið? „Nei, ég man það nú ekki nákvæmlega. Það er þá ekki nema það komi einstaka slys allt í einu sem veldur því. Það á ekki að koma fyrir,“ sagði hann. Lúxupinnar minnkaðir Valdimar viðurkenndi hins vegar að breytingar hefðu verið gerðar á Lúxuspinna Kjöríss. „Við gerðum breytingu fyrir einu og hálfu ári síðan á honum. Þá minnkuðu við hann úr 90 í 80 millílítra. Það var nú svona tæknilegs eðlis þegar við keyptum nýja vél til að sinna okkar sem framleiðir í meira magni,“ sagði Valdimar. Lækkaði verðið eitthvað í kjölfarið? „Þetta var nú örugglega á þeim tíma sem verð var á mjög mikilli ferð í verðbólgutímanum. Ég man nú ekki hvort hann lækkaði en þetta er alltaf á svolítilli ferð hjá okkur,“ sagði hann. Ísinn varð smjörkremslegur eftir saumaklúbb Valdimar segir Kjörís fá mikið af ábendingu um alla mögulega hluti, bæði jákvæð skilaboð og um það sem betur megi fara. „Í framleiðslu þar sem við erum að framleiða fleiri fleiri þúsund pinna á klukkutíma er möguleiki á að það slæðist einn og einn sem er ekki við þann standard sem við vijum. En þá fáum við oft ábendingar með það og bætum fólki það,“ sagði hann. Valdimar man eftir fjölmörgum skemmtilegum ábendingum. „Sérstaklega man ég nú eftir einni þegar var kvartað yfir vanillumjúkís og hann væri bara eins og smjörkrem. Þá hafði eiginkonan verði með saumaklúbb kvöldið áður, klárað ísinn og sett afganginn af smjörkreminu í dósina og endurnýtt hana. En eiginmaðurinn ætlaði að fá sér ís kvöldið eftir og var ósáttur við bragðið,“ sagði Valdimar. Maðurinn hafi verið heldur sneypulegur þegar það uppgötvaðist að sögn Valdimars.
Ís Neytendur Matvælaframleiðsla Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Fleiri fréttir Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Sjá meira