Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar 9. maí 2025 19:02 Á Velsældarþinginu í Hörpu í gær voru kynntar niðurstöður nýrrar kynslóðamælingar á afstöðu Íslendinga til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Fjórar kynslóðir – Z, Y, X og uppgangskynslóðin – voru spurðar hvaða markmið þeim þætti brýnast að vinna að. Þar komu fram áherslur á heilbrigði og vellíðan, jafnrétti kynjanna, frið og réttlæti, og baráttuna gegn fátækt. En eitt lykilmálefni, aðgerðir í loftslagsmálum, sem mældist mikilvægast hjá öllum kynslóðum fyrir aðeins fjórum árum, hefur nú hríðfallið samkvæmt nýjustu niðurstöðum. Sem einstaklingur sem fylgst hefur grannt með þróun umhverfismála og afleiðingum þeirra, blöskrar mér þessi þróun. Nú finnst aðeins um fjórðungur af yngstu kynslóðinni loftslagsmál vera eitt af fimm mikilvægustu málefnunum til að fylgja eftir í íslensku samfélagi. Hvað breyttist? Loftslagsbreytingar eru ekki horfnar – þvert á móti, þær eru að slá öll met. Árið 2024 mældist sem heitasta ár í sögu mælinga á jörðinni og er það fyrsta árið sem hlýnun fer yfir viðmið Parísarsáttmálans um 1,5 gráðu hlýnun á heimsvísu. Á Íslandi var áratugurinn 2011–2020 sá hlýjasti frá upphafi mælinga, og jöklar landsins hopa hraðar en nokkru sinni fyrr. Þá benda nýjustu rannsóknir til þess að AMOC-hafstraumurinn – sem meðal annars viðheldur mildara loftslagi á Íslandi – geti veikst eða jafnvel stöðvast á þessari öld. Slíkt hefði gríðarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir veðurfar á Íslandi heldur einnig fyrir loftslagskerfi norðurhvels jarðar í heild. Þetta vekur alvarlegar spurningar: Hvernig ætlum við að tryggja frið og öryggi í heimi þar sem sífellt fleiri neyðast til að flýja heimkynni sín vegna þurrka, flóða og annarra náttúruhamfara? Hvernig ætlum við að tryggja jafnrétti kynjanna þegar konur – sérstaklega í fátækari heimshlutum – verða sérstaklega útsettar fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, hvort sem er vegna skorts á hreinu vatni, mataröryggis eða aukinnar byrði í umönnunarhlutverki? Hvernig getum við stuðlað að heilsu og vellíðan þegar hlýnun jarðar ýtir undir veðuröfga, náttúruhamfarir og skerðir lífsgæði? Hvernig ætlum við að tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslu ef vistkerfi hrynja, fiskimið færast eða hverfa og búskaparskilyrði versna víða um heim? Og hvernig ætlum við að uppræta fátækt þegar loftslagsváin bitnar mest á þeim efnaminni – þeim sem hafa minnst svigrúm til að verja sig gegn áhrifum hlýnunar? Það er einfaldlega ekki hægt að fjalla um þessi málefni í einangrun. Loftslagsaðgerðir eru undirstaða annarra heimsmarkmiða. Án þeirra mun framgangur í jafnrétti, lýðheilsu, friði og efnahagslegu réttlæti stöðvast – eða jafnvel snúast við. Það er alþjóðlegur samhljómur um að öll heimsmarkmiðin eru samtvinnuð – og að loftslagsaðgerðir séu lykilstoð í þeirri heild. Þegar loftslagsbreytingarnar fara að banka á okkar eigin dyr – með öfgakenndari vetrum, fleiri aurskriðum, eyðileggingu vistkerfa og búsvæða sjávardýra, eða einfaldlega matarverðshækkunum vegna samdráttar í landbúnaði – þá er of seint að vakna. Forvarnir og framsýni eru lykilatriði. Við verðum að viðhalda og styrkja loftslagsvitund, sérstaklega hjá ungu kynslóðunum. Það þarf fræðslu, sýnilega forystu og raunhæfar aðgerðir. Það þarf að sýna að loftslagsmál eru ekki aðeins mál framtíðar, heldur nútíðar – og að þau snerta líf okkar allra. Við getum ekki valið okkur þau markmið sem eru þægilegust eða vinsælust hverju sinni. Heimsmarkmiðin mynda eina heild og ekkert þeirra má gleymast. Ef við viljum byggja upp velsælt samfélag – og réttlátan heim – verðum við að gera loftslagsaðgerðir að forgangsverkefni. Strax. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Á Velsældarþinginu í Hörpu í gær voru kynntar niðurstöður nýrrar kynslóðamælingar á afstöðu Íslendinga til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Fjórar kynslóðir – Z, Y, X og uppgangskynslóðin – voru spurðar hvaða markmið þeim þætti brýnast að vinna að. Þar komu fram áherslur á heilbrigði og vellíðan, jafnrétti kynjanna, frið og réttlæti, og baráttuna gegn fátækt. En eitt lykilmálefni, aðgerðir í loftslagsmálum, sem mældist mikilvægast hjá öllum kynslóðum fyrir aðeins fjórum árum, hefur nú hríðfallið samkvæmt nýjustu niðurstöðum. Sem einstaklingur sem fylgst hefur grannt með þróun umhverfismála og afleiðingum þeirra, blöskrar mér þessi þróun. Nú finnst aðeins um fjórðungur af yngstu kynslóðinni loftslagsmál vera eitt af fimm mikilvægustu málefnunum til að fylgja eftir í íslensku samfélagi. Hvað breyttist? Loftslagsbreytingar eru ekki horfnar – þvert á móti, þær eru að slá öll met. Árið 2024 mældist sem heitasta ár í sögu mælinga á jörðinni og er það fyrsta árið sem hlýnun fer yfir viðmið Parísarsáttmálans um 1,5 gráðu hlýnun á heimsvísu. Á Íslandi var áratugurinn 2011–2020 sá hlýjasti frá upphafi mælinga, og jöklar landsins hopa hraðar en nokkru sinni fyrr. Þá benda nýjustu rannsóknir til þess að AMOC-hafstraumurinn – sem meðal annars viðheldur mildara loftslagi á Íslandi – geti veikst eða jafnvel stöðvast á þessari öld. Slíkt hefði gríðarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir veðurfar á Íslandi heldur einnig fyrir loftslagskerfi norðurhvels jarðar í heild. Þetta vekur alvarlegar spurningar: Hvernig ætlum við að tryggja frið og öryggi í heimi þar sem sífellt fleiri neyðast til að flýja heimkynni sín vegna þurrka, flóða og annarra náttúruhamfara? Hvernig ætlum við að tryggja jafnrétti kynjanna þegar konur – sérstaklega í fátækari heimshlutum – verða sérstaklega útsettar fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, hvort sem er vegna skorts á hreinu vatni, mataröryggis eða aukinnar byrði í umönnunarhlutverki? Hvernig getum við stuðlað að heilsu og vellíðan þegar hlýnun jarðar ýtir undir veðuröfga, náttúruhamfarir og skerðir lífsgæði? Hvernig ætlum við að tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslu ef vistkerfi hrynja, fiskimið færast eða hverfa og búskaparskilyrði versna víða um heim? Og hvernig ætlum við að uppræta fátækt þegar loftslagsváin bitnar mest á þeim efnaminni – þeim sem hafa minnst svigrúm til að verja sig gegn áhrifum hlýnunar? Það er einfaldlega ekki hægt að fjalla um þessi málefni í einangrun. Loftslagsaðgerðir eru undirstaða annarra heimsmarkmiða. Án þeirra mun framgangur í jafnrétti, lýðheilsu, friði og efnahagslegu réttlæti stöðvast – eða jafnvel snúast við. Það er alþjóðlegur samhljómur um að öll heimsmarkmiðin eru samtvinnuð – og að loftslagsaðgerðir séu lykilstoð í þeirri heild. Þegar loftslagsbreytingarnar fara að banka á okkar eigin dyr – með öfgakenndari vetrum, fleiri aurskriðum, eyðileggingu vistkerfa og búsvæða sjávardýra, eða einfaldlega matarverðshækkunum vegna samdráttar í landbúnaði – þá er of seint að vakna. Forvarnir og framsýni eru lykilatriði. Við verðum að viðhalda og styrkja loftslagsvitund, sérstaklega hjá ungu kynslóðunum. Það þarf fræðslu, sýnilega forystu og raunhæfar aðgerðir. Það þarf að sýna að loftslagsmál eru ekki aðeins mál framtíðar, heldur nútíðar – og að þau snerta líf okkar allra. Við getum ekki valið okkur þau markmið sem eru þægilegust eða vinsælust hverju sinni. Heimsmarkmiðin mynda eina heild og ekkert þeirra má gleymast. Ef við viljum byggja upp velsælt samfélag – og réttlátan heim – verðum við að gera loftslagsaðgerðir að forgangsverkefni. Strax. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun