Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2025 08:32 Kristinn Gunnar Kristinsson varð hlutskarpastur í Bakgarðshlaupinu um helgina. vísir/viktor freyr Kristinn Gunnar Kristinsson hrósaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð um helgina. Áhorfendur fögnuðu honum vel og innilega þegar hann kom í mark eftir 43. hring sinn. Kristinn og Mari Järsk stóðu tvö eftir en sú síðarnefnda hætti í miðri braut á 43. hring og því var ljóst að Kristinn væri sigurvegari Bakgarðshlaupsins. „Ég er undrandi. Miðað við hvernig Mari leit út í allan dag og við vorum búin að rúlla mikið saman frá svona 14.-15. hring og búin að vera mikið í sambandi sem við erum venjulega ekki. Ég er kannski hraðari en hún og svo allt í einu fer hún hratt af stað,“ sagði Kristinn. „Við höfum aldrei verið mikið saman en núna æxlaðist það þannig að við vorum mikið saman. Hún aðstoðaði mig og ég vona að ég hafi aðstoðað hana eins og ég gat.“ Kristinn segir að hugurinn hafi farið með hann á ýmsa staði á meðan hlaupinu stóð. „Sjöundi og níundi hringur, þá var ég leiður inni í mér. Mjög skrítið en mér leið samt mjög vel, fannst ég vera sterkur, var að borða en var bara leiður og var bara: Af hverju er ég hérna? Þetta var geðveikt skrítin tilfinning en þetta voru ekki eins mikið af dölum og hefur verið,“ sagði Kristinn. Í þarsíðasta Bakgarðshlaupi hljóp hann 38 hringi og bætti því sitt persónulega met um fimm hringi um helgina. Vildi bæta sig og kominn með þjálfara Í viðtali við Vísi fyrir Bakgarðshlaupið að þessu sinni sagði Kristinn að markmiðið hefði verið að gera betur en síðast. „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu. Ég tók ákvörðun þegar ég byrjaði að hlaupa - ég er búinn að vera í mörgum íþróttum og það er alltaf verið að þrýsta þér að keppa - að gera þetta alltaf fyrir mig. Ef ég hleyp ekki fyrir sjálfan mig og mér finnst leiðinlegt að hlaupa og það er verið að þrýsta á mig að keppa, þá hætti ég,“ sagði Kristinn. Kristinn byrjaði að vinna með þjálfara fyrir Bakgarðshlaupið um helgina og breyttar áherslur hans skiluðu sér. „Ég er með nýsjálenskan þjálfara. Hann einbeitti sér mikið að því að ég ætti að klifra, meira en að hlaupa á sléttu. Í þrjá mánuði tók ég allar interval æfingar og allt þetta í halla,“ sagði Kristinn. „Allt var í halla og í um miðjan eða lok mars var ég bara: Hvað er ég að gera? Ég er ekkert að bæta mig og fannst ekkert vera að gerast því ég var bara í hæð. Þetta var allt í hæð. Síðan kom ein slétt æfing vikuna eftir þar sem ég fann að ég var orðinn mun sterkari og þetta er að skila mér miklu.“ Kristinn, sem er fæddur 1987, byrjaði hlaupa 2018 til að byggja upp þol fyrir klifur og fjallaskíði. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Mari Järsk endaði í 2. sæti í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíðinni um helgina. Á endanum sagði líkaminn stopp. 12. maí 2025 07:32 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Kristinn og Mari Järsk stóðu tvö eftir en sú síðarnefnda hætti í miðri braut á 43. hring og því var ljóst að Kristinn væri sigurvegari Bakgarðshlaupsins. „Ég er undrandi. Miðað við hvernig Mari leit út í allan dag og við vorum búin að rúlla mikið saman frá svona 14.-15. hring og búin að vera mikið í sambandi sem við erum venjulega ekki. Ég er kannski hraðari en hún og svo allt í einu fer hún hratt af stað,“ sagði Kristinn. „Við höfum aldrei verið mikið saman en núna æxlaðist það þannig að við vorum mikið saman. Hún aðstoðaði mig og ég vona að ég hafi aðstoðað hana eins og ég gat.“ Kristinn segir að hugurinn hafi farið með hann á ýmsa staði á meðan hlaupinu stóð. „Sjöundi og níundi hringur, þá var ég leiður inni í mér. Mjög skrítið en mér leið samt mjög vel, fannst ég vera sterkur, var að borða en var bara leiður og var bara: Af hverju er ég hérna? Þetta var geðveikt skrítin tilfinning en þetta voru ekki eins mikið af dölum og hefur verið,“ sagði Kristinn. Í þarsíðasta Bakgarðshlaupi hljóp hann 38 hringi og bætti því sitt persónulega met um fimm hringi um helgina. Vildi bæta sig og kominn með þjálfara Í viðtali við Vísi fyrir Bakgarðshlaupið að þessu sinni sagði Kristinn að markmiðið hefði verið að gera betur en síðast. „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu. Ég tók ákvörðun þegar ég byrjaði að hlaupa - ég er búinn að vera í mörgum íþróttum og það er alltaf verið að þrýsta þér að keppa - að gera þetta alltaf fyrir mig. Ef ég hleyp ekki fyrir sjálfan mig og mér finnst leiðinlegt að hlaupa og það er verið að þrýsta á mig að keppa, þá hætti ég,“ sagði Kristinn. Kristinn byrjaði að vinna með þjálfara fyrir Bakgarðshlaupið um helgina og breyttar áherslur hans skiluðu sér. „Ég er með nýsjálenskan þjálfara. Hann einbeitti sér mikið að því að ég ætti að klifra, meira en að hlaupa á sléttu. Í þrjá mánuði tók ég allar interval æfingar og allt þetta í halla,“ sagði Kristinn. „Allt var í halla og í um miðjan eða lok mars var ég bara: Hvað er ég að gera? Ég er ekkert að bæta mig og fannst ekkert vera að gerast því ég var bara í hæð. Þetta var allt í hæð. Síðan kom ein slétt æfing vikuna eftir þar sem ég fann að ég var orðinn mun sterkari og þetta er að skila mér miklu.“ Kristinn, sem er fæddur 1987, byrjaði hlaupa 2018 til að byggja upp þol fyrir klifur og fjallaskíði. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Mari Järsk endaði í 2. sæti í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíðinni um helgina. Á endanum sagði líkaminn stopp. 12. maí 2025 07:32 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Mari Järsk endaði í 2. sæti í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíðinni um helgina. Á endanum sagði líkaminn stopp. 12. maí 2025 07:32