Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar 9. maí 2025 08:31 Uppsafnaður halli á grunnrekstri eru að minnsta kosti 5 milljarðar á kjörtímabilinu í Hafnarfirði. Ársreikningur Hafnarfjarðar var samþykktur í bæjarstjórn nýlega. Valdhafar hamra á því að það sé 1200 milljóna afgangur af rekstrinum. Meirihlutinn er glaður og ánægður með árangurinn. Hér er mörgum ólíkum þáttum grautað saman í eina skál og erfitt að átta sig á raunverulegri stöðu bæjarsjóðs. Ég vil aftur á móti meina að hallinn á grunnrekstri bæjarsjóðs sé 650 milljónir og uppsafnaður halli á grunnrekstrinum sé að nálgast 5 milljarða á þremur árum. Það er ljóst að það er langt á milli sjónarmiða. Hvernig má það vera að hægt sé að vera með jafn ólíka sýn á staðreyndir? Svarið er einfalt; samkvæmt 11 gr reglna um ársreikninga sveitarfélaga segir að gatnagerðargjöld skuli ekki færa til rekstrar, þau eiga að koma til frádráttar á fjárfestingum. Þannig ef við sem stjórnvald viljum að farið sé eftir reglum okkar, þá er lágmark að stjórnvaldið fari að reglum. Mín skoðun er sú að ekki eigi að færa söluhagnað lóða til rekstrartekna, þær eiga að mínu viti heima á sama stað og gatnagerðargjöldin. Ástæðan fyrir því að lóðir eru yfir höfuð seldar en ekki úthlutað frítt er að mikil fjárfesting fylgir því að gera lóðir og hverfi klár til úthlutunar og því á söluandvirði lóða að lækka fjárfestingaþörf sveitarfélaga. Með það í huga má halda því fram að grunnrekstur Hafnarfjarðar hafi verið niðurgreiddur af húsbyggjendum í Hafnarfirði um rúma 10 milljarða á kjörtímabilinu. Rekstur sveitarfélaga er þríþættur, stærsti hlutinn er daglegur rekstur, annar þáttur snýr að uppbyggingu innviða (fjárfestingu) og sá þriðji snýr að fjármögnun (lán og skuldir). Grunnreksturinn er fjármagnaður með útsvari, fasteignagjöldum og þjónustugjöldum. Fjárfesting er fjármögnuð með sölu lóða, gatnagerðargjöldum og þeim afgangi sem grunnreksturinn á að skila (rekstrarafgangi). Ef það dugar ekki þarf að taka lán. Rekstrarreikningur bæjarins undanfarin þrjú ár hefur sýnt örlítinn afgang af rekstri. Þeim árangri er náð með því að nota tekjur, sem eru innheimtar í þeim tilgangi að standa undir innviðauppbyggingu (gatnagerðargjöld og lóðasölu), til að koma rekstrinum yfir núllið, en einungis á pappír. Því miður er bæjarfélagið ekki rekið á pappír, það er rekið í raunheimum. En rekstrarreikningurinn segir ekki alla söguna, sjóðsstreymið fyllir í eyðurnar. 11 gr Í sjóðsstreyminu eru hinir þrír hlutar rekstursins aðskildir. Þar eru framkvæmdatekjurnar bakfærðar frá grunnrekstrinum yfir í framkvæmdahlutann. Þá sjáum við svart á hvítu hvernig er í pottinn búið. Þar sjáum við að grunnreksturinn er langt frá því að standa undir sér. Þar sjáum við líka að gatnagerðargjöldin og lóðasala er notað sem frádráttur á fjárfestingu ársins. Það er villandi þar sem þessir peningar hafa þegar verið notaðir til að bæta hinn almenna rekstur. Þarna sést að verið er að nota sömu krónuna tvisvar. Á undanförnum þremur árum hefur Hafnarfjarðarbær tekið hátt í 10 milljarða að láni til að standa undir grunnrekstrinum. Lánið hefur verið tekið hjá húsbyggjendum í Hafnarfirði í formi lóðasölu og gatnagerðargjalda. Þar sem ekki er hægt að eyða sömu krónunni tvisvar þýðir þetta að minna fé getur farið í nauðsynlega fjárfestingu (innviðauppbyggingu). Það þarf því að taka meira að láni en æskilegt er. Það lítur betur út að taka lán fyrir framkvæmdum en rekstri. En í raun og sann er verið að taka lán til að borga með rekstrinum. Bakfærslur í sjóðsstreymi staðfesta það. Þetta fyrirkomulag er ekki sjálfbært og það sem verra er, að svo virðist sem meirihlutinn trúi því að reksturinn sé traustur og góður. Þegar maður trúir því er ekki líklegt að breytingar verði gerðar til að stöðva blæðinguna. Rekstur sveitarfélaga er í grunninn ekki flókinn, en hann er þungur. Þegar ársreikningurinn er flæktur jafn mikið og raun ber vitni er erfitt að ná yfirsýn yfir reksturinn. Á meðan svo er má ekki vænta breytinga til batnaðar. Eitt er þó ljóst, svona fjármálastjórn gengur ekki mikið lengur. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Uppsafnaður halli á grunnrekstri eru að minnsta kosti 5 milljarðar á kjörtímabilinu í Hafnarfirði. Ársreikningur Hafnarfjarðar var samþykktur í bæjarstjórn nýlega. Valdhafar hamra á því að það sé 1200 milljóna afgangur af rekstrinum. Meirihlutinn er glaður og ánægður með árangurinn. Hér er mörgum ólíkum þáttum grautað saman í eina skál og erfitt að átta sig á raunverulegri stöðu bæjarsjóðs. Ég vil aftur á móti meina að hallinn á grunnrekstri bæjarsjóðs sé 650 milljónir og uppsafnaður halli á grunnrekstrinum sé að nálgast 5 milljarða á þremur árum. Það er ljóst að það er langt á milli sjónarmiða. Hvernig má það vera að hægt sé að vera með jafn ólíka sýn á staðreyndir? Svarið er einfalt; samkvæmt 11 gr reglna um ársreikninga sveitarfélaga segir að gatnagerðargjöld skuli ekki færa til rekstrar, þau eiga að koma til frádráttar á fjárfestingum. Þannig ef við sem stjórnvald viljum að farið sé eftir reglum okkar, þá er lágmark að stjórnvaldið fari að reglum. Mín skoðun er sú að ekki eigi að færa söluhagnað lóða til rekstrartekna, þær eiga að mínu viti heima á sama stað og gatnagerðargjöldin. Ástæðan fyrir því að lóðir eru yfir höfuð seldar en ekki úthlutað frítt er að mikil fjárfesting fylgir því að gera lóðir og hverfi klár til úthlutunar og því á söluandvirði lóða að lækka fjárfestingaþörf sveitarfélaga. Með það í huga má halda því fram að grunnrekstur Hafnarfjarðar hafi verið niðurgreiddur af húsbyggjendum í Hafnarfirði um rúma 10 milljarða á kjörtímabilinu. Rekstur sveitarfélaga er þríþættur, stærsti hlutinn er daglegur rekstur, annar þáttur snýr að uppbyggingu innviða (fjárfestingu) og sá þriðji snýr að fjármögnun (lán og skuldir). Grunnreksturinn er fjármagnaður með útsvari, fasteignagjöldum og þjónustugjöldum. Fjárfesting er fjármögnuð með sölu lóða, gatnagerðargjöldum og þeim afgangi sem grunnreksturinn á að skila (rekstrarafgangi). Ef það dugar ekki þarf að taka lán. Rekstrarreikningur bæjarins undanfarin þrjú ár hefur sýnt örlítinn afgang af rekstri. Þeim árangri er náð með því að nota tekjur, sem eru innheimtar í þeim tilgangi að standa undir innviðauppbyggingu (gatnagerðargjöld og lóðasölu), til að koma rekstrinum yfir núllið, en einungis á pappír. Því miður er bæjarfélagið ekki rekið á pappír, það er rekið í raunheimum. En rekstrarreikningurinn segir ekki alla söguna, sjóðsstreymið fyllir í eyðurnar. 11 gr Í sjóðsstreyminu eru hinir þrír hlutar rekstursins aðskildir. Þar eru framkvæmdatekjurnar bakfærðar frá grunnrekstrinum yfir í framkvæmdahlutann. Þá sjáum við svart á hvítu hvernig er í pottinn búið. Þar sjáum við að grunnreksturinn er langt frá því að standa undir sér. Þar sjáum við líka að gatnagerðargjöldin og lóðasala er notað sem frádráttur á fjárfestingu ársins. Það er villandi þar sem þessir peningar hafa þegar verið notaðir til að bæta hinn almenna rekstur. Þarna sést að verið er að nota sömu krónuna tvisvar. Á undanförnum þremur árum hefur Hafnarfjarðarbær tekið hátt í 10 milljarða að láni til að standa undir grunnrekstrinum. Lánið hefur verið tekið hjá húsbyggjendum í Hafnarfirði í formi lóðasölu og gatnagerðargjalda. Þar sem ekki er hægt að eyða sömu krónunni tvisvar þýðir þetta að minna fé getur farið í nauðsynlega fjárfestingu (innviðauppbyggingu). Það þarf því að taka meira að láni en æskilegt er. Það lítur betur út að taka lán fyrir framkvæmdum en rekstri. En í raun og sann er verið að taka lán til að borga með rekstrinum. Bakfærslur í sjóðsstreymi staðfesta það. Þetta fyrirkomulag er ekki sjálfbært og það sem verra er, að svo virðist sem meirihlutinn trúi því að reksturinn sé traustur og góður. Þegar maður trúir því er ekki líklegt að breytingar verði gerðar til að stöðva blæðinguna. Rekstur sveitarfélaga er í grunninn ekki flókinn, en hann er þungur. Þegar ársreikningurinn er flæktur jafn mikið og raun ber vitni er erfitt að ná yfirsýn yfir reksturinn. Á meðan svo er má ekki vænta breytinga til batnaðar. Eitt er þó ljóst, svona fjármálastjórn gengur ekki mikið lengur. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun