Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2025 09:10 Grímur Grímsson þingmaður Viðreisnar segir óhjákvæmilegt að skipulögð brotastarfsemi eins og þekkist á Norðurlöndum muni koma til Íslands. vísir/vilhelm Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn, segir Ísland ekki undanskilið þróun skipulagðrar brotastarfsemi sem hefur átt sér stað í á Norðurlöndunum, þá sérstaklega í Svíþjóð. Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera. Í nýju viðtali hlaðvarpsins Ein Pæling en í samtali við Þórarinn Hjartarson lýsir Grímur yfir áhyggjum af vaxandi afbrotaþróun sem hann segir hafa breiðst út frá Svíþjóð og nú til annarra nágrannaríkja. „Sænskir afbrotamenn eru að nota mikið unga krakka eða ungt fólk til að fremja afbrot,“ segir Grímur. Hann útskýrir að þetta sé gert til að komast hjá þyngri refsingum, enda séu dómar yfir ungmennum vægari. Nú standi Norðurlöndin öll frammi fyrir þessum nýja veruleika. „Þessi sænski veruleiki, hann hefur verið að færast til hinna Norðurlandanna. Fyrst Danmörk, svo Noregur og Finnland. Þau hafa öll fundið verulega fyrir þessum sænska veruleika.“ Menn keyptir til að fremja tiltekin brot Grímur segir þessar breytingar hafa orðið vegna þess að glæpamenn nýti sér landamæralaust samstarf innan Evrópu. „Þetta er það sem Europol kallar „crime service“ og það eru keyptir einhverjir til að fremja tiltekin brot.“ Spurður hvort hægt sé að koma í veg fyrir þessa þróun hér á landi telur hann það ólíklegt. „Jafnvel þó við sem eyja norður í hafi, þá er auðvelt að komast hingað og Norðurlandabúar geta komið hér á þess að þurfa neina sérstaka heimild. Allir íbúar Shengen-svæðisins geta komist hingað án þess.“ Bendir hann einnig á að á Íslandi sé þessi þróun farin að gera vart um sig. „Á Íslandi höfum við dæmi þar sem þetta tengist, einhver svona afbrot með tengsl til Svíþjóðar og til hinna Norðurlandanna. Það er ekki að mjög mikið um það en það eru dæmi um það.“ Uggvænleg þróun en óumflýjanleg Þó svo að Grímur telji þróunina óumflýjanlega upp að vissu marki segir hann að hægt sé að draga úr áhrifunum með aðgerðum. „Ég held að við náum ekki að koma í veg fyrir það að við færumst nær þeim veruleika sem er á Norðurlöndunum, en við getum hins vegar reynt að koma málum þannig fyrir að við hægjum á því og sköpum betra ástand hér heldur en þar.“ Grímur telur þessa uggvænlegu þróunin fyrirsjáanlega: Við getum sagt, ens og stundum er varðandi Ísland og hin Norðurlöndin, að það eru einhver ár sem líða og þá er veruleikinn orðinn svipaður hér og annars staðar.“ Lögreglan Alþingi Hlaðvörp Viðreisn Danmörk Svíþjóð Noregur Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Í nýju viðtali hlaðvarpsins Ein Pæling en í samtali við Þórarinn Hjartarson lýsir Grímur yfir áhyggjum af vaxandi afbrotaþróun sem hann segir hafa breiðst út frá Svíþjóð og nú til annarra nágrannaríkja. „Sænskir afbrotamenn eru að nota mikið unga krakka eða ungt fólk til að fremja afbrot,“ segir Grímur. Hann útskýrir að þetta sé gert til að komast hjá þyngri refsingum, enda séu dómar yfir ungmennum vægari. Nú standi Norðurlöndin öll frammi fyrir þessum nýja veruleika. „Þessi sænski veruleiki, hann hefur verið að færast til hinna Norðurlandanna. Fyrst Danmörk, svo Noregur og Finnland. Þau hafa öll fundið verulega fyrir þessum sænska veruleika.“ Menn keyptir til að fremja tiltekin brot Grímur segir þessar breytingar hafa orðið vegna þess að glæpamenn nýti sér landamæralaust samstarf innan Evrópu. „Þetta er það sem Europol kallar „crime service“ og það eru keyptir einhverjir til að fremja tiltekin brot.“ Spurður hvort hægt sé að koma í veg fyrir þessa þróun hér á landi telur hann það ólíklegt. „Jafnvel þó við sem eyja norður í hafi, þá er auðvelt að komast hingað og Norðurlandabúar geta komið hér á þess að þurfa neina sérstaka heimild. Allir íbúar Shengen-svæðisins geta komist hingað án þess.“ Bendir hann einnig á að á Íslandi sé þessi þróun farin að gera vart um sig. „Á Íslandi höfum við dæmi þar sem þetta tengist, einhver svona afbrot með tengsl til Svíþjóðar og til hinna Norðurlandanna. Það er ekki að mjög mikið um það en það eru dæmi um það.“ Uggvænleg þróun en óumflýjanleg Þó svo að Grímur telji þróunina óumflýjanlega upp að vissu marki segir hann að hægt sé að draga úr áhrifunum með aðgerðum. „Ég held að við náum ekki að koma í veg fyrir það að við færumst nær þeim veruleika sem er á Norðurlöndunum, en við getum hins vegar reynt að koma málum þannig fyrir að við hægjum á því og sköpum betra ástand hér heldur en þar.“ Grímur telur þessa uggvænlegu þróunin fyrirsjáanlega: Við getum sagt, ens og stundum er varðandi Ísland og hin Norðurlöndin, að það eru einhver ár sem líða og þá er veruleikinn orðinn svipaður hér og annars staðar.“
Lögreglan Alþingi Hlaðvörp Viðreisn Danmörk Svíþjóð Noregur Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira