Vilja leggja réttarríkið til hliðar Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2025 13:23 Donald Trump, forseti, og Stephen Miller, einn æðsti ráðgjafi hans. AP/Paul Sancya Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. Umrædd réttindi kallast „habeas corpus“ og fela í sér að ekki sé hægt að fangelsa einstaklinga án þess að þeir séu leiddir fyrir dómara og án þess að viðkomandi fái réttlæta málsmeðferð. Kveðið er á um þennan rétt í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta á við alla sem eru í Bandaríkjunum, hvort sem þeir eru borgarar eða ekki. Trump sagði í viðtali á dögunum að þessir réttur fólks stæði í vegi hans varðandi ætlanir hans um að vísa milljónum manna úr landi. „Ég veit ekki. Mér sýnist, það gæti staðið þarna en ef við erum að tala um það, þá þyrftum við að hafa milljón, eða tvær milljónir, eða þrjár milljónir réttarhalda. Við erum með þúsundir manna og þar á meðal morðingja og fíkniefnasala og suma af verstu mönnum jarðarinnar,“ sagði Trump í áðurnefndu viðtali. Sjá einnig: Segir réttarríkið standa í vegi sínum Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Trumps, sagði á föstudagskvöldið að stjórnarskráin væri skýr og æðstu lög landsins. Hins vegar væri hægt að leggja þessi réttindi til hliðar á tímum innrásar. „Svo við erum að skoða það,“ sagði Miller. „Það veltur að miklu leyti á því hvort dómstólar geri hið rétta í stöðunni eða ekki.“ Trump og ráðgjafar hans hafa ítrekað haldið því fram að flæði farand- og flóttafólks yfir landamæri Bandaríkjanna sé í raun innrás. Á þeim grunni hefur ríkisstjórnin notast við aldagömul lög sem á ensku kallast „Alien enemies act“ til að vísa fólki úr landi og í mörgum tilfellum án þess að það hafi fengið réttmæta málsmeðferð. Sjá einnig: Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Lög þessi eru helst þekkt fyrir að hafa verið notuð á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar til að setja bandaríska ríkisborgara sem áttu rætur að rekja til Japan, Þýskalands eða Ítalíu í fangabúðir. Það fólk þurfti þó á sínum tíma að færa fyrir dómara fyrst, til að sanna að þau ættu í raun rætur að rekja til þessara ríkja. Dómstólar standa í vegi Trumps Dómarar hafa þó ítrekað staðið í vegi þessa, í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Nú síðast í síðustu viku sagði dómari frá Texas, sem Trump skipaði í embætti, að ríkisstjórninni hefði ekki sannað tilvist „innrásar“ eða annarskonar neyðarástands eða átaka sem gæti réttlæt notkun laganna, samkvæmt frétt Washington Post. Trump liðar hafa brugðist reiðir við því hvernig dómarar hafa hægt á brottvísunum og hafa áköll Repúblikana eftir því að dómurum verði vikið úr embætti orðið háværari. Þá kemur fram í frétt miðilsins að stjórnarskrá Bandaríkjanna heimili ekki það að leggja habeas corpus til hliðar á grunni yfirlýsinga um innrás frá Hvíta húsinu. Fram komi í stjórnarskránni að réttindi þessi megi eingöngu leggja til hliðar í tilfelli uppreisnar eða innrásar og þegar öryggi almennings krefjist þess. Í frétt BBC um málið segir að Abraham Lincoln hafi verið fyrstur til að leggja réttindin til hliðar í borgarastyrjöldinni á árum áður. Það leiddi til mikilla deilna við Hæstarétt Bandaríkjanna, sem komst að þeirri niðurstöðu að það væri eingöngu bandaríska þingið, ekki alríkisyfirvöld, sem gætu yfir höfuð lagt réttindin til hliðar. AP fréttaveitan segir svo að áður en Trump skipaði hana í hæstarétt skrifaði Amy Coney Barret grein þar sem hún sagði að þó það kæmi ekki skýrt fram hvaða armur yfirvalda í Bandaríkjunum gæti lagt réttindin hliðar væru „flestir sammála“ um að einungis þingið gæti það. Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Umrædd réttindi kallast „habeas corpus“ og fela í sér að ekki sé hægt að fangelsa einstaklinga án þess að þeir séu leiddir fyrir dómara og án þess að viðkomandi fái réttlæta málsmeðferð. Kveðið er á um þennan rétt í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta á við alla sem eru í Bandaríkjunum, hvort sem þeir eru borgarar eða ekki. Trump sagði í viðtali á dögunum að þessir réttur fólks stæði í vegi hans varðandi ætlanir hans um að vísa milljónum manna úr landi. „Ég veit ekki. Mér sýnist, það gæti staðið þarna en ef við erum að tala um það, þá þyrftum við að hafa milljón, eða tvær milljónir, eða þrjár milljónir réttarhalda. Við erum með þúsundir manna og þar á meðal morðingja og fíkniefnasala og suma af verstu mönnum jarðarinnar,“ sagði Trump í áðurnefndu viðtali. Sjá einnig: Segir réttarríkið standa í vegi sínum Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Trumps, sagði á föstudagskvöldið að stjórnarskráin væri skýr og æðstu lög landsins. Hins vegar væri hægt að leggja þessi réttindi til hliðar á tímum innrásar. „Svo við erum að skoða það,“ sagði Miller. „Það veltur að miklu leyti á því hvort dómstólar geri hið rétta í stöðunni eða ekki.“ Trump og ráðgjafar hans hafa ítrekað haldið því fram að flæði farand- og flóttafólks yfir landamæri Bandaríkjanna sé í raun innrás. Á þeim grunni hefur ríkisstjórnin notast við aldagömul lög sem á ensku kallast „Alien enemies act“ til að vísa fólki úr landi og í mörgum tilfellum án þess að það hafi fengið réttmæta málsmeðferð. Sjá einnig: Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Lög þessi eru helst þekkt fyrir að hafa verið notuð á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar til að setja bandaríska ríkisborgara sem áttu rætur að rekja til Japan, Þýskalands eða Ítalíu í fangabúðir. Það fólk þurfti þó á sínum tíma að færa fyrir dómara fyrst, til að sanna að þau ættu í raun rætur að rekja til þessara ríkja. Dómstólar standa í vegi Trumps Dómarar hafa þó ítrekað staðið í vegi þessa, í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Nú síðast í síðustu viku sagði dómari frá Texas, sem Trump skipaði í embætti, að ríkisstjórninni hefði ekki sannað tilvist „innrásar“ eða annarskonar neyðarástands eða átaka sem gæti réttlæt notkun laganna, samkvæmt frétt Washington Post. Trump liðar hafa brugðist reiðir við því hvernig dómarar hafa hægt á brottvísunum og hafa áköll Repúblikana eftir því að dómurum verði vikið úr embætti orðið háværari. Þá kemur fram í frétt miðilsins að stjórnarskrá Bandaríkjanna heimili ekki það að leggja habeas corpus til hliðar á grunni yfirlýsinga um innrás frá Hvíta húsinu. Fram komi í stjórnarskránni að réttindi þessi megi eingöngu leggja til hliðar í tilfelli uppreisnar eða innrásar og þegar öryggi almennings krefjist þess. Í frétt BBC um málið segir að Abraham Lincoln hafi verið fyrstur til að leggja réttindin til hliðar í borgarastyrjöldinni á árum áður. Það leiddi til mikilla deilna við Hæstarétt Bandaríkjanna, sem komst að þeirri niðurstöðu að það væri eingöngu bandaríska þingið, ekki alríkisyfirvöld, sem gætu yfir höfuð lagt réttindin til hliðar. AP fréttaveitan segir svo að áður en Trump skipaði hana í hæstarétt skrifaði Amy Coney Barret grein þar sem hún sagði að þó það kæmi ekki skýrt fram hvaða armur yfirvalda í Bandaríkjunum gæti lagt réttindin hliðar væru „flestir sammála“ um að einungis þingið gæti það.
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira