Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Jón Þór Stefánsson skrifar 9. maí 2025 17:01 Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Tveir erlendir karlmenn, Daniel Ryfa og Lukasz Dokudowicz, hafa hvor um sig verið dæmdir í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfellt fíkniefnabrot, en þeir höfðu í vörslum sínum tæplega 6,6 kíló af amfetamíni og tæp 900 grömm af kókaíni. Lögreglan fylgdist með mönnunum um nokkurra daga skeið í nóvember síðastliðnum, en efnin fundust við húsleit í íbúð sem mennirnir dvöldu í við Bríetartún í Reykjavík þann 13. nóvember. Nánar tiltekið lagði lögreglan hald á hvít fíkniefni sem voru í tveimur vatnsbölum í stofu íbúðarinnar. Einnig lagði hún hald á hvítan innkaupapoka sem innihélt átta einingar af vakúmpökkuðum fíkniefnum. Við hlið pokans var lítil svört ferðataska, en í henni fannst annar hvítur innkaupapoki sem innihélt sjö smærri vakúmpakkaðar fíkniefnaeiningar. Þar að auki voru leifar af hvítum fíkniefnum á glerdiski í bakaraofni í eldhúsi. Einnig fannst talsvert af verkfærum, líkt og sérstakir nitril-hanskar, vakúmpokar og vakúmpökkunarvél, sem samkvæmt lögreglu bar með sér að notuð hefðu verið til að vinna með fíkniefni. Svo fannst svartur ruslapoki sem var nánast fullur af klipptum vakúmpökkum sem innihéldu leyfar fíkniefna. Þá fannst reiðufé, alls 2,5 milljónir króna í náttborðsskúffu í svefnherbergi í íbúðinni, en það var á meðal þess sem dómurinn ákvað að gera upptækt. Mennirnir tveir neituðu sök, en annar þeirra sagði þó fyrir dóm að hann hefði verið fenginn til að kaupa ýmsan búnað og skilja eftir í íbúðinni. Hann vildi þó meina að hlutverk hans hefði ekki náð lengra en það. Þeir sögðust báðir ekki hafa haft neina vitneskju um fíkniefni. Í dómnum segir að um litla íbúð sé að ræða. Af ljósmyndum af dæma hefði það ekki getað dulist neinum sem fóru í hana að þarna væru fíkniefni. Þar af leiðandi er það mat dómsins að framburður mannanna væri ótrúverðugur. „Er útilokað annað en að ákærðu hafi orðið efnanna varir,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir hlutu þeir báðir fjögurra ára fangelsisdóma. Þá er þeim gert að greiða samtals um 11,7 milljónir króna. Fíkniefnabrot Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Lögreglan fylgdist með mönnunum um nokkurra daga skeið í nóvember síðastliðnum, en efnin fundust við húsleit í íbúð sem mennirnir dvöldu í við Bríetartún í Reykjavík þann 13. nóvember. Nánar tiltekið lagði lögreglan hald á hvít fíkniefni sem voru í tveimur vatnsbölum í stofu íbúðarinnar. Einnig lagði hún hald á hvítan innkaupapoka sem innihélt átta einingar af vakúmpökkuðum fíkniefnum. Við hlið pokans var lítil svört ferðataska, en í henni fannst annar hvítur innkaupapoki sem innihélt sjö smærri vakúmpakkaðar fíkniefnaeiningar. Þar að auki voru leifar af hvítum fíkniefnum á glerdiski í bakaraofni í eldhúsi. Einnig fannst talsvert af verkfærum, líkt og sérstakir nitril-hanskar, vakúmpokar og vakúmpökkunarvél, sem samkvæmt lögreglu bar með sér að notuð hefðu verið til að vinna með fíkniefni. Svo fannst svartur ruslapoki sem var nánast fullur af klipptum vakúmpökkum sem innihéldu leyfar fíkniefna. Þá fannst reiðufé, alls 2,5 milljónir króna í náttborðsskúffu í svefnherbergi í íbúðinni, en það var á meðal þess sem dómurinn ákvað að gera upptækt. Mennirnir tveir neituðu sök, en annar þeirra sagði þó fyrir dóm að hann hefði verið fenginn til að kaupa ýmsan búnað og skilja eftir í íbúðinni. Hann vildi þó meina að hlutverk hans hefði ekki náð lengra en það. Þeir sögðust báðir ekki hafa haft neina vitneskju um fíkniefni. Í dómnum segir að um litla íbúð sé að ræða. Af ljósmyndum af dæma hefði það ekki getað dulist neinum sem fóru í hana að þarna væru fíkniefni. Þar af leiðandi er það mat dómsins að framburður mannanna væri ótrúverðugur. „Er útilokað annað en að ákærðu hafi orðið efnanna varir,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir hlutu þeir báðir fjögurra ára fangelsisdóma. Þá er þeim gert að greiða samtals um 11,7 milljónir króna.
Fíkniefnabrot Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira